VR og húsnæðismál Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 29. mars 2011 06:00 Íbúðarhúsnæði er ein af grunnþörfum fólks. Hvar á að búa? Er rétt að kaupa eða leigja húsnæði fyrir fjölskylduna. Hér á landi hafa valskostirnir verið fáir. Til að skapa fjölskyldunni öruggt skjól hefur helsti valkosturinn verið að kaupa íbúð enda húsaleigumarkaðurinn á Íslandi frumstæður ef við berum okkur saman við mörg Evrópulönd eins og Þýskaland, Frakkland og Norðurlöndin. Nú hillir undir að breyting verði á þessu .VR hefur verið leiðandi stéttarfélag í 120 ár og ég tel að svo eigi að vera áfram. Með hugmyndaauðgi og áræðni þeirra sem veljast í forustusveit VR getum við haldið áfram á þeirri braut. Með sögu félagsins að leiðarljósi lagði ég fram tillögu um stofnun húsnæðisfélags VR á stjórnarfundi í janúar. Tillagan var samþykkt einróma í stjórn VR og þykir það nokkurum tíðindum sæta þar á bæ þessi síðustu misserin. Markmið húsnæðisfélagsins á að vera að kaupa eða byggja íbúðarhúsnæði til leigu eða með búseturétti fyrir félagsmenn VR án tillits til aldurs eða tekna. Ekki er um félagslegt húsnæði að ræða í hefðbundnum skilningi þess orðs, heldur áhugaverðan kost til hliðar við séreignarkerfið fyrir þá VR-félaga sem ekki geta eða vilja binda fjármagn í eigin húsnæði. VR á umtalsvert fé í sjóðum sem nú eru ávaxtaðir í verðbréfum ýmiss konar. Er ekki tilvalið að nýta fjármuni VR til jákvæðrar uppbyggingar í félagsstarfinu og til hagsbóta fyrir félagsmenn VR? Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og á fasteignamarkaði tel ég að þetta sé einstakt tækifæri fyrir öflugt félag eins og VR. Með fjárfestingu á þessum tímapunkti í fasteignum, sem einnig nýtast félagsmönnum, eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Þetta er eitt það jákvæðasta sem frá VR hefur komið undanfarin misseri. Þakka ber öllum stjórnarmönnum VR sem samþykktu þessa tillögu. Það sýnir að þrátt fyrir þrálátar deilur innan stjórnar geta menn lyft sér yfir ágreining og þras og sameinast um jákvæða stefnu og markmið til framtíðar. Mikil kjaraskerðing í formi kaupmáttarrýrnunar hefur átt sér stað allt frá hruni bankanna. Það á að vera hlutverk forustu VR að endurheimta þennan kaupmátt með öllum tiltækum ráðum. Það er ljóst að VR félagar leggja mikla áherslu á kaupmáttaraukningu samkvæmt kjaraþingi sem haldið var síðastliðið haust og var fylgt eftir með skoðanakönnun meðal félagsmanna. Þessa kaupmáttaraukningu þurfum við að sækja í kjarasamningum með réttmætum kröfum á samtök atvinnurekanda. Öll viljum við ná hinum glataða kaupmætti til baka sem allra fyrst en verðum að huga að því að kollvarpa ekki almennum stöðugleika með hættu á auknu atvinnuleysi og verðbólgu. En það þýðir ekki að við eigum að beygja okkur í duftið heldur sækja okkar rétt af festu. Ég hef setið sem varamaður í stjórn VR frá síðustu kosningum og er formaður þeirrar nefndar sem á að annast undirbúning að stofnun íbúðarhúsnæðisfélags VR. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að leiða það verkefni til lykta. Jákvæðar og uppbyggilegar fréttir af VR er það sem við þurfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íbúðarhúsnæði er ein af grunnþörfum fólks. Hvar á að búa? Er rétt að kaupa eða leigja húsnæði fyrir fjölskylduna. Hér á landi hafa valskostirnir verið fáir. Til að skapa fjölskyldunni öruggt skjól hefur helsti valkosturinn verið að kaupa íbúð enda húsaleigumarkaðurinn á Íslandi frumstæður ef við berum okkur saman við mörg Evrópulönd eins og Þýskaland, Frakkland og Norðurlöndin. Nú hillir undir að breyting verði á þessu .VR hefur verið leiðandi stéttarfélag í 120 ár og ég tel að svo eigi að vera áfram. Með hugmyndaauðgi og áræðni þeirra sem veljast í forustusveit VR getum við haldið áfram á þeirri braut. Með sögu félagsins að leiðarljósi lagði ég fram tillögu um stofnun húsnæðisfélags VR á stjórnarfundi í janúar. Tillagan var samþykkt einróma í stjórn VR og þykir það nokkurum tíðindum sæta þar á bæ þessi síðustu misserin. Markmið húsnæðisfélagsins á að vera að kaupa eða byggja íbúðarhúsnæði til leigu eða með búseturétti fyrir félagsmenn VR án tillits til aldurs eða tekna. Ekki er um félagslegt húsnæði að ræða í hefðbundnum skilningi þess orðs, heldur áhugaverðan kost til hliðar við séreignarkerfið fyrir þá VR-félaga sem ekki geta eða vilja binda fjármagn í eigin húsnæði. VR á umtalsvert fé í sjóðum sem nú eru ávaxtaðir í verðbréfum ýmiss konar. Er ekki tilvalið að nýta fjármuni VR til jákvæðrar uppbyggingar í félagsstarfinu og til hagsbóta fyrir félagsmenn VR? Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og á fasteignamarkaði tel ég að þetta sé einstakt tækifæri fyrir öflugt félag eins og VR. Með fjárfestingu á þessum tímapunkti í fasteignum, sem einnig nýtast félagsmönnum, eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Þetta er eitt það jákvæðasta sem frá VR hefur komið undanfarin misseri. Þakka ber öllum stjórnarmönnum VR sem samþykktu þessa tillögu. Það sýnir að þrátt fyrir þrálátar deilur innan stjórnar geta menn lyft sér yfir ágreining og þras og sameinast um jákvæða stefnu og markmið til framtíðar. Mikil kjaraskerðing í formi kaupmáttarrýrnunar hefur átt sér stað allt frá hruni bankanna. Það á að vera hlutverk forustu VR að endurheimta þennan kaupmátt með öllum tiltækum ráðum. Það er ljóst að VR félagar leggja mikla áherslu á kaupmáttaraukningu samkvæmt kjaraþingi sem haldið var síðastliðið haust og var fylgt eftir með skoðanakönnun meðal félagsmanna. Þessa kaupmáttaraukningu þurfum við að sækja í kjarasamningum með réttmætum kröfum á samtök atvinnurekanda. Öll viljum við ná hinum glataða kaupmætti til baka sem allra fyrst en verðum að huga að því að kollvarpa ekki almennum stöðugleika með hættu á auknu atvinnuleysi og verðbólgu. En það þýðir ekki að við eigum að beygja okkur í duftið heldur sækja okkar rétt af festu. Ég hef setið sem varamaður í stjórn VR frá síðustu kosningum og er formaður þeirrar nefndar sem á að annast undirbúning að stofnun íbúðarhúsnæðisfélags VR. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að leiða það verkefni til lykta. Jákvæðar og uppbyggilegar fréttir af VR er það sem við þurfum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar