Af sýklum og starfsfólki öldrunarheimila Pétur Magnússon skrifar 10. mars 2011 09:18 Aðgát skal höfð í nærveru sálar," sagði einn íbúa Hrafnistu við mig á dögunum. Orðin féllu í kjölfar ómaklegra fullyrðinga formanns Sjúkraliðafélags Íslands í viðtali við Fréttablaðið 1. mars. Þar sparaði formaðurinn ekki stóru orðin um starfsemi öldrunarheimila á Íslandi. Í viðtalinu setur leiðtogi sjúkraliða fram fullyrðingar sem eru ýmist ónákvæmar, ómaklegar, órökstuddar eða með öllu rangar. Ekki er það ætlun mín að fara í rökræður við formann sjúkraliða á síðum fjölmiðla enda hef ég boðið honum til fundar þar sem hann getur lagt fram rökstuddar ábendingar, telji hann eitthvað geta farið betur í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Ég tel samt nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem koma fram í viðtalinu en önnur ummæli formannsins dæma sig sjálf."Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi" segir formaðurinn og bætir síðar við: "Bráðsmitandi Noro-veira er orðin krónískt vandamál á öldrunarstofnunum en er nú líka komin út í þjóðfélagið því ekki hefur verið passað upp á grunnreglur hreinlætis." Á Hrafnistuheimilunum starfar verkefnastjóri í sýkingavörnum samkvæmt afar nákvæmum starfsreglum meðal annars þegar grunur er um sýkingahættu. Okkar markvissu vinnuferlum hefur verið hrósað af fulltrúum Landlæknisembættisins. Noro-veiran er að sönnu bráðsmitandi, en að hún sé krónískt vandamál á öldrunarheimilum er ekki rétt. Hrafnista í Reykjavík er stærsta öldrunarheimili landsins. Þaðan eru árlega send á annað hundrað sýni til greiningar, meðal annars til að greina Noro-veiruna. Árið 2006 greindust fjögur Noro-sýni jákvæð, engin 2007, 2008 og 2009, en fjögur jákvæð 2010. Ég hef rætt við fulltrúa annarra hjúkrunarheimila og þar kannast fólk ekki heldur við að Noro-sýkingar séu krónískt vandamál. Þessi fullyrðing formannsins á því ekki við rök að styðjast. Orðrétt segir formaðurinn: "Á Hrafnistu í Hafnarfirði eru tveir starfsmenn og hlaupastelpur á vakt á vistunardeild um helgar til að hlaupa á milli þriggja hæða og sinna 140 manns, þar af 70 í hjúkrunarrýmum." Flestir heimilismenn á þeirri deild sem formaðurinn víkur að búa í dvalarrýmum, sem þarfnast færra starfsfólks en almennar hjúkrunardeildir. Á umræddri deild eru að jafnaði átta starfsmenn á vakt um helgar, þar á meðal hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Í húsinu er einnig vaktmaður auk starfsfólks á öðrum deildum. Starfsheitið "hlaupa-stelpa" er ekki til á Hrafnistuheimilunum og mörg ár eru síðan hætt var að tiltaka kyn fólks í starfsheitum enda starfa bæði karlar og konur við umönnunarstörf. Orðalag formanns Sjúkraliðafélagsins lýsir hins vegar lítilsvirðingu í garð ákveðinna starfstétta, en á Hrafnistuheimilunum starfa um 780 manns í rúmlega 30 starfsgreinum."Þannig eru vaktir mannaðar að mestu ófaglærðu starfsfólki á fínustu hjúkrunarheimilum landsins, ótalandi á íslensku og með engar forsendur fyrir hreinlæti til að sinna sjúku fólki en ber sýkla á milli með löngum nöglum, skartgripum og hári langt niður fyrir augu..." Þessi fullyrðing er formanni sjúkraliða ekki til sóma. Reglur um notkun skartgripa er að finna á öllum heilbrigðisstofnunum og leiðbeiningar þess efnis frá Landlæknisembættinu. Á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi starfa alls tæplega áttatíu manns og er meira en helmingur þeirra sérstaklega fagmenntaður á sínu sviði. Flestir hinna hafa farið á fagnámskeið stéttarfélaga sinna auk þeirrar þjálfunar sem allir starfsmenn Hrafnistu hljóta. Ég fullyrði að allir starfsmenn sem sinna umönnun á Hrafnistu í Kópavogi tala mjög fína íslensku, bæði þeir 20 sjúkraliðar sem þar starfa sem og aðrir faglærðir sem ófaglærðir. Enda er það skilyrði á Hrafnistu að þeir sem sinna umönnunarstörfum tali og skilji tungumálið. Það væri óskandi að formaður Sjúkraliðafélags Íslands gæfi sér tíma til að kynna sér starfsemi öldrunarheimila betur en raun ber vitni áður en slíkar ásakanir eru settar fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Aðgát skal höfð í nærveru sálar," sagði einn íbúa Hrafnistu við mig á dögunum. Orðin féllu í kjölfar ómaklegra fullyrðinga formanns Sjúkraliðafélags Íslands í viðtali við Fréttablaðið 1. mars. Þar sparaði formaðurinn ekki stóru orðin um starfsemi öldrunarheimila á Íslandi. Í viðtalinu setur leiðtogi sjúkraliða fram fullyrðingar sem eru ýmist ónákvæmar, ómaklegar, órökstuddar eða með öllu rangar. Ekki er það ætlun mín að fara í rökræður við formann sjúkraliða á síðum fjölmiðla enda hef ég boðið honum til fundar þar sem hann getur lagt fram rökstuddar ábendingar, telji hann eitthvað geta farið betur í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Ég tel samt nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem koma fram í viðtalinu en önnur ummæli formannsins dæma sig sjálf."Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi" segir formaðurinn og bætir síðar við: "Bráðsmitandi Noro-veira er orðin krónískt vandamál á öldrunarstofnunum en er nú líka komin út í þjóðfélagið því ekki hefur verið passað upp á grunnreglur hreinlætis." Á Hrafnistuheimilunum starfar verkefnastjóri í sýkingavörnum samkvæmt afar nákvæmum starfsreglum meðal annars þegar grunur er um sýkingahættu. Okkar markvissu vinnuferlum hefur verið hrósað af fulltrúum Landlæknisembættisins. Noro-veiran er að sönnu bráðsmitandi, en að hún sé krónískt vandamál á öldrunarheimilum er ekki rétt. Hrafnista í Reykjavík er stærsta öldrunarheimili landsins. Þaðan eru árlega send á annað hundrað sýni til greiningar, meðal annars til að greina Noro-veiruna. Árið 2006 greindust fjögur Noro-sýni jákvæð, engin 2007, 2008 og 2009, en fjögur jákvæð 2010. Ég hef rætt við fulltrúa annarra hjúkrunarheimila og þar kannast fólk ekki heldur við að Noro-sýkingar séu krónískt vandamál. Þessi fullyrðing formannsins á því ekki við rök að styðjast. Orðrétt segir formaðurinn: "Á Hrafnistu í Hafnarfirði eru tveir starfsmenn og hlaupastelpur á vakt á vistunardeild um helgar til að hlaupa á milli þriggja hæða og sinna 140 manns, þar af 70 í hjúkrunarrýmum." Flestir heimilismenn á þeirri deild sem formaðurinn víkur að búa í dvalarrýmum, sem þarfnast færra starfsfólks en almennar hjúkrunardeildir. Á umræddri deild eru að jafnaði átta starfsmenn á vakt um helgar, þar á meðal hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Í húsinu er einnig vaktmaður auk starfsfólks á öðrum deildum. Starfsheitið "hlaupa-stelpa" er ekki til á Hrafnistuheimilunum og mörg ár eru síðan hætt var að tiltaka kyn fólks í starfsheitum enda starfa bæði karlar og konur við umönnunarstörf. Orðalag formanns Sjúkraliðafélagsins lýsir hins vegar lítilsvirðingu í garð ákveðinna starfstétta, en á Hrafnistuheimilunum starfa um 780 manns í rúmlega 30 starfsgreinum."Þannig eru vaktir mannaðar að mestu ófaglærðu starfsfólki á fínustu hjúkrunarheimilum landsins, ótalandi á íslensku og með engar forsendur fyrir hreinlæti til að sinna sjúku fólki en ber sýkla á milli með löngum nöglum, skartgripum og hári langt niður fyrir augu..." Þessi fullyrðing er formanni sjúkraliða ekki til sóma. Reglur um notkun skartgripa er að finna á öllum heilbrigðisstofnunum og leiðbeiningar þess efnis frá Landlæknisembættinu. Á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi starfa alls tæplega áttatíu manns og er meira en helmingur þeirra sérstaklega fagmenntaður á sínu sviði. Flestir hinna hafa farið á fagnámskeið stéttarfélaga sinna auk þeirrar þjálfunar sem allir starfsmenn Hrafnistu hljóta. Ég fullyrði að allir starfsmenn sem sinna umönnun á Hrafnistu í Kópavogi tala mjög fína íslensku, bæði þeir 20 sjúkraliðar sem þar starfa sem og aðrir faglærðir sem ófaglærðir. Enda er það skilyrði á Hrafnistu að þeir sem sinna umönnunarstörfum tali og skilji tungumálið. Það væri óskandi að formaður Sjúkraliðafélags Íslands gæfi sér tíma til að kynna sér starfsemi öldrunarheimila betur en raun ber vitni áður en slíkar ásakanir eru settar fram.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar