Af sýklum og starfsfólki öldrunarheimila Pétur Magnússon skrifar 10. mars 2011 09:18 Aðgát skal höfð í nærveru sálar," sagði einn íbúa Hrafnistu við mig á dögunum. Orðin féllu í kjölfar ómaklegra fullyrðinga formanns Sjúkraliðafélags Íslands í viðtali við Fréttablaðið 1. mars. Þar sparaði formaðurinn ekki stóru orðin um starfsemi öldrunarheimila á Íslandi. Í viðtalinu setur leiðtogi sjúkraliða fram fullyrðingar sem eru ýmist ónákvæmar, ómaklegar, órökstuddar eða með öllu rangar. Ekki er það ætlun mín að fara í rökræður við formann sjúkraliða á síðum fjölmiðla enda hef ég boðið honum til fundar þar sem hann getur lagt fram rökstuddar ábendingar, telji hann eitthvað geta farið betur í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Ég tel samt nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem koma fram í viðtalinu en önnur ummæli formannsins dæma sig sjálf."Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi" segir formaðurinn og bætir síðar við: "Bráðsmitandi Noro-veira er orðin krónískt vandamál á öldrunarstofnunum en er nú líka komin út í þjóðfélagið því ekki hefur verið passað upp á grunnreglur hreinlætis." Á Hrafnistuheimilunum starfar verkefnastjóri í sýkingavörnum samkvæmt afar nákvæmum starfsreglum meðal annars þegar grunur er um sýkingahættu. Okkar markvissu vinnuferlum hefur verið hrósað af fulltrúum Landlæknisembættisins. Noro-veiran er að sönnu bráðsmitandi, en að hún sé krónískt vandamál á öldrunarheimilum er ekki rétt. Hrafnista í Reykjavík er stærsta öldrunarheimili landsins. Þaðan eru árlega send á annað hundrað sýni til greiningar, meðal annars til að greina Noro-veiruna. Árið 2006 greindust fjögur Noro-sýni jákvæð, engin 2007, 2008 og 2009, en fjögur jákvæð 2010. Ég hef rætt við fulltrúa annarra hjúkrunarheimila og þar kannast fólk ekki heldur við að Noro-sýkingar séu krónískt vandamál. Þessi fullyrðing formannsins á því ekki við rök að styðjast. Orðrétt segir formaðurinn: "Á Hrafnistu í Hafnarfirði eru tveir starfsmenn og hlaupastelpur á vakt á vistunardeild um helgar til að hlaupa á milli þriggja hæða og sinna 140 manns, þar af 70 í hjúkrunarrýmum." Flestir heimilismenn á þeirri deild sem formaðurinn víkur að búa í dvalarrýmum, sem þarfnast færra starfsfólks en almennar hjúkrunardeildir. Á umræddri deild eru að jafnaði átta starfsmenn á vakt um helgar, þar á meðal hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Í húsinu er einnig vaktmaður auk starfsfólks á öðrum deildum. Starfsheitið "hlaupa-stelpa" er ekki til á Hrafnistuheimilunum og mörg ár eru síðan hætt var að tiltaka kyn fólks í starfsheitum enda starfa bæði karlar og konur við umönnunarstörf. Orðalag formanns Sjúkraliðafélagsins lýsir hins vegar lítilsvirðingu í garð ákveðinna starfstétta, en á Hrafnistuheimilunum starfa um 780 manns í rúmlega 30 starfsgreinum."Þannig eru vaktir mannaðar að mestu ófaglærðu starfsfólki á fínustu hjúkrunarheimilum landsins, ótalandi á íslensku og með engar forsendur fyrir hreinlæti til að sinna sjúku fólki en ber sýkla á milli með löngum nöglum, skartgripum og hári langt niður fyrir augu..." Þessi fullyrðing er formanni sjúkraliða ekki til sóma. Reglur um notkun skartgripa er að finna á öllum heilbrigðisstofnunum og leiðbeiningar þess efnis frá Landlæknisembættinu. Á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi starfa alls tæplega áttatíu manns og er meira en helmingur þeirra sérstaklega fagmenntaður á sínu sviði. Flestir hinna hafa farið á fagnámskeið stéttarfélaga sinna auk þeirrar þjálfunar sem allir starfsmenn Hrafnistu hljóta. Ég fullyrði að allir starfsmenn sem sinna umönnun á Hrafnistu í Kópavogi tala mjög fína íslensku, bæði þeir 20 sjúkraliðar sem þar starfa sem og aðrir faglærðir sem ófaglærðir. Enda er það skilyrði á Hrafnistu að þeir sem sinna umönnunarstörfum tali og skilji tungumálið. Það væri óskandi að formaður Sjúkraliðafélags Íslands gæfi sér tíma til að kynna sér starfsemi öldrunarheimila betur en raun ber vitni áður en slíkar ásakanir eru settar fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgát skal höfð í nærveru sálar," sagði einn íbúa Hrafnistu við mig á dögunum. Orðin féllu í kjölfar ómaklegra fullyrðinga formanns Sjúkraliðafélags Íslands í viðtali við Fréttablaðið 1. mars. Þar sparaði formaðurinn ekki stóru orðin um starfsemi öldrunarheimila á Íslandi. Í viðtalinu setur leiðtogi sjúkraliða fram fullyrðingar sem eru ýmist ónákvæmar, ómaklegar, órökstuddar eða með öllu rangar. Ekki er það ætlun mín að fara í rökræður við formann sjúkraliða á síðum fjölmiðla enda hef ég boðið honum til fundar þar sem hann getur lagt fram rökstuddar ábendingar, telji hann eitthvað geta farið betur í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Ég tel samt nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem koma fram í viðtalinu en önnur ummæli formannsins dæma sig sjálf."Slakar sýklavarnir eru á hjúkrunarheimilum á Íslandi" segir formaðurinn og bætir síðar við: "Bráðsmitandi Noro-veira er orðin krónískt vandamál á öldrunarstofnunum en er nú líka komin út í þjóðfélagið því ekki hefur verið passað upp á grunnreglur hreinlætis." Á Hrafnistuheimilunum starfar verkefnastjóri í sýkingavörnum samkvæmt afar nákvæmum starfsreglum meðal annars þegar grunur er um sýkingahættu. Okkar markvissu vinnuferlum hefur verið hrósað af fulltrúum Landlæknisembættisins. Noro-veiran er að sönnu bráðsmitandi, en að hún sé krónískt vandamál á öldrunarheimilum er ekki rétt. Hrafnista í Reykjavík er stærsta öldrunarheimili landsins. Þaðan eru árlega send á annað hundrað sýni til greiningar, meðal annars til að greina Noro-veiruna. Árið 2006 greindust fjögur Noro-sýni jákvæð, engin 2007, 2008 og 2009, en fjögur jákvæð 2010. Ég hef rætt við fulltrúa annarra hjúkrunarheimila og þar kannast fólk ekki heldur við að Noro-sýkingar séu krónískt vandamál. Þessi fullyrðing formannsins á því ekki við rök að styðjast. Orðrétt segir formaðurinn: "Á Hrafnistu í Hafnarfirði eru tveir starfsmenn og hlaupastelpur á vakt á vistunardeild um helgar til að hlaupa á milli þriggja hæða og sinna 140 manns, þar af 70 í hjúkrunarrýmum." Flestir heimilismenn á þeirri deild sem formaðurinn víkur að búa í dvalarrýmum, sem þarfnast færra starfsfólks en almennar hjúkrunardeildir. Á umræddri deild eru að jafnaði átta starfsmenn á vakt um helgar, þar á meðal hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Í húsinu er einnig vaktmaður auk starfsfólks á öðrum deildum. Starfsheitið "hlaupa-stelpa" er ekki til á Hrafnistuheimilunum og mörg ár eru síðan hætt var að tiltaka kyn fólks í starfsheitum enda starfa bæði karlar og konur við umönnunarstörf. Orðalag formanns Sjúkraliðafélagsins lýsir hins vegar lítilsvirðingu í garð ákveðinna starfstétta, en á Hrafnistuheimilunum starfa um 780 manns í rúmlega 30 starfsgreinum."Þannig eru vaktir mannaðar að mestu ófaglærðu starfsfólki á fínustu hjúkrunarheimilum landsins, ótalandi á íslensku og með engar forsendur fyrir hreinlæti til að sinna sjúku fólki en ber sýkla á milli með löngum nöglum, skartgripum og hári langt niður fyrir augu..." Þessi fullyrðing er formanni sjúkraliða ekki til sóma. Reglur um notkun skartgripa er að finna á öllum heilbrigðisstofnunum og leiðbeiningar þess efnis frá Landlæknisembættinu. Á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi starfa alls tæplega áttatíu manns og er meira en helmingur þeirra sérstaklega fagmenntaður á sínu sviði. Flestir hinna hafa farið á fagnámskeið stéttarfélaga sinna auk þeirrar þjálfunar sem allir starfsmenn Hrafnistu hljóta. Ég fullyrði að allir starfsmenn sem sinna umönnun á Hrafnistu í Kópavogi tala mjög fína íslensku, bæði þeir 20 sjúkraliðar sem þar starfa sem og aðrir faglærðir sem ófaglærðir. Enda er það skilyrði á Hrafnistu að þeir sem sinna umönnunarstörfum tali og skilji tungumálið. Það væri óskandi að formaður Sjúkraliðafélags Íslands gæfi sér tíma til að kynna sér starfsemi öldrunarheimila betur en raun ber vitni áður en slíkar ásakanir eru settar fram.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun