Hvenær er komið nóg? Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 11. mars 2011 05:45 Nú hefur útsvar í Reykjavík verið hækkað eina ferðina enn. Aðeins eru nokkrar vikur síðan sama útsvar var hækkað með samþykkt fjárhagságsáætlunar, þar sem aðrir skattar og öll gjöld voru einnig hækkuð. Þessar aðgerðir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar bætast ofan á þá staðreynd að ríkisstjórnin hefur hækkað alla skatta sem hægt er að hækka og bætt við nýjum. Fáir hafa fulla yfirsýn yfir allar þessar hækkanir en við finnum fyrir þeim af miklum þunga á hverjum degi, á launaseðlinum, við matarinnkaup, bensínkaup og víða annars staðar. Rökin fyrir þessum hækkunum virðast alltaf þau sömu. Kerfið þarf meira, þjónustan er kostnaðarsöm og þegar fjármagnið er sótt í vasa fólks smátt og smátt er upphæðin sem hver og einn ber ekki svo há að um hana muni verulega. Þessi rök eru auðvitað hvorki alröng né alslæm en þegar þeim er beitt er litið framhjá afar veigamiklum staðreyndum sem vekja upp spurninguna um hvenær sé komið nóg? Þannig líta þeir sem stöðugt leita lausna í skattahækkunum framhjá því að nú þegar eru innheimtir háir skattar og sérhver viðbót, þótt ein og sér sé ekki mikil, er einfaldlega meiri en fólk ræður við í dag. Í stað þess að viðhalda umfangsmiklu kerfi eða stækka það enn frekar er verkefnið nú að finna leiðir til að veita góða þjónustu án fjárfrekrar yfirbyggingar. Og það sem mestu skiptir fyrir samfélag í heild, þá er það þekkt að of umfangsmikil skattheimta nær sjaldnast þeim markmiðum sem að er stefnt. Ósanngjarnar skattahækkanir munu því ekki koma okkur út úr kreppunni, heldur lengja hana með því að tefja nauðsynlegan vöxt. Þessar staðreyndir þekkja flestar þjóðir og flestar borgir sem margar hafa varað Reykjavík við að fara þá leið. Á árunum 2008–2010 var í Reykjavík ákveðið að fylgja þeirri ráðgjöf og í samstarfi allra borgarfulltrúa, starfsmanna og íbúa var ráðist í umfangsmikla hagræðingu, án skattahækkana. Nú er hins vegar kominn til valda í borginni meirihluti sem telur sig vita betur en allir þessir aðilar og velur að fara árangurslitla leið ríkisstjórnarinnar. Það er vond þróun fyrir borgarbúa, höfuðborgina sjálfa og þjóðina alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur útsvar í Reykjavík verið hækkað eina ferðina enn. Aðeins eru nokkrar vikur síðan sama útsvar var hækkað með samþykkt fjárhagságsáætlunar, þar sem aðrir skattar og öll gjöld voru einnig hækkuð. Þessar aðgerðir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar bætast ofan á þá staðreynd að ríkisstjórnin hefur hækkað alla skatta sem hægt er að hækka og bætt við nýjum. Fáir hafa fulla yfirsýn yfir allar þessar hækkanir en við finnum fyrir þeim af miklum þunga á hverjum degi, á launaseðlinum, við matarinnkaup, bensínkaup og víða annars staðar. Rökin fyrir þessum hækkunum virðast alltaf þau sömu. Kerfið þarf meira, þjónustan er kostnaðarsöm og þegar fjármagnið er sótt í vasa fólks smátt og smátt er upphæðin sem hver og einn ber ekki svo há að um hana muni verulega. Þessi rök eru auðvitað hvorki alröng né alslæm en þegar þeim er beitt er litið framhjá afar veigamiklum staðreyndum sem vekja upp spurninguna um hvenær sé komið nóg? Þannig líta þeir sem stöðugt leita lausna í skattahækkunum framhjá því að nú þegar eru innheimtir háir skattar og sérhver viðbót, þótt ein og sér sé ekki mikil, er einfaldlega meiri en fólk ræður við í dag. Í stað þess að viðhalda umfangsmiklu kerfi eða stækka það enn frekar er verkefnið nú að finna leiðir til að veita góða þjónustu án fjárfrekrar yfirbyggingar. Og það sem mestu skiptir fyrir samfélag í heild, þá er það þekkt að of umfangsmikil skattheimta nær sjaldnast þeim markmiðum sem að er stefnt. Ósanngjarnar skattahækkanir munu því ekki koma okkur út úr kreppunni, heldur lengja hana með því að tefja nauðsynlegan vöxt. Þessar staðreyndir þekkja flestar þjóðir og flestar borgir sem margar hafa varað Reykjavík við að fara þá leið. Á árunum 2008–2010 var í Reykjavík ákveðið að fylgja þeirri ráðgjöf og í samstarfi allra borgarfulltrúa, starfsmanna og íbúa var ráðist í umfangsmikla hagræðingu, án skattahækkana. Nú er hins vegar kominn til valda í borginni meirihluti sem telur sig vita betur en allir þessir aðilar og velur að fara árangurslitla leið ríkisstjórnarinnar. Það er vond þróun fyrir borgarbúa, höfuðborgina sjálfa og þjóðina alla.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun