Hvenær er komið nóg? Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 11. mars 2011 05:45 Nú hefur útsvar í Reykjavík verið hækkað eina ferðina enn. Aðeins eru nokkrar vikur síðan sama útsvar var hækkað með samþykkt fjárhagságsáætlunar, þar sem aðrir skattar og öll gjöld voru einnig hækkuð. Þessar aðgerðir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar bætast ofan á þá staðreynd að ríkisstjórnin hefur hækkað alla skatta sem hægt er að hækka og bætt við nýjum. Fáir hafa fulla yfirsýn yfir allar þessar hækkanir en við finnum fyrir þeim af miklum þunga á hverjum degi, á launaseðlinum, við matarinnkaup, bensínkaup og víða annars staðar. Rökin fyrir þessum hækkunum virðast alltaf þau sömu. Kerfið þarf meira, þjónustan er kostnaðarsöm og þegar fjármagnið er sótt í vasa fólks smátt og smátt er upphæðin sem hver og einn ber ekki svo há að um hana muni verulega. Þessi rök eru auðvitað hvorki alröng né alslæm en þegar þeim er beitt er litið framhjá afar veigamiklum staðreyndum sem vekja upp spurninguna um hvenær sé komið nóg? Þannig líta þeir sem stöðugt leita lausna í skattahækkunum framhjá því að nú þegar eru innheimtir háir skattar og sérhver viðbót, þótt ein og sér sé ekki mikil, er einfaldlega meiri en fólk ræður við í dag. Í stað þess að viðhalda umfangsmiklu kerfi eða stækka það enn frekar er verkefnið nú að finna leiðir til að veita góða þjónustu án fjárfrekrar yfirbyggingar. Og það sem mestu skiptir fyrir samfélag í heild, þá er það þekkt að of umfangsmikil skattheimta nær sjaldnast þeim markmiðum sem að er stefnt. Ósanngjarnar skattahækkanir munu því ekki koma okkur út úr kreppunni, heldur lengja hana með því að tefja nauðsynlegan vöxt. Þessar staðreyndir þekkja flestar þjóðir og flestar borgir sem margar hafa varað Reykjavík við að fara þá leið. Á árunum 2008–2010 var í Reykjavík ákveðið að fylgja þeirri ráðgjöf og í samstarfi allra borgarfulltrúa, starfsmanna og íbúa var ráðist í umfangsmikla hagræðingu, án skattahækkana. Nú er hins vegar kominn til valda í borginni meirihluti sem telur sig vita betur en allir þessir aðilar og velur að fara árangurslitla leið ríkisstjórnarinnar. Það er vond þróun fyrir borgarbúa, höfuðborgina sjálfa og þjóðina alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur útsvar í Reykjavík verið hækkað eina ferðina enn. Aðeins eru nokkrar vikur síðan sama útsvar var hækkað með samþykkt fjárhagságsáætlunar, þar sem aðrir skattar og öll gjöld voru einnig hækkuð. Þessar aðgerðir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar bætast ofan á þá staðreynd að ríkisstjórnin hefur hækkað alla skatta sem hægt er að hækka og bætt við nýjum. Fáir hafa fulla yfirsýn yfir allar þessar hækkanir en við finnum fyrir þeim af miklum þunga á hverjum degi, á launaseðlinum, við matarinnkaup, bensínkaup og víða annars staðar. Rökin fyrir þessum hækkunum virðast alltaf þau sömu. Kerfið þarf meira, þjónustan er kostnaðarsöm og þegar fjármagnið er sótt í vasa fólks smátt og smátt er upphæðin sem hver og einn ber ekki svo há að um hana muni verulega. Þessi rök eru auðvitað hvorki alröng né alslæm en þegar þeim er beitt er litið framhjá afar veigamiklum staðreyndum sem vekja upp spurninguna um hvenær sé komið nóg? Þannig líta þeir sem stöðugt leita lausna í skattahækkunum framhjá því að nú þegar eru innheimtir háir skattar og sérhver viðbót, þótt ein og sér sé ekki mikil, er einfaldlega meiri en fólk ræður við í dag. Í stað þess að viðhalda umfangsmiklu kerfi eða stækka það enn frekar er verkefnið nú að finna leiðir til að veita góða þjónustu án fjárfrekrar yfirbyggingar. Og það sem mestu skiptir fyrir samfélag í heild, þá er það þekkt að of umfangsmikil skattheimta nær sjaldnast þeim markmiðum sem að er stefnt. Ósanngjarnar skattahækkanir munu því ekki koma okkur út úr kreppunni, heldur lengja hana með því að tefja nauðsynlegan vöxt. Þessar staðreyndir þekkja flestar þjóðir og flestar borgir sem margar hafa varað Reykjavík við að fara þá leið. Á árunum 2008–2010 var í Reykjavík ákveðið að fylgja þeirri ráðgjöf og í samstarfi allra borgarfulltrúa, starfsmanna og íbúa var ráðist í umfangsmikla hagræðingu, án skattahækkana. Nú er hins vegar kominn til valda í borginni meirihluti sem telur sig vita betur en allir þessir aðilar og velur að fara árangurslitla leið ríkisstjórnarinnar. Það er vond þróun fyrir borgarbúa, höfuðborgina sjálfa og þjóðina alla.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar