Viðskipti erlent

Jarðskjálftinn í Japan lækkar olíuverðið

Jarðskjálftinn í Japan hefur leitt til þess að fleiri olíuhreinsistöðvar í landinu hafa lokað. Þetta hefur svo aftur haft þau áhrif að heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert í dag.

Samkvæmt frétt á brösen.dk hefur tunnan af Brent-olíu lækkað um 2,3% eða tæpa 3 dollara. Brent olían er því komin undir 113 dollara á tunnuna.

Það hefur einnig haft áhrif á olíuverðið að nýjustu hagtölur frá Bandaríkjunum sýna að efnahagsbati landsins er ekki eins mikill og áður var talið.

Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni eru olíugreinendur mjög ósammála um hver verður þróunin á olíuverðinu í komandi viku. Um 42% þeirra telja að verðið muni hækka, sama hlutfall telur að verðið muni lækka og 14% telja að verðið haldist óbreytt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×