Urriðafossvirkjun Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 14. mars 2011 11:36 Það þurfa að liggja gífurlega sterk efnahagsleg rök fyrir því að eyðileggja íslenska náttúru með gröfum, jarðýtum og sprengjum. Þessu hljóta allir Íslendingar að vera sammála. Að eyðileggja ósnortna náttúru er óafturkræf framkvæmd sem mun vara um langa framtíð eða þar til náttúran tekur sjálf í taumana með eldgosi, jarðskjálfta eða öðrum náttúruhamförum. Með eyðileggingunni rænum við komandi kynslóðir gleðinni við að upplifa, sjá og hrífast. Jafnframt rýrum við tækifæri þeirra til að lifa góðu lífi og nýta landsins gæði sér til lífsviðurværis.Umdeildar framkvæmdir Þegar ráðast á í umdeildar framkvæmdir sem hafa mikla eyðileggingu á ósnortinni náttúru í för með sér þurfa að liggja fyrir því góð rök. Fyrirtækjum sem ætla ráðast í slíkar framkvæmdir er gert að skila inn skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. Skýrslurnar fara í opið kynningarferli og eru aðgengilegar öllum. Þetta eru oft miklar, dýrar og ítarlegar skýrslur um fyrirhugaða eyðileggingu á náttúrunni sem liggur þó oftast ljós fyrir. Efnahagsleg áhrif Það væri sanngjarnt og eðlilegt að fyrir lægju sambærileg gögn um efnahagsleg áhrif framkvæmdar fyrir þjóðina áður en endanleg ákvörðun um framkvæmd er tekin. Skýrsla sem væri aðgengileg öllum og færi í opið kynningarferli. Það er alger forsenda fyrir því að sátt náist um nýtingu auðlindanna. Efnahagslegu áhrifin fyrir þjóðina í heild þurfa að vera alveg augljós og liggja á borðinu. Í dag eru engin slík gögn lögð fram. Þvert á móti eru efnahagsáhrifin einkamál fyrirtækjka með hámarksgróða einan að leiðarljósi og oftast eru þau leyndarmál. Hagnaðurinn, ef einhver er, er oftast til skamms tíma og fer í að greiða hærri laun til stjórnendanna. Þjóðin hagnast lítið sbr. Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði.Sjálfbær þróun Þessu þurfa stjórnvöld að breyta. Þegar stórar ákvarðanir um umdeildar framkvæmdir eru teknar þurfa að liggja fyrir sambærileg gögn um efnahagslegu áhrifin og lögð eru fram um umhverfisáhrifin. Það sama á reyndar líka við um félagslegu áhrifin. Síðan þarf að vega saman og meta þessa þrjá þætti. Og efnahagslegu áhrifin þurfa augljóslega að réttlæta náttúrufórnirnar og koma samfélaginu öllu til góða. Ákvarðanir sem teknar eru einungis á efnahagslegum forsendum fyrirtækja eru vondar fyrir þjóðina hvort sem litið er til lengri eða skemmri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það þurfa að liggja gífurlega sterk efnahagsleg rök fyrir því að eyðileggja íslenska náttúru með gröfum, jarðýtum og sprengjum. Þessu hljóta allir Íslendingar að vera sammála. Að eyðileggja ósnortna náttúru er óafturkræf framkvæmd sem mun vara um langa framtíð eða þar til náttúran tekur sjálf í taumana með eldgosi, jarðskjálfta eða öðrum náttúruhamförum. Með eyðileggingunni rænum við komandi kynslóðir gleðinni við að upplifa, sjá og hrífast. Jafnframt rýrum við tækifæri þeirra til að lifa góðu lífi og nýta landsins gæði sér til lífsviðurværis.Umdeildar framkvæmdir Þegar ráðast á í umdeildar framkvæmdir sem hafa mikla eyðileggingu á ósnortinni náttúru í för með sér þurfa að liggja fyrir því góð rök. Fyrirtækjum sem ætla ráðast í slíkar framkvæmdir er gert að skila inn skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. Skýrslurnar fara í opið kynningarferli og eru aðgengilegar öllum. Þetta eru oft miklar, dýrar og ítarlegar skýrslur um fyrirhugaða eyðileggingu á náttúrunni sem liggur þó oftast ljós fyrir. Efnahagsleg áhrif Það væri sanngjarnt og eðlilegt að fyrir lægju sambærileg gögn um efnahagsleg áhrif framkvæmdar fyrir þjóðina áður en endanleg ákvörðun um framkvæmd er tekin. Skýrsla sem væri aðgengileg öllum og færi í opið kynningarferli. Það er alger forsenda fyrir því að sátt náist um nýtingu auðlindanna. Efnahagslegu áhrifin fyrir þjóðina í heild þurfa að vera alveg augljós og liggja á borðinu. Í dag eru engin slík gögn lögð fram. Þvert á móti eru efnahagsáhrifin einkamál fyrirtækjka með hámarksgróða einan að leiðarljósi og oftast eru þau leyndarmál. Hagnaðurinn, ef einhver er, er oftast til skamms tíma og fer í að greiða hærri laun til stjórnendanna. Þjóðin hagnast lítið sbr. Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði.Sjálfbær þróun Þessu þurfa stjórnvöld að breyta. Þegar stórar ákvarðanir um umdeildar framkvæmdir eru teknar þurfa að liggja fyrir sambærileg gögn um efnahagslegu áhrifin og lögð eru fram um umhverfisáhrifin. Það sama á reyndar líka við um félagslegu áhrifin. Síðan þarf að vega saman og meta þessa þrjá þætti. Og efnahagslegu áhrifin þurfa augljóslega að réttlæta náttúrufórnirnar og koma samfélaginu öllu til góða. Ákvarðanir sem teknar eru einungis á efnahagslegum forsendum fyrirtækja eru vondar fyrir þjóðina hvort sem litið er til lengri eða skemmri tíma.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar