Urriðafossvirkjun Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 14. mars 2011 11:36 Það þurfa að liggja gífurlega sterk efnahagsleg rök fyrir því að eyðileggja íslenska náttúru með gröfum, jarðýtum og sprengjum. Þessu hljóta allir Íslendingar að vera sammála. Að eyðileggja ósnortna náttúru er óafturkræf framkvæmd sem mun vara um langa framtíð eða þar til náttúran tekur sjálf í taumana með eldgosi, jarðskjálfta eða öðrum náttúruhamförum. Með eyðileggingunni rænum við komandi kynslóðir gleðinni við að upplifa, sjá og hrífast. Jafnframt rýrum við tækifæri þeirra til að lifa góðu lífi og nýta landsins gæði sér til lífsviðurværis.Umdeildar framkvæmdir Þegar ráðast á í umdeildar framkvæmdir sem hafa mikla eyðileggingu á ósnortinni náttúru í för með sér þurfa að liggja fyrir því góð rök. Fyrirtækjum sem ætla ráðast í slíkar framkvæmdir er gert að skila inn skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. Skýrslurnar fara í opið kynningarferli og eru aðgengilegar öllum. Þetta eru oft miklar, dýrar og ítarlegar skýrslur um fyrirhugaða eyðileggingu á náttúrunni sem liggur þó oftast ljós fyrir. Efnahagsleg áhrif Það væri sanngjarnt og eðlilegt að fyrir lægju sambærileg gögn um efnahagsleg áhrif framkvæmdar fyrir þjóðina áður en endanleg ákvörðun um framkvæmd er tekin. Skýrsla sem væri aðgengileg öllum og færi í opið kynningarferli. Það er alger forsenda fyrir því að sátt náist um nýtingu auðlindanna. Efnahagslegu áhrifin fyrir þjóðina í heild þurfa að vera alveg augljós og liggja á borðinu. Í dag eru engin slík gögn lögð fram. Þvert á móti eru efnahagsáhrifin einkamál fyrirtækjka með hámarksgróða einan að leiðarljósi og oftast eru þau leyndarmál. Hagnaðurinn, ef einhver er, er oftast til skamms tíma og fer í að greiða hærri laun til stjórnendanna. Þjóðin hagnast lítið sbr. Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði.Sjálfbær þróun Þessu þurfa stjórnvöld að breyta. Þegar stórar ákvarðanir um umdeildar framkvæmdir eru teknar þurfa að liggja fyrir sambærileg gögn um efnahagslegu áhrifin og lögð eru fram um umhverfisáhrifin. Það sama á reyndar líka við um félagslegu áhrifin. Síðan þarf að vega saman og meta þessa þrjá þætti. Og efnahagslegu áhrifin þurfa augljóslega að réttlæta náttúrufórnirnar og koma samfélaginu öllu til góða. Ákvarðanir sem teknar eru einungis á efnahagslegum forsendum fyrirtækja eru vondar fyrir þjóðina hvort sem litið er til lengri eða skemmri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það þurfa að liggja gífurlega sterk efnahagsleg rök fyrir því að eyðileggja íslenska náttúru með gröfum, jarðýtum og sprengjum. Þessu hljóta allir Íslendingar að vera sammála. Að eyðileggja ósnortna náttúru er óafturkræf framkvæmd sem mun vara um langa framtíð eða þar til náttúran tekur sjálf í taumana með eldgosi, jarðskjálfta eða öðrum náttúruhamförum. Með eyðileggingunni rænum við komandi kynslóðir gleðinni við að upplifa, sjá og hrífast. Jafnframt rýrum við tækifæri þeirra til að lifa góðu lífi og nýta landsins gæði sér til lífsviðurværis.Umdeildar framkvæmdir Þegar ráðast á í umdeildar framkvæmdir sem hafa mikla eyðileggingu á ósnortinni náttúru í för með sér þurfa að liggja fyrir því góð rök. Fyrirtækjum sem ætla ráðast í slíkar framkvæmdir er gert að skila inn skýrslu um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda. Skýrslurnar fara í opið kynningarferli og eru aðgengilegar öllum. Þetta eru oft miklar, dýrar og ítarlegar skýrslur um fyrirhugaða eyðileggingu á náttúrunni sem liggur þó oftast ljós fyrir. Efnahagsleg áhrif Það væri sanngjarnt og eðlilegt að fyrir lægju sambærileg gögn um efnahagsleg áhrif framkvæmdar fyrir þjóðina áður en endanleg ákvörðun um framkvæmd er tekin. Skýrsla sem væri aðgengileg öllum og færi í opið kynningarferli. Það er alger forsenda fyrir því að sátt náist um nýtingu auðlindanna. Efnahagslegu áhrifin fyrir þjóðina í heild þurfa að vera alveg augljós og liggja á borðinu. Í dag eru engin slík gögn lögð fram. Þvert á móti eru efnahagsáhrifin einkamál fyrirtækjka með hámarksgróða einan að leiðarljósi og oftast eru þau leyndarmál. Hagnaðurinn, ef einhver er, er oftast til skamms tíma og fer í að greiða hærri laun til stjórnendanna. Þjóðin hagnast lítið sbr. Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði.Sjálfbær þróun Þessu þurfa stjórnvöld að breyta. Þegar stórar ákvarðanir um umdeildar framkvæmdir eru teknar þurfa að liggja fyrir sambærileg gögn um efnahagslegu áhrifin og lögð eru fram um umhverfisáhrifin. Það sama á reyndar líka við um félagslegu áhrifin. Síðan þarf að vega saman og meta þessa þrjá þætti. Og efnahagslegu áhrifin þurfa augljóslega að réttlæta náttúrufórnirnar og koma samfélaginu öllu til góða. Ákvarðanir sem teknar eru einungis á efnahagslegum forsendum fyrirtækja eru vondar fyrir þjóðina hvort sem litið er til lengri eða skemmri tíma.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun