Svandís, stjórnsýslan og Flóabardaginn síðari Friðrik Dagur Arnarson skrifar 16. mars 2011 15:02 Það er ekki alltaf auðvelt að meta hvernig fólk stendur sig í vinnunni. Það er nefnilega hægt að meta það út frá mörgum sjónarmiðum. Þessar vangaveltur koma upp vegna umræðunnar sem rekin hefur verið í fjölmiðlum og á Alþingi á undanförnum vikum um embættisfærslur Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Hún hefur nú setið í embætti í tæp 2 ár og því kominn nokkur tími til að meta störf hennar. Sem ráðherra hefur hún hlotið þakklæti og virðingu fjölmargra sem bera hag lands og náttúru fyrir brjósti og uppskorið upphlaup og rætni margra þeirra sem hingað til hafa komist upp með að gera það sem þeim sýnist í íslenskri náttúru og ætlast til að þeir fái að gera það áfram. Með Svandísi er í fyrsta skipti kominn ráðherra í umhverfisráðuneytið sem hefur haft tíma, vilja og getu til að berjast fyrir umhverfismálum á forsendum náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og varúðarreglunnar. Hún hefur leitað til sérfræðinga, samtaka og almennings til að fá víða sýn á viðfangsefnin. Hún hefur líka fundað með ýmsum hagsmunaaðilum. Þannig fær hún grundvöll til að taka hag þjóðar og náttúru fram yfir sérhagsmuni og skammtímagróða. Kolbrún Halldórsdóttir hefði vafalítið unnið mörg afrek hefði hún fengið tíma til og þó Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi haft öflugan vilja þá var hún eins og flestir fyrirrennarar hennar ekki með nægjanlegt pólitískt bakland í flokknum til að komast alla leið. Umhverfissjónarmið hafa ekki vegið þungt á undanförnum árum heldur hafa svokallaðar „framfarir" sem kokkaðar eru upp í orkufyrirtækjum og iðnaðarráðuneytinu ráðið för. Þó ýmislegt gott hafi náðst fram þá hefur hlutverk umhverfisráðherra ansi oft snúist helst um það að sjá til þess að spjöllin af bröltinu verði sem minnst. Yfirgangssjónarmiðin eru studd af Samtökum atvinnulífs og ýmsum verkalýðsforkólfum sem oft virðast ófær um annað en skammsýni. Aðalatriðið er að gera eitthvað í dag þó það kunni að skapa meiri vanda á morgun. Verkin tala. Það er sorglegt að sjá að þeir hafi ekki enn áttað sig á sannleikanum um hinn skammvinna vermi sem fæst með því að pissa í skóinn sinn. Afleiðingar þessarar stefnu sjást út um allt á Íslandi. Við köllum þær hrun og hugsunarhátturinn er kenndur við 2007. Við sitjum í óþarfa súpu og hljótum að gera sjálfsagðar kröfur um að menn hafi lært af allri vitleysunni. Þjóðin á rétt á að staldrað sé við, horft sé að leikreglum og ætlast til að eftir þeim sé farið. Því miður virðist ýmsum þeim sem bera ábyrgðina lítið hafa lærst og þeir lítið ætla að iðrast. Þó ekki sé um það deilt að Kárahnjúkaruglið hafi verið ein stærsta olíugusan á ógæfubálið er enn hrópað um fleiri álver og virkjanir í nafni skammtímavarma sem hægt er að ylja sér við með góðri hlandbunu. Þröngsýn hugsun kallar á fleiri virkjanir af því hugmyndasnauðir hrópendur halda að það sé ekki hægt að nýta auðlindir jarðhita og fallorku til neins annars en rafmagnsframleiðslu. Foringjar Sjálfstæðisflokksins iðrast aldrei og reyna áfram að að reka þjóðina eftir stóriðjuslóðinni til glötunar. Og þeir fá stuðning verkabræðra sinna í kreppuhraðlestinni frá skammsýnum kjördæmapoturum í Framsókn og víðar. Verkalýðsforkólfar krefjast þess að ólánsfleyið verði áfram í áætlunarsiglingum yfir til Kreppustranda og forystumenn samtaka atvinnulífs og iðnaðar eru eldrauðir í framan að blása í seglin svo hrunskútan slái ekki af. Við þessar aðstæður er ekki skrítið þó umhverfisráðherra sem kærir sig ekki um gömlu ósiðina fái yfir sig reiðigusur og óhróður. Afturhaldsöflin ráða fjölmiðlunum að mestu og nota þá óspart til að móta almenningsálitið. Ein nýjasta herferðin gagn ráðherra er í kringum hæstaréttardóm um aðalskipulag Flóahrepps. Staðlausar fullyrðingar eru hrópaðar um valdníðslu Svandísar og skaða sem hefur hlotist vegna þess að hún og lögfræðilegir ráðgjafar hennar töldu nauðsynlegt að eyða réttarfarslegri óvissu. Náttúra Íslands tapaði þessu máli í meðförum dómstóls sem hrunöfl og klíkukóngar hafa verið dugleg að planta mönnum sínum í, dómstól sem venjulegt fólk hefur neyðst til að setja spurningamerki við á síðustu vikum. Nú hefur óvissu verið eytt, fjársterkir aðilar mega borga fyrir það sem þeim sýnist til að fá samfélög til að samþykkja það sem þeir sækjast eftir. Lái hver sem vill þeim sem töldu að svona samskiptahættir væru hvorki siðlegir né löglegir. Kreppuhraðlestin hefur endurnýjað eldsneytið. Sú sem stóð í lappirnar er úthrópuð af stjórnendum hennar. Atlagan síðustu daga sýnir að þessi umhverfisráðherra virðir kröfur sem umhverfisvernd og hugsun 21. aldarinnar gera kröfur um. Það er í raun merkilegt að það skuli vera besti dómurinn um verk Svandísar Svavarsdóttur sem umhverfisráðherra hvað vinir ósiða, gamaldags yfirgangs og skammsýni telja sig þurfa að hamast gegn henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að meta hvernig fólk stendur sig í vinnunni. Það er nefnilega hægt að meta það út frá mörgum sjónarmiðum. Þessar vangaveltur koma upp vegna umræðunnar sem rekin hefur verið í fjölmiðlum og á Alþingi á undanförnum vikum um embættisfærslur Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Hún hefur nú setið í embætti í tæp 2 ár og því kominn nokkur tími til að meta störf hennar. Sem ráðherra hefur hún hlotið þakklæti og virðingu fjölmargra sem bera hag lands og náttúru fyrir brjósti og uppskorið upphlaup og rætni margra þeirra sem hingað til hafa komist upp með að gera það sem þeim sýnist í íslenskri náttúru og ætlast til að þeir fái að gera það áfram. Með Svandísi er í fyrsta skipti kominn ráðherra í umhverfisráðuneytið sem hefur haft tíma, vilja og getu til að berjast fyrir umhverfismálum á forsendum náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og varúðarreglunnar. Hún hefur leitað til sérfræðinga, samtaka og almennings til að fá víða sýn á viðfangsefnin. Hún hefur líka fundað með ýmsum hagsmunaaðilum. Þannig fær hún grundvöll til að taka hag þjóðar og náttúru fram yfir sérhagsmuni og skammtímagróða. Kolbrún Halldórsdóttir hefði vafalítið unnið mörg afrek hefði hún fengið tíma til og þó Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi haft öflugan vilja þá var hún eins og flestir fyrirrennarar hennar ekki með nægjanlegt pólitískt bakland í flokknum til að komast alla leið. Umhverfissjónarmið hafa ekki vegið þungt á undanförnum árum heldur hafa svokallaðar „framfarir" sem kokkaðar eru upp í orkufyrirtækjum og iðnaðarráðuneytinu ráðið för. Þó ýmislegt gott hafi náðst fram þá hefur hlutverk umhverfisráðherra ansi oft snúist helst um það að sjá til þess að spjöllin af bröltinu verði sem minnst. Yfirgangssjónarmiðin eru studd af Samtökum atvinnulífs og ýmsum verkalýðsforkólfum sem oft virðast ófær um annað en skammsýni. Aðalatriðið er að gera eitthvað í dag þó það kunni að skapa meiri vanda á morgun. Verkin tala. Það er sorglegt að sjá að þeir hafi ekki enn áttað sig á sannleikanum um hinn skammvinna vermi sem fæst með því að pissa í skóinn sinn. Afleiðingar þessarar stefnu sjást út um allt á Íslandi. Við köllum þær hrun og hugsunarhátturinn er kenndur við 2007. Við sitjum í óþarfa súpu og hljótum að gera sjálfsagðar kröfur um að menn hafi lært af allri vitleysunni. Þjóðin á rétt á að staldrað sé við, horft sé að leikreglum og ætlast til að eftir þeim sé farið. Því miður virðist ýmsum þeim sem bera ábyrgðina lítið hafa lærst og þeir lítið ætla að iðrast. Þó ekki sé um það deilt að Kárahnjúkaruglið hafi verið ein stærsta olíugusan á ógæfubálið er enn hrópað um fleiri álver og virkjanir í nafni skammtímavarma sem hægt er að ylja sér við með góðri hlandbunu. Þröngsýn hugsun kallar á fleiri virkjanir af því hugmyndasnauðir hrópendur halda að það sé ekki hægt að nýta auðlindir jarðhita og fallorku til neins annars en rafmagnsframleiðslu. Foringjar Sjálfstæðisflokksins iðrast aldrei og reyna áfram að að reka þjóðina eftir stóriðjuslóðinni til glötunar. Og þeir fá stuðning verkabræðra sinna í kreppuhraðlestinni frá skammsýnum kjördæmapoturum í Framsókn og víðar. Verkalýðsforkólfar krefjast þess að ólánsfleyið verði áfram í áætlunarsiglingum yfir til Kreppustranda og forystumenn samtaka atvinnulífs og iðnaðar eru eldrauðir í framan að blása í seglin svo hrunskútan slái ekki af. Við þessar aðstæður er ekki skrítið þó umhverfisráðherra sem kærir sig ekki um gömlu ósiðina fái yfir sig reiðigusur og óhróður. Afturhaldsöflin ráða fjölmiðlunum að mestu og nota þá óspart til að móta almenningsálitið. Ein nýjasta herferðin gagn ráðherra er í kringum hæstaréttardóm um aðalskipulag Flóahrepps. Staðlausar fullyrðingar eru hrópaðar um valdníðslu Svandísar og skaða sem hefur hlotist vegna þess að hún og lögfræðilegir ráðgjafar hennar töldu nauðsynlegt að eyða réttarfarslegri óvissu. Náttúra Íslands tapaði þessu máli í meðförum dómstóls sem hrunöfl og klíkukóngar hafa verið dugleg að planta mönnum sínum í, dómstól sem venjulegt fólk hefur neyðst til að setja spurningamerki við á síðustu vikum. Nú hefur óvissu verið eytt, fjársterkir aðilar mega borga fyrir það sem þeim sýnist til að fá samfélög til að samþykkja það sem þeir sækjast eftir. Lái hver sem vill þeim sem töldu að svona samskiptahættir væru hvorki siðlegir né löglegir. Kreppuhraðlestin hefur endurnýjað eldsneytið. Sú sem stóð í lappirnar er úthrópuð af stjórnendum hennar. Atlagan síðustu daga sýnir að þessi umhverfisráðherra virðir kröfur sem umhverfisvernd og hugsun 21. aldarinnar gera kröfur um. Það er í raun merkilegt að það skuli vera besti dómurinn um verk Svandísar Svavarsdóttur sem umhverfisráðherra hvað vinir ósiða, gamaldags yfirgangs og skammsýni telja sig þurfa að hamast gegn henni.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun