Svandís, stjórnsýslan og Flóabardaginn síðari Friðrik Dagur Arnarson skrifar 16. mars 2011 15:02 Það er ekki alltaf auðvelt að meta hvernig fólk stendur sig í vinnunni. Það er nefnilega hægt að meta það út frá mörgum sjónarmiðum. Þessar vangaveltur koma upp vegna umræðunnar sem rekin hefur verið í fjölmiðlum og á Alþingi á undanförnum vikum um embættisfærslur Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Hún hefur nú setið í embætti í tæp 2 ár og því kominn nokkur tími til að meta störf hennar. Sem ráðherra hefur hún hlotið þakklæti og virðingu fjölmargra sem bera hag lands og náttúru fyrir brjósti og uppskorið upphlaup og rætni margra þeirra sem hingað til hafa komist upp með að gera það sem þeim sýnist í íslenskri náttúru og ætlast til að þeir fái að gera það áfram. Með Svandísi er í fyrsta skipti kominn ráðherra í umhverfisráðuneytið sem hefur haft tíma, vilja og getu til að berjast fyrir umhverfismálum á forsendum náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og varúðarreglunnar. Hún hefur leitað til sérfræðinga, samtaka og almennings til að fá víða sýn á viðfangsefnin. Hún hefur líka fundað með ýmsum hagsmunaaðilum. Þannig fær hún grundvöll til að taka hag þjóðar og náttúru fram yfir sérhagsmuni og skammtímagróða. Kolbrún Halldórsdóttir hefði vafalítið unnið mörg afrek hefði hún fengið tíma til og þó Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi haft öflugan vilja þá var hún eins og flestir fyrirrennarar hennar ekki með nægjanlegt pólitískt bakland í flokknum til að komast alla leið. Umhverfissjónarmið hafa ekki vegið þungt á undanförnum árum heldur hafa svokallaðar „framfarir" sem kokkaðar eru upp í orkufyrirtækjum og iðnaðarráðuneytinu ráðið för. Þó ýmislegt gott hafi náðst fram þá hefur hlutverk umhverfisráðherra ansi oft snúist helst um það að sjá til þess að spjöllin af bröltinu verði sem minnst. Yfirgangssjónarmiðin eru studd af Samtökum atvinnulífs og ýmsum verkalýðsforkólfum sem oft virðast ófær um annað en skammsýni. Aðalatriðið er að gera eitthvað í dag þó það kunni að skapa meiri vanda á morgun. Verkin tala. Það er sorglegt að sjá að þeir hafi ekki enn áttað sig á sannleikanum um hinn skammvinna vermi sem fæst með því að pissa í skóinn sinn. Afleiðingar þessarar stefnu sjást út um allt á Íslandi. Við köllum þær hrun og hugsunarhátturinn er kenndur við 2007. Við sitjum í óþarfa súpu og hljótum að gera sjálfsagðar kröfur um að menn hafi lært af allri vitleysunni. Þjóðin á rétt á að staldrað sé við, horft sé að leikreglum og ætlast til að eftir þeim sé farið. Því miður virðist ýmsum þeim sem bera ábyrgðina lítið hafa lærst og þeir lítið ætla að iðrast. Þó ekki sé um það deilt að Kárahnjúkaruglið hafi verið ein stærsta olíugusan á ógæfubálið er enn hrópað um fleiri álver og virkjanir í nafni skammtímavarma sem hægt er að ylja sér við með góðri hlandbunu. Þröngsýn hugsun kallar á fleiri virkjanir af því hugmyndasnauðir hrópendur halda að það sé ekki hægt að nýta auðlindir jarðhita og fallorku til neins annars en rafmagnsframleiðslu. Foringjar Sjálfstæðisflokksins iðrast aldrei og reyna áfram að að reka þjóðina eftir stóriðjuslóðinni til glötunar. Og þeir fá stuðning verkabræðra sinna í kreppuhraðlestinni frá skammsýnum kjördæmapoturum í Framsókn og víðar. Verkalýðsforkólfar krefjast þess að ólánsfleyið verði áfram í áætlunarsiglingum yfir til Kreppustranda og forystumenn samtaka atvinnulífs og iðnaðar eru eldrauðir í framan að blása í seglin svo hrunskútan slái ekki af. Við þessar aðstæður er ekki skrítið þó umhverfisráðherra sem kærir sig ekki um gömlu ósiðina fái yfir sig reiðigusur og óhróður. Afturhaldsöflin ráða fjölmiðlunum að mestu og nota þá óspart til að móta almenningsálitið. Ein nýjasta herferðin gagn ráðherra er í kringum hæstaréttardóm um aðalskipulag Flóahrepps. Staðlausar fullyrðingar eru hrópaðar um valdníðslu Svandísar og skaða sem hefur hlotist vegna þess að hún og lögfræðilegir ráðgjafar hennar töldu nauðsynlegt að eyða réttarfarslegri óvissu. Náttúra Íslands tapaði þessu máli í meðförum dómstóls sem hrunöfl og klíkukóngar hafa verið dugleg að planta mönnum sínum í, dómstól sem venjulegt fólk hefur neyðst til að setja spurningamerki við á síðustu vikum. Nú hefur óvissu verið eytt, fjársterkir aðilar mega borga fyrir það sem þeim sýnist til að fá samfélög til að samþykkja það sem þeir sækjast eftir. Lái hver sem vill þeim sem töldu að svona samskiptahættir væru hvorki siðlegir né löglegir. Kreppuhraðlestin hefur endurnýjað eldsneytið. Sú sem stóð í lappirnar er úthrópuð af stjórnendum hennar. Atlagan síðustu daga sýnir að þessi umhverfisráðherra virðir kröfur sem umhverfisvernd og hugsun 21. aldarinnar gera kröfur um. Það er í raun merkilegt að það skuli vera besti dómurinn um verk Svandísar Svavarsdóttur sem umhverfisráðherra hvað vinir ósiða, gamaldags yfirgangs og skammsýni telja sig þurfa að hamast gegn henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf auðvelt að meta hvernig fólk stendur sig í vinnunni. Það er nefnilega hægt að meta það út frá mörgum sjónarmiðum. Þessar vangaveltur koma upp vegna umræðunnar sem rekin hefur verið í fjölmiðlum og á Alþingi á undanförnum vikum um embættisfærslur Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Hún hefur nú setið í embætti í tæp 2 ár og því kominn nokkur tími til að meta störf hennar. Sem ráðherra hefur hún hlotið þakklæti og virðingu fjölmargra sem bera hag lands og náttúru fyrir brjósti og uppskorið upphlaup og rætni margra þeirra sem hingað til hafa komist upp með að gera það sem þeim sýnist í íslenskri náttúru og ætlast til að þeir fái að gera það áfram. Með Svandísi er í fyrsta skipti kominn ráðherra í umhverfisráðuneytið sem hefur haft tíma, vilja og getu til að berjast fyrir umhverfismálum á forsendum náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og varúðarreglunnar. Hún hefur leitað til sérfræðinga, samtaka og almennings til að fá víða sýn á viðfangsefnin. Hún hefur líka fundað með ýmsum hagsmunaaðilum. Þannig fær hún grundvöll til að taka hag þjóðar og náttúru fram yfir sérhagsmuni og skammtímagróða. Kolbrún Halldórsdóttir hefði vafalítið unnið mörg afrek hefði hún fengið tíma til og þó Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi haft öflugan vilja þá var hún eins og flestir fyrirrennarar hennar ekki með nægjanlegt pólitískt bakland í flokknum til að komast alla leið. Umhverfissjónarmið hafa ekki vegið þungt á undanförnum árum heldur hafa svokallaðar „framfarir" sem kokkaðar eru upp í orkufyrirtækjum og iðnaðarráðuneytinu ráðið för. Þó ýmislegt gott hafi náðst fram þá hefur hlutverk umhverfisráðherra ansi oft snúist helst um það að sjá til þess að spjöllin af bröltinu verði sem minnst. Yfirgangssjónarmiðin eru studd af Samtökum atvinnulífs og ýmsum verkalýðsforkólfum sem oft virðast ófær um annað en skammsýni. Aðalatriðið er að gera eitthvað í dag þó það kunni að skapa meiri vanda á morgun. Verkin tala. Það er sorglegt að sjá að þeir hafi ekki enn áttað sig á sannleikanum um hinn skammvinna vermi sem fæst með því að pissa í skóinn sinn. Afleiðingar þessarar stefnu sjást út um allt á Íslandi. Við köllum þær hrun og hugsunarhátturinn er kenndur við 2007. Við sitjum í óþarfa súpu og hljótum að gera sjálfsagðar kröfur um að menn hafi lært af allri vitleysunni. Þjóðin á rétt á að staldrað sé við, horft sé að leikreglum og ætlast til að eftir þeim sé farið. Því miður virðist ýmsum þeim sem bera ábyrgðina lítið hafa lærst og þeir lítið ætla að iðrast. Þó ekki sé um það deilt að Kárahnjúkaruglið hafi verið ein stærsta olíugusan á ógæfubálið er enn hrópað um fleiri álver og virkjanir í nafni skammtímavarma sem hægt er að ylja sér við með góðri hlandbunu. Þröngsýn hugsun kallar á fleiri virkjanir af því hugmyndasnauðir hrópendur halda að það sé ekki hægt að nýta auðlindir jarðhita og fallorku til neins annars en rafmagnsframleiðslu. Foringjar Sjálfstæðisflokksins iðrast aldrei og reyna áfram að að reka þjóðina eftir stóriðjuslóðinni til glötunar. Og þeir fá stuðning verkabræðra sinna í kreppuhraðlestinni frá skammsýnum kjördæmapoturum í Framsókn og víðar. Verkalýðsforkólfar krefjast þess að ólánsfleyið verði áfram í áætlunarsiglingum yfir til Kreppustranda og forystumenn samtaka atvinnulífs og iðnaðar eru eldrauðir í framan að blása í seglin svo hrunskútan slái ekki af. Við þessar aðstæður er ekki skrítið þó umhverfisráðherra sem kærir sig ekki um gömlu ósiðina fái yfir sig reiðigusur og óhróður. Afturhaldsöflin ráða fjölmiðlunum að mestu og nota þá óspart til að móta almenningsálitið. Ein nýjasta herferðin gagn ráðherra er í kringum hæstaréttardóm um aðalskipulag Flóahrepps. Staðlausar fullyrðingar eru hrópaðar um valdníðslu Svandísar og skaða sem hefur hlotist vegna þess að hún og lögfræðilegir ráðgjafar hennar töldu nauðsynlegt að eyða réttarfarslegri óvissu. Náttúra Íslands tapaði þessu máli í meðförum dómstóls sem hrunöfl og klíkukóngar hafa verið dugleg að planta mönnum sínum í, dómstól sem venjulegt fólk hefur neyðst til að setja spurningamerki við á síðustu vikum. Nú hefur óvissu verið eytt, fjársterkir aðilar mega borga fyrir það sem þeim sýnist til að fá samfélög til að samþykkja það sem þeir sækjast eftir. Lái hver sem vill þeim sem töldu að svona samskiptahættir væru hvorki siðlegir né löglegir. Kreppuhraðlestin hefur endurnýjað eldsneytið. Sú sem stóð í lappirnar er úthrópuð af stjórnendum hennar. Atlagan síðustu daga sýnir að þessi umhverfisráðherra virðir kröfur sem umhverfisvernd og hugsun 21. aldarinnar gera kröfur um. Það er í raun merkilegt að það skuli vera besti dómurinn um verk Svandísar Svavarsdóttur sem umhverfisráðherra hvað vinir ósiða, gamaldags yfirgangs og skammsýni telja sig þurfa að hamast gegn henni.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar