Gott að fá næði til að hugsa 19. mars 2011 20:45 Hilmir Snær Guðnason. Mynd/ Anton. Hilmir Snær Guðnason er einn afkastamesti leikari Íslands. Um þessar mundir er hann við æfingar á ruslóperunni Strýhærða Pétri en hann fer með hlutverk sögumanns í þessu óvenjulega verki. Hann gaf sér tíma til að hitta Sigríði Björgu Tómasdóttur yfir kaffibolla einn hráslagalegan morgun í vikunni og sagði henni frá starfi, leik og skáldsögunni í skúffunni. Rúmlega níu að morgni dags er fámennt á notalegu kaffihúsi í miðbænum. Vetrarfærðin hefur gert það að verkum að eigandinn er aðeins seinna á ferðinni en vanalega en það kemur ekki að sök. Kaffivélin þarf tíma til að hitna en kaffið er dásamlegt þegar það er borið á borð. Þá höfum við Hilmir Snær Guðnason leikari komið okkur fyrir í þægilegum hægindastólum og erum byrjuð að spjalla. Það fyrsta sem ber á góma hjá okkur er leikritið sem frumsýnt verður eftir tæpa viku, Strýhærði Pétur. „Þetta er eitt af þessum leikritum sem erfitt er að skilgreina, það er byggt á ljóði frá 19. öld sem er mjög gróteskt, það segir frá börnum og hvernig fer fyrir þeim ef þau óhlýðnast fyrirmælum, í stuttu máli fer afar illa fyrir þeim," segir Hilmir Snær. Hann fer með hlutverk sögumanns í verkinu Strýhærða Pétri sem frumsýnt verður næsta föstudagskvöld í Borgarleikhúsinu. „Þetta eru litlar sögur, sagðar með látbragði og svo syngjum við öll og leikum á hljóðfæri, þetta er fyndin sýning, pínulítið eins og barnasýning fyrir fullorðna," segir Hilmir Snær og hlær við. „En alls ekki fyrir börn, best að taka það skýrt fram."Gaman að leika hálfvitann Hilmir Snær er nú að ljúka sínum öðrum vetri sem fastráðinn í Borgarleikhúsinu, tímabil sem hefur verið gott og gjöfult fyrir hann. Á verkefnaskrá vetrarins eru ólík hlutverk svo sem Kaliban í Ofviðrinu, Mefistó í Faust sem Vesturport setti upp í samvinnu við Borgarleikhúsið og nú má sjá hann á hvíta tjaldinu í bíómyndinni Okkar eigin Osló. „Það var mjög gaman að fá að leika hálfvitann í myndinni, leiðinlega fyrrverandi eiginmanninn í stað þess að vera sjarmörinn. Í leikhúsunum er maður yfirleitt að fást við eitthvað nýtt en hættan virðist meiri að festast í einhverjum týpum í kvikmyndum," segir Hilmir Snær sem fagnar því að fást við ólík hlutverk. „Leikarar geta fest í ákveðinni gerð af hlutverkum. Það eru auðvitað leikstjórar sem velja í hlutverk og hættan er sú að þeir velji þig í hlutverk vegna þess að þeir hafa séð þig gera ákveðna hluti vel áður. En auðvitað getur maður passað þetta eitthvað sjálfur." Hilmir hefur eins og margir leikarar einnig fengist við leikstjórn. Hann segir störfin gerólík. „Þegar maður er leikstjóri þá situr maður uppi með alla ábyrgðina á sýningunni á herðum sér. Maður er aldrei í fríi," segir Hilmir sem fékk Grímuna fyrir leikstjórn sína á verkinu Fjölskyldan sem hefur slegið í gegn, tugir sýninga eru að baki og það virðist ekkert letja áhorfendur þó að verkið séu fjórir tímar. „Það er æðislegt hvað fólk nennir að leggja á sig," segir Hilmir og hlær. „Nei þetta er frábært, ætli fólk þyrsti ekki bara í góða sögu. Það er gaman hvað aðsóknin hefur verið góð í leikhúsið undanfarið."Hestasveinn Benna Erlings Fram undan hjá Hilmi eru spennandi hlutir, fyrir utan frumsýninguna er ferð til Pétursborgar með Vesturporti á döfinni. „Vesturport er að fara að taka við Evrópuverðlaunum í leiklist og verður Faust sýndur af því tilefni," segir Hilmir sem er sömuleiðis farinn að huga að uppsetningu á Kirsuberjagarðinum eftir Tsjekov sem hann mun leikstýra í Borgarleikhúsinu. Óvenjulegt verkefni bíður hans svo í sumar. „Ég ætla ég að vera hestasveinn fyrir Benna vin minn. Benedikt Erlingsson, leikara og leikstjóra. Hann er að fara að gera kvikmynd í fullri lengd um íslenska hestinn, um hestinn í manninum og manninn í hestinum. Ég ætla að hjálpa honum með járningar og að rigga upp stóðunum fyrir hann," segir Hilmir sem er forfallinn hestamaður og hefur verið síðan sá hinn sami Benedikt kynnti hann fyrir hestamennskunni þegar þeir voru drengir. „Hann dró mig í hestamennskuna þegar við vorum strákar, við fengum að ríða út á hestum foreldra hans. Benni fékk svo sjálfur hest í sumarlaun eftir sveitastörf, fallega meri. Við riðum saman út um allar jarðir þrettán ára strákar. Ég heillaðist strax af hestum en eignaðist reyndar ekki minn fyrsta hest fyrr en ég var útskrifaður leikari úr Leiklistarskólanum, hafði ekki efni á því fyrr." segir Hilmir og brosir.Náttúran í nýju ljósi Spurður hvað það var sem heillaði við hestamennskuna er Hilmir ekki seinn til svars. „Ég man enn upphaflega kikkið sem ég fékk við að ríða út, það tengdist ólýsanlegri frelsistilfinningu. Á hestbaki kemst maður í ótrúleg tengsl við frelsi, fegurð og náttúru. Í hestaferðum þá sér maður íslenska náttúru í alveg nýju ljósi, fyrir utan að vera með 70 til 80 hross í stóði, sem er frábært," segir Hilmir sem á marga góða vini úr leikarastétt sem einnig eru í hestum. „Hestamennska hentar kannski ágætlega með leikarastarfinu, við fáum góð frí á milli æfinga og getum þannig sinnt hestunum vel. Maður kemst kannski ekki í frumsýningarviku en þá er hægt að biðja félagana um aðstoð. Það sem er líka mjög gefandi við hestana er að áskorunin vex með hverju ári." Útiveran er Hilmi mjög að skapi en hann er einnig forfallinn veiðimaður eins og hann orðar það sjálfur. „Ég er mikill skotveiðimaður, veiði rjúpu og gæs. Svo er ég líka í stangveiði á sumrin þó að ég sé kannski ekki alveg jafn brjálaður í því og skotveiðinni," segir Hilmir sem gæti alveg hugsað sér að flytja upp í sveit. „Vonandi endar það bara þannig að ég sest að í sveitinni, ég væri mjög til í það."Atvinnulaus um kreppuvetur Hilmir tókst á við náttúruöflin þegar hann fór í sjómennsku haustið 2008. „Ég ætlaði að taka mér frí frá leiklistinni en náði bara tveimur túrum. Þá kom kreppan, allt hrundi og sjómennirnir vildu fá plássin sín til baka. Ég hafði hins vegar sagt nei við öllum leikarastörfum þennan veturinn þannig að ég sat eiginlega uppi atvinnu- og launalaus í átta mánuði," segir Hilmir sem segir þennan kreppuvetur því hafa verið sérstaklega skrítinn og óvenjulegan fyrir hann. „En þetta var ágætis tími, ég fékk tíma til að hugsa. Ég gerði nú mest lítið en eitthvað var ég að skrifa, koma hugmyndum sem höfðu lengi verið í kollinum á blað og í rauninni var ég þannig meira skapandi en ég hafði verið um árabil." Hilmir segir skáldsögu og handrit í smíðum, en verkin séu enn í skúffunni og alls ekki á leið upp úr henni að sinni. „Ég er alltaf eitthvað að skrifa, en geri það ekki sérlega skipulega. Ég held mig nú samt við sömu verkin, er ekki alltaf að skrifa eitthvað nýtt. En ég hef ekki þorað að sýna þetta neinum, ég veit ekkert hvernig svoleiðis gengur fyrir sig," segir Hilmir hógvær. „Kannski maður bíði bara eftir því að komast á eftirlaun til að fara að sinna skriftunum af viti." Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
Hilmir Snær Guðnason er einn afkastamesti leikari Íslands. Um þessar mundir er hann við æfingar á ruslóperunni Strýhærða Pétri en hann fer með hlutverk sögumanns í þessu óvenjulega verki. Hann gaf sér tíma til að hitta Sigríði Björgu Tómasdóttur yfir kaffibolla einn hráslagalegan morgun í vikunni og sagði henni frá starfi, leik og skáldsögunni í skúffunni. Rúmlega níu að morgni dags er fámennt á notalegu kaffihúsi í miðbænum. Vetrarfærðin hefur gert það að verkum að eigandinn er aðeins seinna á ferðinni en vanalega en það kemur ekki að sök. Kaffivélin þarf tíma til að hitna en kaffið er dásamlegt þegar það er borið á borð. Þá höfum við Hilmir Snær Guðnason leikari komið okkur fyrir í þægilegum hægindastólum og erum byrjuð að spjalla. Það fyrsta sem ber á góma hjá okkur er leikritið sem frumsýnt verður eftir tæpa viku, Strýhærði Pétur. „Þetta er eitt af þessum leikritum sem erfitt er að skilgreina, það er byggt á ljóði frá 19. öld sem er mjög gróteskt, það segir frá börnum og hvernig fer fyrir þeim ef þau óhlýðnast fyrirmælum, í stuttu máli fer afar illa fyrir þeim," segir Hilmir Snær. Hann fer með hlutverk sögumanns í verkinu Strýhærða Pétri sem frumsýnt verður næsta föstudagskvöld í Borgarleikhúsinu. „Þetta eru litlar sögur, sagðar með látbragði og svo syngjum við öll og leikum á hljóðfæri, þetta er fyndin sýning, pínulítið eins og barnasýning fyrir fullorðna," segir Hilmir Snær og hlær við. „En alls ekki fyrir börn, best að taka það skýrt fram."Gaman að leika hálfvitann Hilmir Snær er nú að ljúka sínum öðrum vetri sem fastráðinn í Borgarleikhúsinu, tímabil sem hefur verið gott og gjöfult fyrir hann. Á verkefnaskrá vetrarins eru ólík hlutverk svo sem Kaliban í Ofviðrinu, Mefistó í Faust sem Vesturport setti upp í samvinnu við Borgarleikhúsið og nú má sjá hann á hvíta tjaldinu í bíómyndinni Okkar eigin Osló. „Það var mjög gaman að fá að leika hálfvitann í myndinni, leiðinlega fyrrverandi eiginmanninn í stað þess að vera sjarmörinn. Í leikhúsunum er maður yfirleitt að fást við eitthvað nýtt en hættan virðist meiri að festast í einhverjum týpum í kvikmyndum," segir Hilmir Snær sem fagnar því að fást við ólík hlutverk. „Leikarar geta fest í ákveðinni gerð af hlutverkum. Það eru auðvitað leikstjórar sem velja í hlutverk og hættan er sú að þeir velji þig í hlutverk vegna þess að þeir hafa séð þig gera ákveðna hluti vel áður. En auðvitað getur maður passað þetta eitthvað sjálfur." Hilmir hefur eins og margir leikarar einnig fengist við leikstjórn. Hann segir störfin gerólík. „Þegar maður er leikstjóri þá situr maður uppi með alla ábyrgðina á sýningunni á herðum sér. Maður er aldrei í fríi," segir Hilmir sem fékk Grímuna fyrir leikstjórn sína á verkinu Fjölskyldan sem hefur slegið í gegn, tugir sýninga eru að baki og það virðist ekkert letja áhorfendur þó að verkið séu fjórir tímar. „Það er æðislegt hvað fólk nennir að leggja á sig," segir Hilmir og hlær. „Nei þetta er frábært, ætli fólk þyrsti ekki bara í góða sögu. Það er gaman hvað aðsóknin hefur verið góð í leikhúsið undanfarið."Hestasveinn Benna Erlings Fram undan hjá Hilmi eru spennandi hlutir, fyrir utan frumsýninguna er ferð til Pétursborgar með Vesturporti á döfinni. „Vesturport er að fara að taka við Evrópuverðlaunum í leiklist og verður Faust sýndur af því tilefni," segir Hilmir sem er sömuleiðis farinn að huga að uppsetningu á Kirsuberjagarðinum eftir Tsjekov sem hann mun leikstýra í Borgarleikhúsinu. Óvenjulegt verkefni bíður hans svo í sumar. „Ég ætla ég að vera hestasveinn fyrir Benna vin minn. Benedikt Erlingsson, leikara og leikstjóra. Hann er að fara að gera kvikmynd í fullri lengd um íslenska hestinn, um hestinn í manninum og manninn í hestinum. Ég ætla að hjálpa honum með járningar og að rigga upp stóðunum fyrir hann," segir Hilmir sem er forfallinn hestamaður og hefur verið síðan sá hinn sami Benedikt kynnti hann fyrir hestamennskunni þegar þeir voru drengir. „Hann dró mig í hestamennskuna þegar við vorum strákar, við fengum að ríða út á hestum foreldra hans. Benni fékk svo sjálfur hest í sumarlaun eftir sveitastörf, fallega meri. Við riðum saman út um allar jarðir þrettán ára strákar. Ég heillaðist strax af hestum en eignaðist reyndar ekki minn fyrsta hest fyrr en ég var útskrifaður leikari úr Leiklistarskólanum, hafði ekki efni á því fyrr." segir Hilmir og brosir.Náttúran í nýju ljósi Spurður hvað það var sem heillaði við hestamennskuna er Hilmir ekki seinn til svars. „Ég man enn upphaflega kikkið sem ég fékk við að ríða út, það tengdist ólýsanlegri frelsistilfinningu. Á hestbaki kemst maður í ótrúleg tengsl við frelsi, fegurð og náttúru. Í hestaferðum þá sér maður íslenska náttúru í alveg nýju ljósi, fyrir utan að vera með 70 til 80 hross í stóði, sem er frábært," segir Hilmir sem á marga góða vini úr leikarastétt sem einnig eru í hestum. „Hestamennska hentar kannski ágætlega með leikarastarfinu, við fáum góð frí á milli æfinga og getum þannig sinnt hestunum vel. Maður kemst kannski ekki í frumsýningarviku en þá er hægt að biðja félagana um aðstoð. Það sem er líka mjög gefandi við hestana er að áskorunin vex með hverju ári." Útiveran er Hilmi mjög að skapi en hann er einnig forfallinn veiðimaður eins og hann orðar það sjálfur. „Ég er mikill skotveiðimaður, veiði rjúpu og gæs. Svo er ég líka í stangveiði á sumrin þó að ég sé kannski ekki alveg jafn brjálaður í því og skotveiðinni," segir Hilmir sem gæti alveg hugsað sér að flytja upp í sveit. „Vonandi endar það bara þannig að ég sest að í sveitinni, ég væri mjög til í það."Atvinnulaus um kreppuvetur Hilmir tókst á við náttúruöflin þegar hann fór í sjómennsku haustið 2008. „Ég ætlaði að taka mér frí frá leiklistinni en náði bara tveimur túrum. Þá kom kreppan, allt hrundi og sjómennirnir vildu fá plássin sín til baka. Ég hafði hins vegar sagt nei við öllum leikarastörfum þennan veturinn þannig að ég sat eiginlega uppi atvinnu- og launalaus í átta mánuði," segir Hilmir sem segir þennan kreppuvetur því hafa verið sérstaklega skrítinn og óvenjulegan fyrir hann. „En þetta var ágætis tími, ég fékk tíma til að hugsa. Ég gerði nú mest lítið en eitthvað var ég að skrifa, koma hugmyndum sem höfðu lengi verið í kollinum á blað og í rauninni var ég þannig meira skapandi en ég hafði verið um árabil." Hilmir segir skáldsögu og handrit í smíðum, en verkin séu enn í skúffunni og alls ekki á leið upp úr henni að sinni. „Ég er alltaf eitthvað að skrifa, en geri það ekki sérlega skipulega. Ég held mig nú samt við sömu verkin, er ekki alltaf að skrifa eitthvað nýtt. En ég hef ekki þorað að sýna þetta neinum, ég veit ekkert hvernig svoleiðis gengur fyrir sig," segir Hilmir hógvær. „Kannski maður bíði bara eftir því að komast á eftirlaun til að fara að sinna skriftunum af viti."
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira