Skyldu þingmennirnir okkar vita af þessu? Steinar Berg Ísleifsson skrifar 9. mars 2011 06:00 Fyrir ári síðan barst mér listi yfir úthlutanir styrkja til úrbóta á ferðamannastöðum frá Ferðamálastofu. Ég ákvað að gera greiningu á hvert peningarnir færu og niðurstaðan var þessi: Sveitarfélög 45%, Félagasamtök 40%, Einkarekstur 15% Þegar ég svo skoðaði hin ýmsu félagasamtök sem þarna var úthlutað til, kom í ljós að mörg þeirra höfðu sama heimilsfang og sveitarfélögin eða voru vistuð á heimasíðum þeirra. Ég setti mig í samband við þann starfsmann Ferðamálastofu sem hafði umsjón með úthlutuninni, sendi honum greininguna og bauð að gera athugasemdir. Spurði síðan hvort það gæti verið að þær reglur eða vinnuferlar sem farið væri eftir við úthlutun þessara styrkja leiddu til mismununar? Mér var kurteislega tekið, þökkuð athyglisverð ábending en ekki svarað. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð ferðaþjónustunnar. Í fyrstu grein frumvarpsins um markmið og tilgang segir að fjármunum úr sjóðnum skuli varið til: 1. Uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum. 2. Framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Opinberir aðilar ætla sem sagt að veita opinberum aðilum fé til uppbyggingar, viðhalds og verndunar en útiloka einkaaðila frá því sama. Einkaaðilar í ferðaþjónustu mega hins vegar líka sækja um styrki til verndunar náttúru og öryggismála. Fram kemur í skýringum að ekki er samt jafnt á komið með aðilum hvað mögulega úthlutun varðar. Fyrir einkaaðila er hún nefnilega skilyrt: „Framkvæmdir á landi í eigu einkaaðila skulu þó alltaf háðar því skilyrði að um sé að ræða ferðamannastaði sem ávallt eru opnir almenningi án endurgjalds." Umsóknarferli styrkveitinga útheimtir oftar en ekki tímafreka vinnu og þess krafist að umsækjandi sé búinn að leggja út í kostnaðarsama undirbúningsvinnu til að umsóknin sé hæf. Þar standa einkaaðilar þegar höllum fæti. Þeir hafa enga nema sjálfa sig upp á að hlaupa á meðan umsóknarkostnaður og laun opinberra starfsmanna eru greidd af skattgreiðendum. Þannig er þegar ákveðin mismunun innibyggð og ástæðulaust að auka hana. Um daginn heyrði ég iðnaðarráðherra tala um mikilvægi þess að dreifa álagi á ferðamannastaði. Með frumvarpi sínu sýnist mér hún, jafnaðarmaðurinn, hins vegar útiloka fyrirfram hugmyndir einkaaðila til uppbyggingar og nýrra möguleika sem styddu slík markmið. Þetta frumvarp eins og mörg önnur er sent til umsagnar fagaðila. Í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar segir: „Það vekur furðu að gerður er greinarmunur á ferðamannastöðum í opinberri eigu og einkaeigu." Ég hefði nú kosið að sterkara væri tekið til orða og nánar útskýrð þau efnisatriði sem furðu vekja. Engu að síður er gott að sjá að fagfélagið hnýtur um þetta sama atriði sem hér er bent á. Nú er þetta mál sem sagt hjá Alþingi. Það hlýtur að vera eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir skilji virkni og afleiðingar lagasetningar sem þeir standa að. Þannig er þessu lagafrumvarpi stillt upp sem framfaraskrefi fyrir ferðaþjónustuna og þægilegt að trúa því bara. Nema hvað þessi væntanlega lagasetning kann að bera í sér innibyggða mismunun sem heltir greinina. Skapar ójafnvægi, sem eykur frekar á einhæfni íslenskrar ferðaþjónustu; takmarkar möguleika á uppbyggingu og dreifingu aðgengis staða, sem þó er yfirlýst markmið frumvarpsins! Að Framkvæmdasjóður ferðaþjónustunnar eins og hann heitir, standi varla undir nafni á landsvísu. Væntanleg fjárúthlutun sjóðsins er t.d. ólíkleg að renna til Vesturlands, þar sem ég þekki best til. Þeir staðir á Vesturlandi sem geta byggst upp sem "seglar", dregið að sér ferðamenn framtíðar og tekið á móti auknu álagi eru nefnilega að verulegu leyti í eigu einkaaðila. Þetta á örugglega við um fleiri landshluta. Að stefna ríkisins sé í raun sú að beina ferðamönnum frá höfuðborgarsvæðinu eftir tvíbreiðum vegi til eigin staða á Suðurlandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan barst mér listi yfir úthlutanir styrkja til úrbóta á ferðamannastöðum frá Ferðamálastofu. Ég ákvað að gera greiningu á hvert peningarnir færu og niðurstaðan var þessi: Sveitarfélög 45%, Félagasamtök 40%, Einkarekstur 15% Þegar ég svo skoðaði hin ýmsu félagasamtök sem þarna var úthlutað til, kom í ljós að mörg þeirra höfðu sama heimilsfang og sveitarfélögin eða voru vistuð á heimasíðum þeirra. Ég setti mig í samband við þann starfsmann Ferðamálastofu sem hafði umsjón með úthlutuninni, sendi honum greininguna og bauð að gera athugasemdir. Spurði síðan hvort það gæti verið að þær reglur eða vinnuferlar sem farið væri eftir við úthlutun þessara styrkja leiddu til mismununar? Mér var kurteislega tekið, þökkuð athyglisverð ábending en ekki svarað. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð ferðaþjónustunnar. Í fyrstu grein frumvarpsins um markmið og tilgang segir að fjármunum úr sjóðnum skuli varið til: 1. Uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum. 2. Framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Opinberir aðilar ætla sem sagt að veita opinberum aðilum fé til uppbyggingar, viðhalds og verndunar en útiloka einkaaðila frá því sama. Einkaaðilar í ferðaþjónustu mega hins vegar líka sækja um styrki til verndunar náttúru og öryggismála. Fram kemur í skýringum að ekki er samt jafnt á komið með aðilum hvað mögulega úthlutun varðar. Fyrir einkaaðila er hún nefnilega skilyrt: „Framkvæmdir á landi í eigu einkaaðila skulu þó alltaf háðar því skilyrði að um sé að ræða ferðamannastaði sem ávallt eru opnir almenningi án endurgjalds." Umsóknarferli styrkveitinga útheimtir oftar en ekki tímafreka vinnu og þess krafist að umsækjandi sé búinn að leggja út í kostnaðarsama undirbúningsvinnu til að umsóknin sé hæf. Þar standa einkaaðilar þegar höllum fæti. Þeir hafa enga nema sjálfa sig upp á að hlaupa á meðan umsóknarkostnaður og laun opinberra starfsmanna eru greidd af skattgreiðendum. Þannig er þegar ákveðin mismunun innibyggð og ástæðulaust að auka hana. Um daginn heyrði ég iðnaðarráðherra tala um mikilvægi þess að dreifa álagi á ferðamannastaði. Með frumvarpi sínu sýnist mér hún, jafnaðarmaðurinn, hins vegar útiloka fyrirfram hugmyndir einkaaðila til uppbyggingar og nýrra möguleika sem styddu slík markmið. Þetta frumvarp eins og mörg önnur er sent til umsagnar fagaðila. Í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar segir: „Það vekur furðu að gerður er greinarmunur á ferðamannastöðum í opinberri eigu og einkaeigu." Ég hefði nú kosið að sterkara væri tekið til orða og nánar útskýrð þau efnisatriði sem furðu vekja. Engu að síður er gott að sjá að fagfélagið hnýtur um þetta sama atriði sem hér er bent á. Nú er þetta mál sem sagt hjá Alþingi. Það hlýtur að vera eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir skilji virkni og afleiðingar lagasetningar sem þeir standa að. Þannig er þessu lagafrumvarpi stillt upp sem framfaraskrefi fyrir ferðaþjónustuna og þægilegt að trúa því bara. Nema hvað þessi væntanlega lagasetning kann að bera í sér innibyggða mismunun sem heltir greinina. Skapar ójafnvægi, sem eykur frekar á einhæfni íslenskrar ferðaþjónustu; takmarkar möguleika á uppbyggingu og dreifingu aðgengis staða, sem þó er yfirlýst markmið frumvarpsins! Að Framkvæmdasjóður ferðaþjónustunnar eins og hann heitir, standi varla undir nafni á landsvísu. Væntanleg fjárúthlutun sjóðsins er t.d. ólíkleg að renna til Vesturlands, þar sem ég þekki best til. Þeir staðir á Vesturlandi sem geta byggst upp sem "seglar", dregið að sér ferðamenn framtíðar og tekið á móti auknu álagi eru nefnilega að verulegu leyti í eigu einkaaðila. Þetta á örugglega við um fleiri landshluta. Að stefna ríkisins sé í raun sú að beina ferðamönnum frá höfuðborgarsvæðinu eftir tvíbreiðum vegi til eigin staða á Suðurlandi?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar