Skoðun

Þeir myndu tapa fyrir dómi

Sjö hæstaréttarlögmenn skrifar
Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga?

Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.

Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.

 

Brynjar Níelsson hrl.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Haukur Örn Birgisson hrl.

Jón Jónsson hrl.

Reimar Pétursson hrl.

Tómas Jónsson hrl.

Þorsteinn Einarsson hrl.





Skoðun

Skoðun

Bestu árin

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir,Sigríður Gísladóttir skrifar

Sjá meira


×