Vill 220 milljarða fyrir hlutinn í Iceland en Walker í lykilstöðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júlí 2011 18:30 Landsbankinn er sagður vilja 220 milljarða króna fyrir hlut sinn í Iceland Foods verslanakeðjunni sem er mun meira en Malcolm Walker, forstjóri félagsins, vildi greiða. Walker hins vegar með forkaupsrétt og getur því jafnað hvaða tilboð sem er í félagið. Söluandvirðið fer rakleitt í Icesave-kröfurnar. Iceland Foods er verðmætasta einstaka eign þrotabús Landsbankans að undanskildu skuldabréfi sem Nýi Landsbankinn skuldar búinu vegna endurfjármögnunar, en þrotabúið fer með 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Eignin er verðmætasti bitinn sem þrotabúið fékk frá Baugi Group eftir að dótturfélag Baugs í Bretlandi, BG Holding, var sett í greiðslustöðvun af skilanefnd Landsbankans og Pwc í febrúar 2009. Salan á Iceland Foods skiptir ekki bara þrotabúið máli, og á í raun erindi við allan almenning, því það lausafé sem fæst við söluna fer í að greiða hollenska og breska ríkinu vegna krafna þarlendra sparifjáreigenda. Fari svo að íslenska ríkið tapi samningsbrotamáli gegn ESA, eftirlitsstofnun EFTA, fyrir EFTA dómstólnum kunna Bretar og Hollendingar að vilja krefjast bóta þar sem bótagrundvelli hafi þar með verið slegið föstum. Í þessu samhengi ber að geta þess að vinningshlutfall ESA er 27-2 í samningsbrotamálum fyrir EFTA-dómstólnum. Söluferli Landsbankans á Iceland Foods er nú í fullum gangi en þrotabú bankans réð til sín ráðgjafa frá Merrill Lynch og svissneska bankanum UBS til að vera ráðgefandi við söluferlið. Þá hafa Ernst & Young og lögmannsstofan Linklaters verið fengin til að framkvæma áreiðanleikakannanir.Malcolm Walker í lykilstöðu Samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Telegraph sem birtist í morgun hafa Landsbankinn og ráðgjafar hans sett 1,8 milljarða punda verðmiða á fyrirtækið í heild sinni. Það þýðir að 67 prósenta hlutur þrotabúsins í Iceland Foods er metinn á 1,2 milljarða punda, jafnvirði 220 milljarða króna. Malcolm Walker og aðrir stjórnendur Iceland Foods eru þeir einu sem lýst hafa yfir áhuga opinberlega að kaupa fyrirtækið. Þeir eru með forkaupsrétt á hlut Landsbankans en þeir eru jafnframt skuldbundnir til þess að selja rúmlega 20 prósenta hlut sinn ef tilboð berst í eignina sem þeir geta ekki jafnað. Að öðrum kosti eru Walker og hans menn í lykilstöðu, því þeir geta jafnað hvaða tilboð sem berst í eignina hafi þeir til þess fjárhagslega burði. Walker hefur þann valkost að ganga út ásamt öðrum stjórnendum og selja sinn hlut fari svo að hann vilji ekki jafna tilboð sem berst í félagið og hafna samstarfi við nýja eigendur þess. Talið er hæpið að einhverjir vilja kaupa félagið í óbreyttri mynd án Walkers en með hann við stjórnvölinn hafa tekjur Iceland aukist gífurlega. Á síðustu sex árum hefur hagnaður tífaldast úr 20 milljónum punda í 200 milljónir punda. Raunar er það svo að í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins átti það aðeins fjögur mögur ár, ef svo má að orði komast, það var þegar Walker var ekki um borð. Og var félagið raunar á barmi gjaldþrots rétt áður en hann sneri aftur til þess árið 2005.Því meira lausafé - því minna vandamál verður Icesave Walker gerði rúmlega 1 milljarðs punda tilboð í félagið í fyrra sem hefði þýtt 670 milljóna punda greiðslu til þrotabús Landsbankans eða jafnvirði 125 milljarða króna. Það liggur í hlutarins eðli að því meira sem þrotabúið hefur til reiðu í lausafé því auðveldara er fyrir þrotabúið að greiða niður kröfur breska tryggingarsjóðsins og hollenska seðlabankans vegna Icesave-reikninganna, en íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu mála. Þeir sem til þekkja segja að verðmiði sem Landsbankinn er sagður hafa sett á Iceland Foods, 1,8 milljarðar punda fyrir félagið í heild sinni, sé fullkomlega óraunhæfur. Þá hefur það verið nefnt að það vinni hugsanlega gegn hagsmunum Landsbankans að bíða eftir mikið betra tilboði því ef það berist ekki sé Walker í stöðu til að lækka sitt tilboð sem þýði að minna fáist fyrir eignina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð Walkers runnið út, en hann hefur þó ekki dregið það formlega til baka þó það sé ekki lengur í gildi. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði við fréttastofu að fjárhæðin 1,8 milljarður punda hefði ekki verið nefnd opinberlega af skilanefnd bankans. Hann sagði hins vegar að menn vildu „fá töluvert hærri fjárhæð en Malcolm Walker var tilbúinn að greiða á síðasta ári," (1 milljarður punda) en vildi ekki nefna neina tölu í þessu samhengi. Áreiðanleikakannanir Ernst & Young og Linklaters sem nú standa yfir eiga að taka að hámarki sex til átta vikur. Í haust verður til lykta leiddur ágreiningur um forgangskröfur innlána og heildsöluinnlána í þrotabú bankanna fyrir Hæstarétti Íslands. Að því loknu, og að því gefnu að neyðarlögin haldi fyrir Hæstarétti, getur slitastjórn Landsbankans byrjað að greiða út forgangskröfur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að ljúka söluferlinu á Iceland Foods í síðasta lagi í október næstkomandi, en gagnaherbergi verður opnað að lokinni áreiðanleikakönnun. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Landsbankinn er sagður vilja 220 milljarða króna fyrir hlut sinn í Iceland Foods verslanakeðjunni sem er mun meira en Malcolm Walker, forstjóri félagsins, vildi greiða. Walker hins vegar með forkaupsrétt og getur því jafnað hvaða tilboð sem er í félagið. Söluandvirðið fer rakleitt í Icesave-kröfurnar. Iceland Foods er verðmætasta einstaka eign þrotabús Landsbankans að undanskildu skuldabréfi sem Nýi Landsbankinn skuldar búinu vegna endurfjármögnunar, en þrotabúið fer með 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Eignin er verðmætasti bitinn sem þrotabúið fékk frá Baugi Group eftir að dótturfélag Baugs í Bretlandi, BG Holding, var sett í greiðslustöðvun af skilanefnd Landsbankans og Pwc í febrúar 2009. Salan á Iceland Foods skiptir ekki bara þrotabúið máli, og á í raun erindi við allan almenning, því það lausafé sem fæst við söluna fer í að greiða hollenska og breska ríkinu vegna krafna þarlendra sparifjáreigenda. Fari svo að íslenska ríkið tapi samningsbrotamáli gegn ESA, eftirlitsstofnun EFTA, fyrir EFTA dómstólnum kunna Bretar og Hollendingar að vilja krefjast bóta þar sem bótagrundvelli hafi þar með verið slegið föstum. Í þessu samhengi ber að geta þess að vinningshlutfall ESA er 27-2 í samningsbrotamálum fyrir EFTA-dómstólnum. Söluferli Landsbankans á Iceland Foods er nú í fullum gangi en þrotabú bankans réð til sín ráðgjafa frá Merrill Lynch og svissneska bankanum UBS til að vera ráðgefandi við söluferlið. Þá hafa Ernst & Young og lögmannsstofan Linklaters verið fengin til að framkvæma áreiðanleikakannanir.Malcolm Walker í lykilstöðu Samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Telegraph sem birtist í morgun hafa Landsbankinn og ráðgjafar hans sett 1,8 milljarða punda verðmiða á fyrirtækið í heild sinni. Það þýðir að 67 prósenta hlutur þrotabúsins í Iceland Foods er metinn á 1,2 milljarða punda, jafnvirði 220 milljarða króna. Malcolm Walker og aðrir stjórnendur Iceland Foods eru þeir einu sem lýst hafa yfir áhuga opinberlega að kaupa fyrirtækið. Þeir eru með forkaupsrétt á hlut Landsbankans en þeir eru jafnframt skuldbundnir til þess að selja rúmlega 20 prósenta hlut sinn ef tilboð berst í eignina sem þeir geta ekki jafnað. Að öðrum kosti eru Walker og hans menn í lykilstöðu, því þeir geta jafnað hvaða tilboð sem berst í eignina hafi þeir til þess fjárhagslega burði. Walker hefur þann valkost að ganga út ásamt öðrum stjórnendum og selja sinn hlut fari svo að hann vilji ekki jafna tilboð sem berst í félagið og hafna samstarfi við nýja eigendur þess. Talið er hæpið að einhverjir vilja kaupa félagið í óbreyttri mynd án Walkers en með hann við stjórnvölinn hafa tekjur Iceland aukist gífurlega. Á síðustu sex árum hefur hagnaður tífaldast úr 20 milljónum punda í 200 milljónir punda. Raunar er það svo að í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins átti það aðeins fjögur mögur ár, ef svo má að orði komast, það var þegar Walker var ekki um borð. Og var félagið raunar á barmi gjaldþrots rétt áður en hann sneri aftur til þess árið 2005.Því meira lausafé - því minna vandamál verður Icesave Walker gerði rúmlega 1 milljarðs punda tilboð í félagið í fyrra sem hefði þýtt 670 milljóna punda greiðslu til þrotabús Landsbankans eða jafnvirði 125 milljarða króna. Það liggur í hlutarins eðli að því meira sem þrotabúið hefur til reiðu í lausafé því auðveldara er fyrir þrotabúið að greiða niður kröfur breska tryggingarsjóðsins og hollenska seðlabankans vegna Icesave-reikninganna, en íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu mála. Þeir sem til þekkja segja að verðmiði sem Landsbankinn er sagður hafa sett á Iceland Foods, 1,8 milljarðar punda fyrir félagið í heild sinni, sé fullkomlega óraunhæfur. Þá hefur það verið nefnt að það vinni hugsanlega gegn hagsmunum Landsbankans að bíða eftir mikið betra tilboði því ef það berist ekki sé Walker í stöðu til að lækka sitt tilboð sem þýði að minna fáist fyrir eignina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð Walkers runnið út, en hann hefur þó ekki dregið það formlega til baka þó það sé ekki lengur í gildi. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði við fréttastofu að fjárhæðin 1,8 milljarður punda hefði ekki verið nefnd opinberlega af skilanefnd bankans. Hann sagði hins vegar að menn vildu „fá töluvert hærri fjárhæð en Malcolm Walker var tilbúinn að greiða á síðasta ári," (1 milljarður punda) en vildi ekki nefna neina tölu í þessu samhengi. Áreiðanleikakannanir Ernst & Young og Linklaters sem nú standa yfir eiga að taka að hámarki sex til átta vikur. Í haust verður til lykta leiddur ágreiningur um forgangskröfur innlána og heildsöluinnlána í þrotabú bankanna fyrir Hæstarétti Íslands. Að því loknu, og að því gefnu að neyðarlögin haldi fyrir Hæstarétti, getur slitastjórn Landsbankans byrjað að greiða út forgangskröfur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að ljúka söluferlinu á Iceland Foods í síðasta lagi í október næstkomandi, en gagnaherbergi verður opnað að lokinni áreiðanleikakönnun. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent