Nestlé í vandræðalegum slagsmálum á Facebook 25. mars 2010 10:29 Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.Upphaf málsins má rekja til þess að Greenpeace setti myndband inn á YouTube þar sem maður sást borða KitKat sem er ein af vörum Nestlé með fyrrgreindum skilaboðum. Nestlé fór í hart og sagðist myndu fjarlægja myndbandið ef Greenpeace gerði slíkt ekki.Eftir þetta fór allt á fullt og netnotendur tóku málið upp á sína arma. Brátt höfðu 93.000 manns skráð sig inn á Facebook síðu Nestlé þar sem þeir létu fyrirtækið heyra það óþvegið. Skömmum ringdi yfir fyrirtækið sem var kallað ýmsum ónefnum eins og skrímsli eða yndi andskotans.Nestlé gerði þau grundvallarmistök að svara gagnrýninni fullum hálsi. Lét Nestlé vita að sér væri mjög misboðið yfir þessum ónefnum sem fyrirtækið var nefnt. Og þá fyrst varð fjandinn laus á Facebook.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir Paul Seaman sérfræðingur í almannatengslum að fyrst Nestlé hafi valið að vera á netsíðum á borð við Facebook verði fyrirtækið að hefja sig upp yfir fjöldan. Í staðinn hafi það ákveðið að stinga höfðinu í gin ljónsins. Nestlé eigi að fylgja þeim reglum sem gilda á Facebook ef það vilji verja orðstír sinn. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Matvælarisinn Nestlé hefur hafnaði í vandræðalegum slagsmálum á Facebook eftir að Greenpeace ásakaði fyrirtækið fyrir að nota ósjálfbæra indónesíska pálmaolíu í afurðir sínar. Ásakanir Greenpeace voru aðeins upphafið að hamförum Nestlé í almannatengslum.Upphaf málsins má rekja til þess að Greenpeace setti myndband inn á YouTube þar sem maður sást borða KitKat sem er ein af vörum Nestlé með fyrrgreindum skilaboðum. Nestlé fór í hart og sagðist myndu fjarlægja myndbandið ef Greenpeace gerði slíkt ekki.Eftir þetta fór allt á fullt og netnotendur tóku málið upp á sína arma. Brátt höfðu 93.000 manns skráð sig inn á Facebook síðu Nestlé þar sem þeir létu fyrirtækið heyra það óþvegið. Skömmum ringdi yfir fyrirtækið sem var kallað ýmsum ónefnum eins og skrímsli eða yndi andskotans.Nestlé gerði þau grundvallarmistök að svara gagnrýninni fullum hálsi. Lét Nestlé vita að sér væri mjög misboðið yfir þessum ónefnum sem fyrirtækið var nefnt. Og þá fyrst varð fjandinn laus á Facebook.Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir Paul Seaman sérfræðingur í almannatengslum að fyrst Nestlé hafi valið að vera á netsíðum á borð við Facebook verði fyrirtækið að hefja sig upp yfir fjöldan. Í staðinn hafi það ákveðið að stinga höfðinu í gin ljónsins. Nestlé eigi að fylgja þeim reglum sem gilda á Facebook ef það vilji verja orðstír sinn.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira