Erlent

Manntjón og flótti frá Merapi

Merapi er þó óneitanlega tignarlegt eldfjall.
Merapi er þó óneitanlega tignarlegt eldfjall.

Hátt á annaðhundrað manns hafa nú farist í eldgosinu í fjallinu Merapi í Indónesíu. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Þótt Merapi sé eitt af virkustu eldfjöllum heims er þétt byggð bæði í hlíðum þess og við ræturnar. Þar hefur því oft orðið manntjón í gosum. Þótt miklar sprengingar hafi orðið í gosinu og gjóska talsverð hefur það ekki valdið tilfinnanlegum töfum á flugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×