Handbolti

Oechsler ekki með Dönum á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oechsler í leiknum fræga gegn Íslandi.
Oechsler í leiknum fræga gegn Íslandi.

Danska landsliðið í handknattleik hefur orðið fyrir áfalli því nú er ljóst að Anders Oechsler mun ekki geta leikið með liðinu á HM í janúar vegna meiðsla.

Hann er með sködduð liðbönd og verður að taka sér frí í janúar vegna meiðslanna.

Margir íslenskir handknattleiksunnendur muna líklega eftir Oechsler frá því í leiknum fræga á HM í Þýskalandi árið 2007 er hann gerði íslenska liðinu lífið leitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×