Innlent

Vilja starfandi stjórnarformann

Forystumenn meirihlutaflokkanna, Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr.
Forystumenn meirihlutaflokkanna, Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr. Mynd/GVA

Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík mun leggja til að Haraldur Flosi Tryggvason verði starfandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það þýðir að hann mun gegna formennsku í fullu starfi á hærri launum en fyrrum formenn.

Verði þetta ofan á verður það lagt til á fundi borgarráðs í dag eða á aðalfundi OR á föstudag. Þetta myndi verða í fyrsta skipti sem þessi háttur væri hafður á.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, vildi hvorki játa né neita þessum fréttum í samtali við Fréttablaðið.

„Ég vil ekki láta hafa neitt eftir mér um það, en við erum búin að fá mjög gott teymi inn í stjórnina og Haraldur Flosi er hluti þess, sem og Helga Jónsdóttir og Aðalsteinn Leifsson. Það er alveg ljóst að þeirra bíður gríðarlega mikið verkefni sem þarf að vinna bæði hratt og af mikilli yfirvegun. Við ætlum að spara allar yfirlýsingar og vinna þetta skref af skrefi."- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×