Bankinn afskrifar rúman milljarð 26. janúar 2010 18:28 Landsbankinn afskrifar rúman milljarð króna þegar Grund kaupir af bankanum 78 þjónustuíbúðir fyrir aldraða á svæðinu austan við Skeifuna síðar í vikunni. Eftir því sem næst verður komist hafa þessar íbúðir - sem metnar voru á tæpa þrjá milljarða fyrir rösku ári - aldrei verið auglýstar opinberlega. Saga þessara blokka er orðin nokkuð skrautleg. Upphaflega var það sjálfseignarstofnunin Markarholt sem fékk úthlutaða lóð frá Reykjavíkurborg - á spottprís, þurfti einungis að greiða gatnagerðargjöld fyrir lóðina. Enda átti að reisa íbúðir fyrir aldraða, það vakti því lítinn fögnuð hjá borginni þegar Nýsir tók yfir framkvæmdina, það á ekki að framselja velvild til fjármálafyrirtækis - sagði formaður velferðarráðs Reykjavíkur af því tilefni árið 2006 - enda hefðu menn ekki átt að hagnast á byggingu þjónustuíbúða. Í það stefndi þó því síðar kom í ljós að fermetraverð yrði allt að 500 þúsund krónur - sem var með því hæsta sem þá hafði þekkst. Nú er ljóst að lítill hagnaður - þvert á móti umtalsvert tap - verður á þessum íbúðum, Landsbankinn yfirtók eignirnar í september 2008, í lok þess árs voru skuldirnar rúmlega þrír komma einn milljarður króna - en verðmæti húsanna og lóða nánast sama tala. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að bankinn hefði aldrei auglýst þessar eignir opinberlega, vísað var á Íslenska aðalverktaka og fullyrt að þeir hefðu séð um söluna. Þar á bæ kannaðist enginn við það. Tvær aðrar fasteignasölur sem fréttastofa ræddi við, og voru sagðar hafa fengið eignirnar á sölu, höfðu ekki auglýst þær. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður skrifað undir kaupsamning á fimmtudag og söluverðið sé 2 milljarðar króna. Það þýðir að Landsbankinn þarf að afskrifa rúman milljarð. Mest lesið Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Landsbankinn afskrifar rúman milljarð króna þegar Grund kaupir af bankanum 78 þjónustuíbúðir fyrir aldraða á svæðinu austan við Skeifuna síðar í vikunni. Eftir því sem næst verður komist hafa þessar íbúðir - sem metnar voru á tæpa þrjá milljarða fyrir rösku ári - aldrei verið auglýstar opinberlega. Saga þessara blokka er orðin nokkuð skrautleg. Upphaflega var það sjálfseignarstofnunin Markarholt sem fékk úthlutaða lóð frá Reykjavíkurborg - á spottprís, þurfti einungis að greiða gatnagerðargjöld fyrir lóðina. Enda átti að reisa íbúðir fyrir aldraða, það vakti því lítinn fögnuð hjá borginni þegar Nýsir tók yfir framkvæmdina, það á ekki að framselja velvild til fjármálafyrirtækis - sagði formaður velferðarráðs Reykjavíkur af því tilefni árið 2006 - enda hefðu menn ekki átt að hagnast á byggingu þjónustuíbúða. Í það stefndi þó því síðar kom í ljós að fermetraverð yrði allt að 500 þúsund krónur - sem var með því hæsta sem þá hafði þekkst. Nú er ljóst að lítill hagnaður - þvert á móti umtalsvert tap - verður á þessum íbúðum, Landsbankinn yfirtók eignirnar í september 2008, í lok þess árs voru skuldirnar rúmlega þrír komma einn milljarður króna - en verðmæti húsanna og lóða nánast sama tala. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að bankinn hefði aldrei auglýst þessar eignir opinberlega, vísað var á Íslenska aðalverktaka og fullyrt að þeir hefðu séð um söluna. Þar á bæ kannaðist enginn við það. Tvær aðrar fasteignasölur sem fréttastofa ræddi við, og voru sagðar hafa fengið eignirnar á sölu, höfðu ekki auglýst þær. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður skrifað undir kaupsamning á fimmtudag og söluverðið sé 2 milljarðar króna. Það þýðir að Landsbankinn þarf að afskrifa rúman milljarð.
Mest lesið Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira