Rússneskir peningar að baki kaupanna á Saab 19. febrúar 2010 10:49 Nú er komið í ljós að það voru peningar frá Rússanum Vladimir Antonov sem voru að baki kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Antonov er grunaður er um náin tengsl við rússnesku mafíuna og talið var að sænsk stjórnvöld ásamt bandarísku alríkislögreglunni FBI hefðu komið í veg fyrir aðkomu hans að kaupunum á Saab. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni var það banki í eigu Antonov Group sem fjármagnaði kaup Spyker á Saab með 25 milljón dollara láni. Sjálfur segir Antonov að General Motors fyrrum eigandi Saab, sænsk stjórnvöld og Evrópski þróunarbankinn hafi ætíð vitað að hann hafi staðið að baki þessarar lánveitingar. Í tilefni af þessu rifjar viðskiptavefurinn e24.se upp forsögu þess að Antonov var „útilokaður" frá kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Það var gert á grundvelli skýrslu sem sænska öryggislögreglan hafði samið í fyrra um tengsl Antonov við rússnesku mafíunna. Antonov er grunaður um að hafa staðið í umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mafíuna. Þessari skýrslu var komið í hendurnar á FBI sem staðreyndi hana. Eftir það hafði FBI samband við General Motors og bannaði fyrirtækinu að eiga viðskipti við Antonov. General Motors hættu því samningaviðræðum við Antonov í desember s.l. Í framhaldi af því seldi Antonov hlut sinn í Saab til Victor Müller forstjóra Spyker sem síðan keypti Saab. Banki í eigu Antonov fjármagnaði kaupin á hlutnum. „Þannig að þrátt fyrir að Saab-samningurinn innihaldi ákvæði sem banni eignaraðild Antonov er hann vissulega í slíkri stöðu nú," segir í umfjöllun e24.se. Sænsk stjórnvöld vilja ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að talsmaður sænska viðskiptaráðuneytisins segir að þeir viti vel hver sé skráður eigandi Saab. „Það er ekki í okkar verkahring að tjá okkur um fjármögnunina á kaupunum," segir talsmaðurinn. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nú er komið í ljós að það voru peningar frá Rússanum Vladimir Antonov sem voru að baki kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Antonov er grunaður er um náin tengsl við rússnesku mafíuna og talið var að sænsk stjórnvöld ásamt bandarísku alríkislögreglunni FBI hefðu komið í veg fyrir aðkomu hans að kaupunum á Saab. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni var það banki í eigu Antonov Group sem fjármagnaði kaup Spyker á Saab með 25 milljón dollara láni. Sjálfur segir Antonov að General Motors fyrrum eigandi Saab, sænsk stjórnvöld og Evrópski þróunarbankinn hafi ætíð vitað að hann hafi staðið að baki þessarar lánveitingar. Í tilefni af þessu rifjar viðskiptavefurinn e24.se upp forsögu þess að Antonov var „útilokaður" frá kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Það var gert á grundvelli skýrslu sem sænska öryggislögreglan hafði samið í fyrra um tengsl Antonov við rússnesku mafíunna. Antonov er grunaður um að hafa staðið í umfangsmiklu peningaþvætti fyrir mafíuna. Þessari skýrslu var komið í hendurnar á FBI sem staðreyndi hana. Eftir það hafði FBI samband við General Motors og bannaði fyrirtækinu að eiga viðskipti við Antonov. General Motors hættu því samningaviðræðum við Antonov í desember s.l. Í framhaldi af því seldi Antonov hlut sinn í Saab til Victor Müller forstjóra Spyker sem síðan keypti Saab. Banki í eigu Antonov fjármagnaði kaupin á hlutnum. „Þannig að þrátt fyrir að Saab-samningurinn innihaldi ákvæði sem banni eignaraðild Antonov er hann vissulega í slíkri stöðu nú," segir í umfjöllun e24.se. Sænsk stjórnvöld vilja ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að talsmaður sænska viðskiptaráðuneytisins segir að þeir viti vel hver sé skráður eigandi Saab. „Það er ekki í okkar verkahring að tjá okkur um fjármögnunina á kaupunum," segir talsmaðurinn.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira