Handbolti

Sigur hjá Degi og félögum í Fuchse Berlin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.

Dagur Sigurðsson og lærisveinar í Fuchse Berlin unnu góðan sigur á TuS N Lubbecke í þýska handboltanum í dag.

Þórir Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Berlínarliðið sem vann 32-27 eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik.

Fuchse Berlin situr í níunda sæti en Lubbecke í ellefta af átján liðum.

Fyrr í dag gerðu Minden og Melsungen jafntefli 34-34. Gylfi Gylfason skoraði fimm mörk og Ingimundur Ingimundarson þrjú fyrir Minden sem er í botnsæti deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×