Böndum komið á fjármálakerfi Bandaríkjanna 21. maí 2010 08:42 Bandaríska öldungadeildin hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér mestu umbætur á fjármálareglum sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum frá fjórða áratugi síðustu aldar. Frumvarpið var samþykkt með 59 atkvæðum gegn 39 og næsta skref er að sameina það svipuðu frumvarpi sem samþykkt var í fulltrúadeildinni í desember. Þetta þykir mikill sigur fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að almenningur þurfi aldrei aftur að greiða fyrir mistök fjármálafurstanna á Wall Street. Hann fagnar því að frumvarpið hafi náð í gegn þrátt fyrir að þrýstihópar sem gangi erinda Wall Street hafi reynt að koma í veg fyrir brautargengi þess. Með frumvarpinu verður sterkari böndum komið á bankana og önnur fjármálafyrirtæki auk þess sem lántakendur þurfa að gangast undir mun ítarlegra greiðslumat en hingað til. Þá verður nýrri eftirlitsstofnun komið á fót sem meðal annars verður ætlað að hafa eftirlit með flóknum afleiðuviðskiptum sem talin eru hafa átt stóran hlut í efnahagskreppunni sem nú hrjáir heimsbyggðina. Búist er við að frumvarpið verði að lögum fyrir fjórða júlí í sumar. Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríska öldungadeildin hefur samþykkt frumvarp sem felur í sér mestu umbætur á fjármálareglum sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum frá fjórða áratugi síðustu aldar. Frumvarpið var samþykkt með 59 atkvæðum gegn 39 og næsta skref er að sameina það svipuðu frumvarpi sem samþykkt var í fulltrúadeildinni í desember. Þetta þykir mikill sigur fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að almenningur þurfi aldrei aftur að greiða fyrir mistök fjármálafurstanna á Wall Street. Hann fagnar því að frumvarpið hafi náð í gegn þrátt fyrir að þrýstihópar sem gangi erinda Wall Street hafi reynt að koma í veg fyrir brautargengi þess. Með frumvarpinu verður sterkari böndum komið á bankana og önnur fjármálafyrirtæki auk þess sem lántakendur þurfa að gangast undir mun ítarlegra greiðslumat en hingað til. Þá verður nýrri eftirlitsstofnun komið á fót sem meðal annars verður ætlað að hafa eftirlit með flóknum afleiðuviðskiptum sem talin eru hafa átt stóran hlut í efnahagskreppunni sem nú hrjáir heimsbyggðina. Búist er við að frumvarpið verði að lögum fyrir fjórða júlí í sumar.
Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira