Innlent

Kvótinn ekki innkallaður á næsta fiskveiðiári

Ekkert verður úr þeirri fyrirætlan stjórnvalda að fara að innkalla fiskveiðikvóta í áföngum af kvótahöfum á næsta fiskveiðiári, sem hefst fyrsta september.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að við úthlutun fyrir næsta fiskveiðiár yrði stuðst við núgildandi reglur og því yrði engin skerðing.

Starfshópur um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar hefur ekki enn skilað áliti um málið og segir Jón, í viðtali við Morgunblaðið, að áform um innköllun kvóta síðar, muni að verulegu leiti velta á því áliti.

Fulltrúar Landssambands íslenskra útvegmanna og Samtaka atvinnulífsins sögðu sig úr hópnum á sínum tíma í mótmælaskyni við innköllunina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×