Sjómenn á Kanaríeyjum kaupa íslensk ullarnærföt Erla Hlynsdóttir skrifar 10. september 2010 14:28 Sjómennirnir pöntuðu 400 sett af föðurlandi og 900 pör af ullarsokkum Mynd: Víkurprjón Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns hf., vinnur að því að afgreiða stærstu pöntun sem hann hefur fengið í áraraðir en sjómenn á Kanaríeyjum bíða nú eftir 400 settum af ullarnærfötum og 900 pörum af ullarsokkum. Sjómennirnir fengu að prófa ullarnærfötin, sem í daglegu tali eru kölluð föðurland, og voru það ánægðir með ullina að ákveðið var að panta 400 ullarboli og 400 ullarbuxur, allt í ljósgráum lit. Pöntunin barst með milligöngu íslensks útgerðarfélags en Þórir hefur ekki áður selt erlendum sjómönnum ull. Þórir fékk pöntunina í ágúst og stefndir á að senda hana utan í október. Hann segir pöntunina koma á hentugum tíma því nú sé ferðamannatímanum að ljúka og minna að gera hjá fyrirtækinu. Veturnir fara gjarnan í að safna upp lager fyrir komandi sumar en lagersöfnun þarf aðeins að bíða þetta árið hjá Víkurprjóni. Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns hf. Ullin góð í bleytunni Víkurprjón er í Vík í Mýrdal og selur Þórir stærstan hluta framleiðslunnar til ferðamanna sem þangað koma. Þar eru ullarpeysurnar klassísku vinsælastar. „Ég hef samt alltaf reynt að eiga föðurland hér í búðini. Það eru alltaf einhverjir sem vilja nota þetta. Ég tek oft dæmi af íslenskum kajakræðara sem kom hingað til mín. Þeir lenda oft í vosbúð og kulda á kajaknum. Hann keypti sér svona sett og sagði mér að hann væri búinn að fara í gegn um alla gerviefnavitleysuna, en núna væri hann kominn aftur í gömlu góðu ullina. Hún er alltaf best," segir Þórir. Ferðamenn hættir að kvarta Í gegn um tíðina hefur Víkurprjón selt töluvert af ullarvörum til útlanda en útflutningurinn verið heldur lítill á síðustu árum. „Þetta var meira áður en þenslan byrjaði og krónan styrktist. Þegar krónan var sem sterkust lagðist útflutningurinn alveg niður og hefur ekki komið aftur. Allavega ekki hjá mér. Ég reyndar ekki svo mikla framleiðslugetu. Ég get framleitt íslensku ullarvörurnar fyrir túristana og svo seljum við sokka um allt land," segir Þórir. Hann er bjartsýnn á að útflutningurinn sé nú að taka við sér. „Ferðamennirnir kvörtuðu mikið undan okri um 2007. Nú kvartar enginn. Allir eru ánægðir og kaupa mikið. Ég hef fullan hug á að stækka fyrirtækið og auka framleiðsluna en það getur gengið hægt á þessum litlu stöðum. Hér er ekkert framboð af vinnuafli. Það vantar frekar fólk í vinnu heldur en hitt. Hér er ekkert atvinnuleysi," segir Þórir. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns hf., vinnur að því að afgreiða stærstu pöntun sem hann hefur fengið í áraraðir en sjómenn á Kanaríeyjum bíða nú eftir 400 settum af ullarnærfötum og 900 pörum af ullarsokkum. Sjómennirnir fengu að prófa ullarnærfötin, sem í daglegu tali eru kölluð föðurland, og voru það ánægðir með ullina að ákveðið var að panta 400 ullarboli og 400 ullarbuxur, allt í ljósgráum lit. Pöntunin barst með milligöngu íslensks útgerðarfélags en Þórir hefur ekki áður selt erlendum sjómönnum ull. Þórir fékk pöntunina í ágúst og stefndir á að senda hana utan í október. Hann segir pöntunina koma á hentugum tíma því nú sé ferðamannatímanum að ljúka og minna að gera hjá fyrirtækinu. Veturnir fara gjarnan í að safna upp lager fyrir komandi sumar en lagersöfnun þarf aðeins að bíða þetta árið hjá Víkurprjóni. Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns hf. Ullin góð í bleytunni Víkurprjón er í Vík í Mýrdal og selur Þórir stærstan hluta framleiðslunnar til ferðamanna sem þangað koma. Þar eru ullarpeysurnar klassísku vinsælastar. „Ég hef samt alltaf reynt að eiga föðurland hér í búðini. Það eru alltaf einhverjir sem vilja nota þetta. Ég tek oft dæmi af íslenskum kajakræðara sem kom hingað til mín. Þeir lenda oft í vosbúð og kulda á kajaknum. Hann keypti sér svona sett og sagði mér að hann væri búinn að fara í gegn um alla gerviefnavitleysuna, en núna væri hann kominn aftur í gömlu góðu ullina. Hún er alltaf best," segir Þórir. Ferðamenn hættir að kvarta Í gegn um tíðina hefur Víkurprjón selt töluvert af ullarvörum til útlanda en útflutningurinn verið heldur lítill á síðustu árum. „Þetta var meira áður en þenslan byrjaði og krónan styrktist. Þegar krónan var sem sterkust lagðist útflutningurinn alveg niður og hefur ekki komið aftur. Allavega ekki hjá mér. Ég reyndar ekki svo mikla framleiðslugetu. Ég get framleitt íslensku ullarvörurnar fyrir túristana og svo seljum við sokka um allt land," segir Þórir. Hann er bjartsýnn á að útflutningurinn sé nú að taka við sér. „Ferðamennirnir kvörtuðu mikið undan okri um 2007. Nú kvartar enginn. Allir eru ánægðir og kaupa mikið. Ég hef fullan hug á að stækka fyrirtækið og auka framleiðsluna en það getur gengið hægt á þessum litlu stöðum. Hér er ekkert framboð af vinnuafli. Það vantar frekar fólk í vinnu heldur en hitt. Hér er ekkert atvinnuleysi," segir Þórir.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira