Fjör á frístundaheimilum 2. september 2010 06:00 Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfandi fleiri tugir frístundaheimila víðs vegar um borgina. Frístundaheimilin eru rekin af Íþrótta- og tómstundasviði og eru ætluð fyrir börn í 1. til 4. bekk. Um er að ræða dagvistun fyrir börn þegar grunnskólum lýkur þangað til foreldrar hafa lokið vinnu. Við rekstur frístundaheimila er tekið mið af fjölgreindarkenningum um þroska barna sem leiðir til þess að dagskrá er mjög fjölbreytt þar sem börnin geta þreifað á hinum ýmsu tómstundum. Auk þess er lögð mikil áhersla á að skapa afslappað og heimilslegt andrúmsloft í frístund. Hefðbundin dagskrá frístundaheimilanna er sambland af skipulegri dagskrá og frjáls leiks, hópastarfs og einstaklingsframtaks, og börnin kynnast margbreytilegu tómstundastarfi sem tengjast listum, íþróttum, tölvum og hvaðeina svo tryggt er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að það sé fjör á frístundaheimilum! Nú liggur fyrir að aðsókn barna á frístundaheimilin er í sögulegu hámarki en hátt í 3.300 umsóknir um dvöl hafa borist. Á fjáhagsáætlun fyrir árið 2010 var hins vegar gert ráð fyrir 2.600 plássum, sem var aukning um 500 pláss frá árunum áður. Erfitt er enda að segja til um með nákvæmum hætti hversu mörg börn óska eftir dvöl á frístundaheimili á hverju ári, en meðal annars var talið að vegna ákveðinna þátta í samfélaginu gæti aðsókn minnkað frekar en aukist. Fyrir tæpum tveimur vikum bárust hins vegar liðlega 300 umsóknir sem er mikil aukning frá því sem reiknað var með. Sú aukning hefur í för með sér töluvert hærri rekstrarkostnað frístundaheimila fyrir Reykjavíkurborg, sem og að manna þarf allar stöður og huga að því að koma börnum fyrir í húsnæðiskosti borgarinnar. Það er svo önnur umræða sem ekki er hægt að reifa hér tómsins vegna, hvort ekki eigi að herða reglur um lokatíma á umsóknum og með því að koma í veg fyrir meiri háttar rekstrarvandkvæði. Að minnsta kosti gefur það augaleið að þegar 300 umsóknir um vistun barna á frístundaheimili berast á síðustu stundu þarf í fyrsta lagi að finna starfsfólk og í öðru lagi að mæta kröfum um húsnæðiskost, sem uppfylla skilyrði um rýmisþörf hvers barns, og að gera þetta tvennt á sem hagkvæmastan hátt í því efnahagslega umhverfi sem borgin býr nú við. Í því sambandi ber að nefna að þjónustan er niðurgreidd að miklu leyti af borginni. Starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs sem sér um rekstur frístundaheimilanna á því hrós skilið, en það vinnur að því hörðum höndum að leysa áðurnefnd atriði á mettíma! Húsnæðisvandamál sem kom upp í tengslum við rekstur frístundaheimilisins Skýjaborga við Vesturbæjarskóla var mjög miður en ljóst var að hin færanlega kennslustofa var ekki fulltilbúin og afleit lausn að takmarka leiksvæði barnanna svo sem raun bar vitni. Ákvörðun um notkun hennar hafði þó verið tekin í maí síðastliðinn og haft samráð við alla hlutaðeigandi aðila. Slíkar færanlegar kennslustofur hafa aukinheldur verið notaðar undir starfsemi frístundaheimila sem tímabundin lausn á húsnæðisvanda á öðrum stöðum í Reykjavík. Nú eru hins vegar starfsmenn Reykjavíkurborgar að mæta vandamálinu og liggur brátt fyrir viðeigandi lausn fyrir alla með hagsmuni barnanna í forgrunni. Að þessu vinna nú starfsmenn Íþrótta- og tómstundasviðs hörðum höndum, til að tryggja það mikilvæga verkefni að hafa áfram mikið gaman og mikið fjör á frístundaheimilum og hlúð sé að börnunum okkar með kærleik að leiðarljósi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun