Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót.
Aska frá Eyjafjallajökli hefur farið yfir völlinn en hún hefur meðal annars farið illa með slátturvélar í Eyjum, eins og reyndar víðar.
GSÍ sendi sinn mann til að taka út völlinn í vikunni og var hann dæmdur í góðu standi. Ólafur Þór Ágústsson, formaður Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, var maðurinn sem tók út völlinn.
"Völlurinn er í góðu spilanlegu ásigkomulagi," sagði Ólafur við Vísi en eftir úrtökumót öldunga um síðustu helgi á vellinum höfðu borist kvartanir um ástand hans.
"Völlurinn er mjög góður, ég spilaði hann sjálfur og það stefnir allt í gott golf um helgina," sagði Ólafur og bætti við: "Þeir sem spila illa geta bara kennt sjálfum sér um," sagði Ólafur léttur.
Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum í góðu standi
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn