Innlent

Nýr strandveiðikvóti gefinn út um næstu mánaðamót

Strandveiðar á svæði B, eða frá Hornafirði vestur á Snæfellsnes, voru stöðvaðar á miðnætti, þar sem heildarkvóti strandveiðibáta á svæðinu í þessum mánuði, er búinn.

Svæði A, eða frá Snæfellsnesi vestur til Súðavíkur, var lokað af sömu ástæðum níunda þessa mánaðar, þannig að strandveiðar eru nú aðeins stundaðar frá Norður- og Austurlandi. Nýr strandveiðikvóti verður svo gefinn út um næstu mánaðamót, sá síðasti í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×