Erlent

Belgar efna til kosninga 13. júní

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yves Leterme forsætisráðherra baðst lausnar frá embætti. Mynd/ AFP.
Yves Leterme forsætisráðherra baðst lausnar frá embætti. Mynd/ AFP.
Belgar hafa ákveðið að rjúfa þing og gera ráð fyrir því að þingkosningar verði haldnar að nýju þann 13. júní næstkomandi.

Albert II, konungur Belgíu, samþykkti í síðasta mánuði beiðni Yves Letermes, forsætisráðherra landsins, um lausn frá störfum. Hann hafði þá gegnt embætti í einungis fimm mánuði.

Það sem vekur helst eftirtekt við stjórnmálaástandið í Belgíu er að Belgía á samkvæmt áætlun að taka við formennsku í Evrópusambandinu þann 1. júlí næstkomandi. Danska ríkisútvarpið segir að fræðilega séð ætti að vera mögulegt að mynda nýja ríkisstjórn fyrir þann tíma en sagan sýni að afskaplega ólíklegt sé að það muni gerast. Þannig hafi það tekið Yves Leterme níu mánuði að mynda stjórn sína eftir síðustu kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×