Innlent

Frumvarp um gjaldþrotaskipti frestast

Mynd/Anton Brink

Frumvörp um greiðsluaðlögun, tímabundin úrræði fyrir þá sem eiga tvær fasteignir og umboðsmann skuldara verða afgreidd á Alþingi á morgun, á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí. Þá verður einnig afgreitt frumvarp um skattalega meðferð á eftirgjöf skulda.

Ekki tókst að afgreiða frumvörp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda og hópmálsókn úr allsherjarnefnd í morgun. Þarfnast þau mál frekari tæknilegrar vinnu og verða að líkindum afgreidd í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×