Hamilton ánægður með spretthörkuna 26. mars 2010 16:39 Það er nákvæmnisverk að keppa í Formúlu 1, en Hamilton ræsir af stað kl. 06.00 á sunnudag í kappaksturinn Bretinn Lewis Hamilton er hamingjusamur með McLaren fák sinn eftir æfingar föstudagsins. Hann náði besta tíma á undan Jenson Button, liðsfélaga sínum á seinni æfingunni, en Robert Kubica var fljótari á þeirri fyrri. Kappaksturinn á sunnudag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 og verður hann endursýndur kkl. 12.00. "Við erum ofar en við væntum og klifrum stigann hratt, en ég held við séum aðeins á eftir hvað raunhraða varðar. Við vonum að þessi braut henti betur, þannig að við náum hagstæðari úrslitum en síðast", sagði Hamilton, sem varð þriðji í fyrsta mótinu í Barein á eftir Ferrari mönnum. "Ég tel að keppnishraði bílsins sé góður og með mikið bensín um borð eins og í keppni þá virkar hann vel, allavega hjá mér. Þá skiptir máli að nota dekkin rétt. Það er mikilvægast að ná góðum árangri í tímatökunni og ná því mesta út úr bílnum í einum hring. Tímatakan skiptir meira máli núna en áður." "Við höfum unnið mikla vinnu í ökuhermi til að finna út afhverju bíllinn er ekki eins góður þegar hann er bensínléttur og í keppni. Við náðum þessum vel á æfingu í dag og náðum að breyta bílnum þó brautin væri ekki hröð og mér leið vel með bílinn í bleytunni. Við ættum að geta slegist við þá hröðustu. Bæði ég og Button erum spenntur með virkni bílsins." Hamilton telur sig ekki hafa neina auka þekkingu á McLaren bílinn umfram Button, þó hann sé búinn að vera hjá liðinu lengur. Button byrjaði á þessu ári. "Bíllinn er nýr og algjörlega ólíkur bíl síðasta árs. Afturendinn lætur vel af stjórn, en það hefur verið vandmál með yfirstýringu hjá McLaren í síðustu bílum. Þessi hegðun er ný af nálinni fyrir okkur báða og hvorugur hefur neitt umfram hinn varðandi þekkingu á slíkum aksturseiginleikum. Við munum skiptast á að gera betur vænti ég á árinu." Flestir búast við sömu keppnisáætlun og voru i gangi í Barein, en þar tóku menn aðeins eitt þjónustuhlé. Svo er alltaf hætt við því að öryggisbíllinn komi út í Melbourne, sem getur breytt gangi mála. "Ég hef ekki trú á því að það verði nein breyting frá Barein. Það verður aðeins eitt hlé, en ég veit ekki hvað gæjarnir gera ef öryggisbíll kemur út. Ég verð að fá leiðbeiningar um það, en vonandi kemur öryggisbíllinn ekki út. Ég stefni á sigur í mótinu og vonandi verðum við í stöðu til að fylgja því eftir." Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er hamingjusamur með McLaren fák sinn eftir æfingar föstudagsins. Hann náði besta tíma á undan Jenson Button, liðsfélaga sínum á seinni æfingunni, en Robert Kubica var fljótari á þeirri fyrri. Kappaksturinn á sunnudag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 05.30 og verður hann endursýndur kkl. 12.00. "Við erum ofar en við væntum og klifrum stigann hratt, en ég held við séum aðeins á eftir hvað raunhraða varðar. Við vonum að þessi braut henti betur, þannig að við náum hagstæðari úrslitum en síðast", sagði Hamilton, sem varð þriðji í fyrsta mótinu í Barein á eftir Ferrari mönnum. "Ég tel að keppnishraði bílsins sé góður og með mikið bensín um borð eins og í keppni þá virkar hann vel, allavega hjá mér. Þá skiptir máli að nota dekkin rétt. Það er mikilvægast að ná góðum árangri í tímatökunni og ná því mesta út úr bílnum í einum hring. Tímatakan skiptir meira máli núna en áður." "Við höfum unnið mikla vinnu í ökuhermi til að finna út afhverju bíllinn er ekki eins góður þegar hann er bensínléttur og í keppni. Við náðum þessum vel á æfingu í dag og náðum að breyta bílnum þó brautin væri ekki hröð og mér leið vel með bílinn í bleytunni. Við ættum að geta slegist við þá hröðustu. Bæði ég og Button erum spenntur með virkni bílsins." Hamilton telur sig ekki hafa neina auka þekkingu á McLaren bílinn umfram Button, þó hann sé búinn að vera hjá liðinu lengur. Button byrjaði á þessu ári. "Bíllinn er nýr og algjörlega ólíkur bíl síðasta árs. Afturendinn lætur vel af stjórn, en það hefur verið vandmál með yfirstýringu hjá McLaren í síðustu bílum. Þessi hegðun er ný af nálinni fyrir okkur báða og hvorugur hefur neitt umfram hinn varðandi þekkingu á slíkum aksturseiginleikum. Við munum skiptast á að gera betur vænti ég á árinu." Flestir búast við sömu keppnisáætlun og voru i gangi í Barein, en þar tóku menn aðeins eitt þjónustuhlé. Svo er alltaf hætt við því að öryggisbíllinn komi út í Melbourne, sem getur breytt gangi mála. "Ég hef ekki trú á því að það verði nein breyting frá Barein. Það verður aðeins eitt hlé, en ég veit ekki hvað gæjarnir gera ef öryggisbíll kemur út. Ég verð að fá leiðbeiningar um það, en vonandi kemur öryggisbíllinn ekki út. Ég stefni á sigur í mótinu og vonandi verðum við í stöðu til að fylgja því eftir."
Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti