Greining: Ekkert að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt 8. september 2010 10:57 Greining Íslandsbanka segir að ekkert sé að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt og breytingar á landsframleiðslunni milli ára og ársfjórðunga.Greining fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að það vakti nokkra eftirtekt þegar fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu í lok júní síðastliðins að kreppunni á Íslandi væri tæknilega lokið þar sem hagvöxtur hafði mælst hér á landi tvo ársfjórðunga í röð.Vísuðu fulltrúar sjóðsins þar til talna sem Hagstofan hafði birt fyrr í þeim mánuði og sýndu að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafði vaxið á fjórða ársfjórðungi í fyrra um 0,7% frá ársfjórðunginum á undan og um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá fjórða ársfjórðungi í fyrra.Tölur dregnar upp úr hatti„Þessar árstíðarleiðréttu landsframleiðslutölur höfðu lítið verið notaðar í umræðunni um efnahagsmál hér á landi fram að því að AGS dró þær upp úr hatti sínum þarna í júní en mikið hefur verið gert úr þessum tölum síðan og mun meira en innistæða er fyrir að okkar mati," segir í Morgunkorninu.Endurskoðaðar tölur sem Hagstofan birti síðastliðinn föstudag sýna að á ofangreindu tímabili var samdráttur en ekki hagvöxtur. Þannig var samdrátturinn 0,3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 1,2% samdráttur varð á fyrsta fjórðungi í ár. Niðurstaða stofnunarinnar er einnig að samdráttur hafi verið 3,1% á öðrum ársfjórðungi í ár og þar með að hert hafi á samdrættinum fremur en hitt ef menn vilja túlka tölurnar bókstaflega.Vitræn túlkun ómögulegGreining segir að í raun sé ekki hægt að byggja neina vitræna túlkun á þessum tölum. Sveiflurnar í þeim á milli birtinga Hagstofunnar eru svo miklar að best er að fara afar varlega í alla slíka túlkun. Þannig var Hagstofan, svo dæmi sé tekið, að birta endurskoðaðar tölur fyrir annan ársfjórðung 2008 þ.e. tvö ár aftur í tímann nú síðastliðinn föstudag. Telur stofnunin nú að þá hafi verið 0,8% samdráttur á þeim ársfjórðungi en fyrst þegar tölur fyrir þann ársfjórðung voru birtar taldi stofnunin að þá hefði verið 4,9% hagvöxtur.Í þeim átta endurskoðunum sem hagvaxtartölur fyrir þann ársfjórðung hafa gengið í gegnum hjá stofnuninni á þessu tveggja ára tímabili hefur hagvaxtartalan staðið hæst í 4,9% og lægst í 4,2% samdrætti. Sveiflan er 9,1 prósentustig og nær því yfir allan skalann i túlkun, allt frá miklum hagvexti yfir í mikinn samdrátt.Fjaðrafokið nú er m.a. vegna þess að hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs í ár hafa verið endurskoðaðar. Endurskoðunin ætti samt ekkert að koma á óvart. Hagstofan er t.d. enn að endurskoða hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs 2008 sem hljóðuðu fyrst þegar þær voru birtar upp á 3,7% samdrátt á því tímabili. Eftir sjö endurskoðanir á þeirri tölu var stofnunin komin á þá skoðun í mars í fyrra að í raun hefði ekki verið samdráttur á þessu tímabili heldur 4,3% hagvöxtur.Miklar sveiflur í tölunumNú á föstudaginn þegar stofnunin birti sína níundu endurskoðun á þessum hagvaxtartölum fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 var niðurstaðan 1,8% hagvöxtur. Sveiflan í tölunum fyrir þennan eina ársfjórðung hefur verið átta prósentustig á þessu ríflega tveggja ára tímabili. Tölurnar sýndu fyrst mikinn samdrátt, síðan stöðnun, síðan mikinn hagvöxt og loks lítilsháttar vöxt.Nefna má fjölmörg önnur sambærileg dæmi úr sögu Hagstofunnar um árstíðaleiðréttan hagvöxt á milli ársfjórðunga. Má nefna til viðbótar við þau dæmi sem hér hafa verið nefnd að fjórtánda endurskoðun á fjórða fjórðungi 2006 var birt á föstudaginn og hefur niðurstaðan farið úr því að segja að á þessum fjórðungi hafi verið hagvöxtur, stöðnun, samdráttur, síðan mikill hagvöxtur og loks talsverð kreppa.Byggt á sandi„Niðurstaðan er sú að það er ekkert byggjandi á þessum tölum. Fulltrúar AGS stóðu því á sandi þegar þeir sögðu að kreppan væri tæknilega liðin hjá á grundvelli þessara talna. Og að sama skapi standa þeir einnig á sandi sem nú halda því fram á grundvelli sömu talna að kreppan sé enn til staðar og að ekkert sé að rofa til í íslenskum þjóðarbúskap," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að ekkert sé að marka tölur Hagstofunnar um hagvöxt og breytingar á landsframleiðslunni milli ára og ársfjórðunga.Greining fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að það vakti nokkra eftirtekt þegar fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu í lok júní síðastliðins að kreppunni á Íslandi væri tæknilega lokið þar sem hagvöxtur hafði mælst hér á landi tvo ársfjórðunga í röð.Vísuðu fulltrúar sjóðsins þar til talna sem Hagstofan hafði birt fyrr í þeim mánuði og sýndu að árstíðaleiðrétt landsframleiðsla hafði vaxið á fjórða ársfjórðungi í fyrra um 0,7% frá ársfjórðunginum á undan og um 0,6% á fyrsta fjórðungi þessa árs frá fjórða ársfjórðungi í fyrra.Tölur dregnar upp úr hatti„Þessar árstíðarleiðréttu landsframleiðslutölur höfðu lítið verið notaðar í umræðunni um efnahagsmál hér á landi fram að því að AGS dró þær upp úr hatti sínum þarna í júní en mikið hefur verið gert úr þessum tölum síðan og mun meira en innistæða er fyrir að okkar mati," segir í Morgunkorninu.Endurskoðaðar tölur sem Hagstofan birti síðastliðinn föstudag sýna að á ofangreindu tímabili var samdráttur en ekki hagvöxtur. Þannig var samdrátturinn 0,3% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og 1,2% samdráttur varð á fyrsta fjórðungi í ár. Niðurstaða stofnunarinnar er einnig að samdráttur hafi verið 3,1% á öðrum ársfjórðungi í ár og þar með að hert hafi á samdrættinum fremur en hitt ef menn vilja túlka tölurnar bókstaflega.Vitræn túlkun ómögulegGreining segir að í raun sé ekki hægt að byggja neina vitræna túlkun á þessum tölum. Sveiflurnar í þeim á milli birtinga Hagstofunnar eru svo miklar að best er að fara afar varlega í alla slíka túlkun. Þannig var Hagstofan, svo dæmi sé tekið, að birta endurskoðaðar tölur fyrir annan ársfjórðung 2008 þ.e. tvö ár aftur í tímann nú síðastliðinn föstudag. Telur stofnunin nú að þá hafi verið 0,8% samdráttur á þeim ársfjórðungi en fyrst þegar tölur fyrir þann ársfjórðung voru birtar taldi stofnunin að þá hefði verið 4,9% hagvöxtur.Í þeim átta endurskoðunum sem hagvaxtartölur fyrir þann ársfjórðung hafa gengið í gegnum hjá stofnuninni á þessu tveggja ára tímabili hefur hagvaxtartalan staðið hæst í 4,9% og lægst í 4,2% samdrætti. Sveiflan er 9,1 prósentustig og nær því yfir allan skalann i túlkun, allt frá miklum hagvexti yfir í mikinn samdrátt.Fjaðrafokið nú er m.a. vegna þess að hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs í ár hafa verið endurskoðaðar. Endurskoðunin ætti samt ekkert að koma á óvart. Hagstofan er t.d. enn að endurskoða hagvaxtartölur fyrsta ársfjórðungs 2008 sem hljóðuðu fyrst þegar þær voru birtar upp á 3,7% samdrátt á því tímabili. Eftir sjö endurskoðanir á þeirri tölu var stofnunin komin á þá skoðun í mars í fyrra að í raun hefði ekki verið samdráttur á þessu tímabili heldur 4,3% hagvöxtur.Miklar sveiflur í tölunumNú á föstudaginn þegar stofnunin birti sína níundu endurskoðun á þessum hagvaxtartölum fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 var niðurstaðan 1,8% hagvöxtur. Sveiflan í tölunum fyrir þennan eina ársfjórðung hefur verið átta prósentustig á þessu ríflega tveggja ára tímabili. Tölurnar sýndu fyrst mikinn samdrátt, síðan stöðnun, síðan mikinn hagvöxt og loks lítilsháttar vöxt.Nefna má fjölmörg önnur sambærileg dæmi úr sögu Hagstofunnar um árstíðaleiðréttan hagvöxt á milli ársfjórðunga. Má nefna til viðbótar við þau dæmi sem hér hafa verið nefnd að fjórtánda endurskoðun á fjórða fjórðungi 2006 var birt á föstudaginn og hefur niðurstaðan farið úr því að segja að á þessum fjórðungi hafi verið hagvöxtur, stöðnun, samdráttur, síðan mikill hagvöxtur og loks talsverð kreppa.Byggt á sandi„Niðurstaðan er sú að það er ekkert byggjandi á þessum tölum. Fulltrúar AGS stóðu því á sandi þegar þeir sögðu að kreppan væri tæknilega liðin hjá á grundvelli þessara talna. Og að sama skapi standa þeir einnig á sandi sem nú halda því fram á grundvelli sömu talna að kreppan sé enn til staðar og að ekkert sé að rofa til í íslenskum þjóðarbúskap," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira