Handbolti

Dagur kom Austurríki á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Fréttablaðið/Diener
Dagur Sigurðsson kom Austurríki inn á HM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar. Liðið lagði Holland samanlagt 59-49.

Austurríki vann fyrri leikinn með fimmtán marka mun og tapaði svo í dag með sex mörkum 34-28. Það dugði vel til þess að komast áfram.

Dagur segir óvíst hvort hann haldi áfram með liðið en samningur hans er runninn út.

Danir komust einnig á HM eftir sigur á Sviss, Þýskaland vann Grikkland og Noregur vann Litháen.

Þá vann Slóvakía lið Úkraínu og Ungverjar unnu Slóvena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×