Erlent

Góða ferð.........öll

Óli Tynes skrifar
Flottir ferðafélagar.
Flottir ferðafélagar.

Könnun sem breska fyrirtækið Rentokil gerði í breskum járnbrautarlestum hefur leitt í ljós að farþegar sem ferðast með þeim eru mun fleiri en vitað var um.

Meirihluti farþeganna borgar aldrei nein fargjöld en ferðast þó með lestunum dag og nótt.

Rentokil komst nefnilega að því að í hverjum einasta lestarvagni eru að meðaltali 1000 kakkalakkar, 500 rykmaurar, 200 veggjalýs, 200 flær og 100 teppabjöllur.

Fólk losnar heldur ekki endilega við þessa óværu með því að skipta yfir í leigubíl.

Þar er algengt að finna tuttugu kakkalakka og eins mýgrút af öðrum kvikindum sem fela sig í sætum og saumum og teygja sig fram til að bíta þegar einhver sest uppvið eða ofan á þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×