Innlent

Icelandair segir upp 54 flugmönnum

Icelandair hefur sagt upp 54 flugmönnum í júní. Í byrjun mánaðarins fengu 26 flugmenn flugfélagsins uppsagnarbréf sem tekur gildi 1. september. Í dag var haldinn flugmannafundur hjá félaginu þar sem tilkynnt var um 28 uppsagnir í viðbót.

Fram kemur á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna að um er að ræða fleiri upp uppsagnir en hjá félaginu 2009-2010. „Stjórn FÍA lýsir undrun sinni á þessum uppsögnum, sérstaklega í ljósi þess að aukning er í áætlunarflugi hjá Icelandair næsta vetur og jafnframt liggja nú þegar fyrir leiguflugsverkefni fyrir veturinn sem lofi góðu. Ef þessar 54 uppsagnir taka gildi eru alls 90 flugmenn í uppsögn hjá félaginu," segir á vef Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

„Hjá FÍE er verið að fara yfir útreikninga á áhafnaþörf Icelandair um þessar mundir og ætti niðurstaða að liggja fyrir á næstu dögum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×