Forstjóri Iceland: Eigendurnir láta okkur í friði 8. júní 2010 09:03 Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann og aðrir stjórnarmenn Iceland eigi mjög góð samskipti við eigendur sína, það er skilanefnd Landsbankans. „Eigendurnir láta okkur algerlega í friði og það virkar mjög vel," segir Walker í samtali við blaðið Telegraph.Methagnaður Iceland á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. hefur vakið töluverða athygli í breskum fjölmiðlum. Þeir fjalla allir á einhvern hátt um hið íslenska eignarhald á verslunarkeðjunni en skilanefnd Landsbankans heldur um 69% hlut og skilanefnd Glitnis á 10% hlut í keðjunni.Walker er ánægður með rekstur Iceland á síðasta ári enda skilaði keðjan 25,5 milljarða kr. hagnaði fyrir skatt á árinu. Sjálfur segir Walker að hann hafi alls ekki hugsað sér að selja sinn hlut í Iceland. Walker ásamt öðrum helstu stjórnendum Iceland eiga rúmlega 20% hlut í keðjunni.Fram kemur í samtalinu að árangur Iceland sé mjög góður í ljósi þess hve samkeppnin á lágvörumarkaðinum í Bretlandi hefur harnað í kjölfar kreppunnar. Walker bendir hinsvegar á að Iceland skilaði mjög góðum uppgjörum árin áður en kreppan skall á. Hann segir viðskiptalíkan Iceland hafa gert þeim kleyft að sigla í gegnum kreppuna eins vel og raun ber vitni. Líkanið felst m.a. í sterkri eiginfjárstöðu, góðu vöruúrvali, frábærri þjónustu og viðskiptavinum sem eru hliðhollir keðjunni. Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann og aðrir stjórnarmenn Iceland eigi mjög góð samskipti við eigendur sína, það er skilanefnd Landsbankans. „Eigendurnir láta okkur algerlega í friði og það virkar mjög vel," segir Walker í samtali við blaðið Telegraph.Methagnaður Iceland á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. hefur vakið töluverða athygli í breskum fjölmiðlum. Þeir fjalla allir á einhvern hátt um hið íslenska eignarhald á verslunarkeðjunni en skilanefnd Landsbankans heldur um 69% hlut og skilanefnd Glitnis á 10% hlut í keðjunni.Walker er ánægður með rekstur Iceland á síðasta ári enda skilaði keðjan 25,5 milljarða kr. hagnaði fyrir skatt á árinu. Sjálfur segir Walker að hann hafi alls ekki hugsað sér að selja sinn hlut í Iceland. Walker ásamt öðrum helstu stjórnendum Iceland eiga rúmlega 20% hlut í keðjunni.Fram kemur í samtalinu að árangur Iceland sé mjög góður í ljósi þess hve samkeppnin á lágvörumarkaðinum í Bretlandi hefur harnað í kjölfar kreppunnar. Walker bendir hinsvegar á að Iceland skilaði mjög góðum uppgjörum árin áður en kreppan skall á. Hann segir viðskiptalíkan Iceland hafa gert þeim kleyft að sigla í gegnum kreppuna eins vel og raun ber vitni. Líkanið felst m.a. í sterkri eiginfjárstöðu, góðu vöruúrvali, frábærri þjónustu og viðskiptavinum sem eru hliðhollir keðjunni.
Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira