Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi 15. júní 2010 13:08 Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum. Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum.
Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira