Landsbankinn segir ógerlegt að selja Vestia í opnu söluferli Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. ágúst 2010 18:45 Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli. Fyrir helgi var greint frá því að Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia eins og það leggur sig af Landsbankanum á nítján og hálfan milljarð króna, en inni í Vestia eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins. Sú staðreynd að Landsbankinn ákvað að selja Vestia til Framtakssjóðsins án auglýsingar hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, gagnrýndi þetta fyrirkomulag t.d í kvöldfréttum Rúv í gær og þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd kallað eftir skýringum á þessu þar sem þetta sé þvert á verklagsreglur sem kynntar hafi verið. Fram kemur í verklagsreglum Vestia að selja eigi eignir með opnu og gagnsæju söluferli og að gæta eigi jafnræðis meðal kaupenda. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu að verklagsreglurnar giltu ekki um Vestia í heild sinni heldur um sölu á einstökum eignum fyrirtækisins. Kristján sagði að ekki hafi verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli þar sem margar eignir fyrirtækisins væru illseljanlegar. Slíkt verkefni hefði tekið mjög langan tíma bæði vegna stöðu eigna og hversu umfangsmikið slíkt verkefni væri. Bankinn væri hins vegar undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna og því hafi salan á Vestia til Framtakssjóðsins reynst heppileg lausn. Kristján sagði jafnframt að verklagsreglurnar fylgdu Vestia yfir til lífeyrissjóðanna. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna málsins en ekki var orðið við þeirri ósk vegna anna Steinþórs. Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
Landsbankinn lítur svo á að verklagsreglur Vestia um sölu eigna sem bankinn hefur tekið yfir gildi aðeins um einstakar eignir en ekki fyrirtækið í heild sinni. Bankinn hafnar því að hafa brotið verklagsreglur. Þá segja stjórnendur ómögulegt að setja Vestia í heild sinni í opið söluferli. Fyrir helgi var greint frá því að Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia eins og það leggur sig af Landsbankanum á nítján og hálfan milljarð króna, en inni í Vestia eru mörg af þekktustu fyrirtækjum landsins. Sú staðreynd að Landsbankinn ákvað að selja Vestia til Framtakssjóðsins án auglýsingar hefur verið tilefni nokkurrar gagnrýni. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, gagnrýndi þetta fyrirkomulag t.d í kvöldfréttum Rúv í gær og þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd kallað eftir skýringum á þessu þar sem þetta sé þvert á verklagsreglur sem kynntar hafi verið. Fram kemur í verklagsreglum Vestia að selja eigi eignir með opnu og gagnsæju söluferli og að gæta eigi jafnræðis meðal kaupenda. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, sagði í samtali við fréttastofu að verklagsreglurnar giltu ekki um Vestia í heild sinni heldur um sölu á einstökum eignum fyrirtækisins. Kristján sagði að ekki hafi verið hægt að selja Vestia í einu lagi í opnu og gagnsæju söluferli þar sem margar eignir fyrirtækisins væru illseljanlegar. Slíkt verkefni hefði tekið mjög langan tíma bæði vegna stöðu eigna og hversu umfangsmikið slíkt verkefni væri. Bankinn væri hins vegar undir tímapressu frá Samkeppniseftirlitinu um að selja margar þessara eigna og því hafi salan á Vestia til Framtakssjóðsins reynst heppileg lausn. Kristján sagði jafnframt að verklagsreglurnar fylgdu Vestia yfir til lífeyrissjóðanna. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, vegna málsins en ekki var orðið við þeirri ósk vegna anna Steinþórs.
Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29 Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28 Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Sjá meira
Samið um kaup á Vestia Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands. 20. ágúst 2010 12:29
Vilja ræða kaupin á Vestiu Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir að nefndin fundi um kaup Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia. 24. ágúst 2010 16:28
Vestia áhugaverður fjárfestingarkostur Framtakssjóður Íslands, fjárfestingarfélag lífeyrissjóðanna, hefur keypt eignaumsýslufélagið Vestia af Landsbankanum á tæplega tuttugu milljarða króna. Inni í Vestia eru nokkur af þekktustu fyrirtækjum landsins. 20. ágúst 2010 18:59