Keflavík í lokaúrslitin eftir sex stiga sigur í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2010 18:19 Það var hart barist í Ljónagryfjunni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira