EM: Svartfellingar lögðu heimsmeistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar 7. desember 2010 18:47 Bojana Popovic fagnar einu níu marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Rússa, 24-22, í fyrsta leik B-riðils á EM í Danmörku og Noregi. Liðin leika með Íslandi í riðli og voru fyrirfram talin tvö sterkustu lið riðilsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og síðustu mínúturnar reyndust afar spennandi. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta eign Rússana. Þeir byruðu strax á því að taka Bojönu Popovic, eina bestu handknattleikskonu heims, úr umferð. En Svartfellingar gátu brugðist við því og komust í 7-5 forystu. En þá skellti rússneska vörnin í lás og Maria Sidorova markvörður fór algerlega á kostum. Rússar skoruðu sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þrátt fyrir þessa yfirburði ákvað Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari rússneska liðsins, að skipta hálfu byrjunarliðinu af velli þegar best gekk. Það veikti þó rússneska liðið ekki neitt og liðið mallaði áfram eins og vel smurð vél. Sidorova varði tíu mörk í fyrri hálfleik og það virtist ekki mikið annað í kortunum en áframhaldandi yfirburðir Rússar í síðari hálfleik, sérstaklega þar sem sóknarleikur Svartfellinga var í molum undir lok hálfeiksins. Annað átti eftir að koma á daginn.Koroleva tekur skot að marki Svartfellinga.Nordic Photos / AFPRússar hættu að taka Popovic úr umferð og Svartfellingar náðu að spila miklu betri sóknarleik. Vörn og markvarsla varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á leikinn og allt í einu voru Svartfellingar komnir yfir, 19-18, eftir að hafa skorað sjö mörk í röð. Allt var í járnum síðustu mínútur leiksins og jafnt á öllum tölum. Þar til að tvær mínútur voru eftir og Svartfellingum tókst að skora tvö mörk í röð. Tíminn reyndist of naumur fyrir Rússana og hélt Popovic upp á sigurinn með því að skora af rúmlega tíu metra færi um leið og leiktíminn rann út. Markvörðurinn Sonja Barjaktarovic var þó besti leikmaður Svartfellinga en hún fór mikinn í síðari hálfleik og varði tíu skot, þar af fjölmörg dauðafæri.Svartfellingar taka hér sóknarmann Rússa föstum tökum.Nordic Photos / AFPStærsti munurinn á liðunum var ef til vill það sem sneri að leikgleðinni. Á meðan að Svartfellingar fögnuðu nánast hverju einasta marki, bæði inn á vellinum sem og á bekknum, stökk þeim rússnesku varla bros allan leikinn. Og alltaf var Trefilov þjálfari kolbrjálaður á hliðarlínunni, sama hvort liðinu gekk vel eða ekki. Enda fór það þannig að mikill fögnuður braust út meðal Svartfellinga eftir leikinn, enda lögðu þeir sjálfa heimsmeistarana að velli og eiga nú góðan möguleika á því að tryggja sér toppsæti riðilsins.Svartfjallaland - Rússland 24 - 22 (10 - 15)Mörk Svartfjallalands (skot): Bojana Popovic 9/3 (15/3), Jovanka Radicevic 4 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Maja Savic 2 (5), Majda Mehmedovic 2 (5), Milena Knezevic 2 (5), Ana Radovic 1 (1), Suzana Lazovic 1 (4).Varin skot: Sonja Barjaktarovic 15 (36/1, 42%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 4 (Radicevic 1, Popovic 1, Mehmedovic 1, Knezevic 1).Fiskuð víti: 3 (Bulatovic 2, Radicevic 1).Utan vallar: 8 mínútur. Rautt: Knezevic.Mörk Rússlands (skot): Polina Kuznetcova 4 (4), Turey Emilya 4/2 (4/2), Anna Sen 3 (4), Olga Levina 3 (6), Anna Kochetova 2 (4), Ekaterina Davydenko 2 (5), Kseniya Makeeva 1 (2), Ekaterina Vetkova 1 (3), Tatiana Khmyrova 1 (3), Olga Chernoivanenko 1 (4), Marina Yartseva (1), Victoria Zhilinskayte (1), Oxana Koroleva (2).Varin skot: Maria Sidorova 17 (34/2, 50%), Anna Sedoykina 3 (10/1, 30%).Hraðaupphlaup: 8 (Levina 2, Emilya 2, Kuznetcova 1, Kochetova 1, Makeeva 1, Sen 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Chernoivanenko 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Csaba Kekes og Pal Kekes, Ungverjalandi. Handbolti Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Sjá meira
Svartfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu heimsmeistara Rússa, 24-22, í fyrsta leik B-riðils á EM í Danmörku og Noregi. Liðin leika með Íslandi í riðli og voru fyrirfram talin tvö sterkustu lið riðilsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og síðustu mínúturnar reyndust afar spennandi. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta eign Rússana. Þeir byruðu strax á því að taka Bojönu Popovic, eina bestu handknattleikskonu heims, úr umferð. En Svartfellingar gátu brugðist við því og komust í 7-5 forystu. En þá skellti rússneska vörnin í lás og Maria Sidorova markvörður fór algerlega á kostum. Rússar skoruðu sjö mörk í röð og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þrátt fyrir þessa yfirburði ákvað Evgeny Trefilov, hinn skrautlegi þjálfari rússneska liðsins, að skipta hálfu byrjunarliðinu af velli þegar best gekk. Það veikti þó rússneska liðið ekki neitt og liðið mallaði áfram eins og vel smurð vél. Sidorova varði tíu mörk í fyrri hálfleik og það virtist ekki mikið annað í kortunum en áframhaldandi yfirburðir Rússar í síðari hálfleik, sérstaklega þar sem sóknarleikur Svartfellinga var í molum undir lok hálfeiksins. Annað átti eftir að koma á daginn.Koroleva tekur skot að marki Svartfellinga.Nordic Photos / AFPRússar hættu að taka Popovic úr umferð og Svartfellingar náðu að spila miklu betri sóknarleik. Vörn og markvarsla varð alltaf betri og betri eftir því sem leið á leikinn og allt í einu voru Svartfellingar komnir yfir, 19-18, eftir að hafa skorað sjö mörk í röð. Allt var í járnum síðustu mínútur leiksins og jafnt á öllum tölum. Þar til að tvær mínútur voru eftir og Svartfellingum tókst að skora tvö mörk í röð. Tíminn reyndist of naumur fyrir Rússana og hélt Popovic upp á sigurinn með því að skora af rúmlega tíu metra færi um leið og leiktíminn rann út. Markvörðurinn Sonja Barjaktarovic var þó besti leikmaður Svartfellinga en hún fór mikinn í síðari hálfleik og varði tíu skot, þar af fjölmörg dauðafæri.Svartfellingar taka hér sóknarmann Rússa föstum tökum.Nordic Photos / AFPStærsti munurinn á liðunum var ef til vill það sem sneri að leikgleðinni. Á meðan að Svartfellingar fögnuðu nánast hverju einasta marki, bæði inn á vellinum sem og á bekknum, stökk þeim rússnesku varla bros allan leikinn. Og alltaf var Trefilov þjálfari kolbrjálaður á hliðarlínunni, sama hvort liðinu gekk vel eða ekki. Enda fór það þannig að mikill fögnuður braust út meðal Svartfellinga eftir leikinn, enda lögðu þeir sjálfa heimsmeistarana að velli og eiga nú góðan möguleika á því að tryggja sér toppsæti riðilsins.Svartfjallaland - Rússland 24 - 22 (10 - 15)Mörk Svartfjallalands (skot): Bojana Popovic 9/3 (15/3), Jovanka Radicevic 4 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Maja Savic 2 (5), Majda Mehmedovic 2 (5), Milena Knezevic 2 (5), Ana Radovic 1 (1), Suzana Lazovic 1 (4).Varin skot: Sonja Barjaktarovic 15 (36/1, 42%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 4 (Radicevic 1, Popovic 1, Mehmedovic 1, Knezevic 1).Fiskuð víti: 3 (Bulatovic 2, Radicevic 1).Utan vallar: 8 mínútur. Rautt: Knezevic.Mörk Rússlands (skot): Polina Kuznetcova 4 (4), Turey Emilya 4/2 (4/2), Anna Sen 3 (4), Olga Levina 3 (6), Anna Kochetova 2 (4), Ekaterina Davydenko 2 (5), Kseniya Makeeva 1 (2), Ekaterina Vetkova 1 (3), Tatiana Khmyrova 1 (3), Olga Chernoivanenko 1 (4), Marina Yartseva (1), Victoria Zhilinskayte (1), Oxana Koroleva (2).Varin skot: Maria Sidorova 17 (34/2, 50%), Anna Sedoykina 3 (10/1, 30%).Hraðaupphlaup: 8 (Levina 2, Emilya 2, Kuznetcova 1, Kochetova 1, Makeeva 1, Sen 1).Fiskuð víti: 2 (Levina 1, Chernoivanenko 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Csaba Kekes og Pal Kekes, Ungverjalandi.
Handbolti Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti