Innlent

Gylfi mætir á borgarafundinn í Iðnó

Gylfi Magnússon mætir á fundinn í Iðnó sem hefst klukkan 20:00.
Gylfi Magnússon mætir á fundinn í Iðnó sem hefst klukkan 20:00. Mynd/Anton Brink
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest komu sína á Opinn borgarafund í Iðnó í kvöld. Gylfi mun þar verða með framsögu, ásamt Lilju Mósesdóttur þingmanni VG, Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokks og Guðmundi Andra Skúlasyni talsmanni Samtaka lánþega. Auk þeirra verða í pallborði þeir Ragnar Baldursson hrl. og Marinó G. Njálsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Fundurinn er öllum opinn og verður fundargestum boðið upp á að koma með fyrirspurnir úr sal til ráðherra, þingmanna og annarra sem sitja í pallborði. Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson. Fundurinn hefst klukkan 20:00.




Tengdar fréttir

Borgarafundur í Iðnó

Opnir Borgarafundir standa fyrir borgarafundi Í Iðnó í kvöld um málefni nýfallinna hæstaréttardóma í bílalánsmálunum og hefst fundurinn klukkan átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×