Innlent

Borgarafundur í Iðnó

Á fundinum verður fjallað um áhrif dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar.
Á fundinum verður fjallað um áhrif dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Opnir Borgarafundir standa fyrir borgarafundi Í Iðnó í kvöld um málefni nýfallinna hæstaréttardóma í bílalánsmálunum og hefst fundurinn klukkan átta.

Meðal frummælenda verða Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega og Pétur Blöndal alþingismaður. Þá verða í pallborði Ragnar Baldursson hæstaréttarlögmaður sem gætti hagsmuna skuldara í öðru málinu fyrir Hæstarétti og Marínó G. Njálsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×