Setja milljarða inní grískt hagkerfi 18. nóvember 2010 06:00 Grikkir ganga í gegnum miklar þrengingar og hafa orðið að skera niður í ríkisbúskapnum. Það fer ekki vel í landsmenn. Fréttablaðið/AP Kínverjar hafa gert stóra fjárfestingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efnahagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrirtæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leituðu eftir neyðarláni hjá Evrópusambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikklandi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samningar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem andsnúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverjar hafa gert stóra fjárfestingarsamninga við Grikki og líta á landið sem glugga inn í Evrópusambandið. Þetta er þvert á fullyrðingar kínverskra ráðamanna, sem segja landa sína ekki nýta sér efnahagsþrengingar á meginlandi Evrópu, að því er fram kemur í netútgáfu Asia Times í gær. Þar er tæpt á þeim tækifærum sem Kínverjar sjá í kreppunni, svo sem tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamningi seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands upp á 3,5 milljarða júana, jafnvirði 66 milljarða króna. Blaðið segir það smámuni miðað við nýlega samninga sem Kínverjar hafi gert við fyrirtæki í Grikklandi upp á síðkastið. Frá því að grísk stjórnvöld leituðu eftir neyðarláni hjá Evrópusambandinu í apríl hafa kínversk stjórnvöld opnað budduna og skuldbundið sig til að leggja allt að tíu milljarða evra, jafnvirði rúmra 1.500 milljarða króna, til ýmissa stórra verkefna í Grikklandi. Þar á meðal eru kaup á grískum skuldabréfum og samningar um skipakaup. Í Asia Times kemur fram að meirihluti Grikkja styðji aðkomu kínverskra fjárfesta þar í landi enda innspýting í hagkerfið í kreppunni. Þeir einu sem andsnúnir séu viðskiptunum séu vinstrimenn, kommúnistar, að sögn Asia Times. - jab
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira