Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. desember 2010 11:00 Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. LeBron James mætti aftur á móti mjög beittur til leiks og landaði þrefaldri tvennu. Var með 27 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Chris Bosh var með 24 stig og 13 fráköst og Dwyane Wade skilaði 18 stigum og 6 stoðsendingum. Kobe og Pau Gasol voru báðir með 17 stig hjá Lakers en besti maður liðsins var Lamar Odom með 14 stig og 9 fráköst. Það er einhver smá krísa hjá Lakers því liðið lét Milwaukee einnig niðurlægja sig á heimavelli fyrir nokkrum dögum síðan. "Ég held að þessir leikir skipti andstæðinga okkar meira máli. Ég er ekki hrifinn af því," sagði Kobe svekktur í leikslok. "Við erum alltaf lélegir á jólunum. Við erum ekki nógu grimmir í þessum jólaleikjum." Orlando Magic er að spila mjög vel eftir að hafa fengið til sín nýja leikmenn. Tveim dögum eftir að liðið batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Boston sem var búið að vinna 14 leiki í röð. Lokakaflinn var ótrúlegur en hann vann Orlando, 15-1. Það er búið að vera meiðslavesen á Boston og liðið virkaði afar þreytt þegar mest á reyndi í leiknum. "Ég veit ekki hvort meiðslin séu farin að há okkur en menn virkuðu samt vissulega þreyttir. Við erum samt ekkert að fara að væla," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Úrslit næturinnar: LA Lakers-Miami 96-80 NY Knicks-Chicago 103-95 Orlando-Boston 86-78 Oklahoma-Denver 114-106 Golden State-Portland 109-102 NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. LeBron James mætti aftur á móti mjög beittur til leiks og landaði þrefaldri tvennu. Var með 27 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Chris Bosh var með 24 stig og 13 fráköst og Dwyane Wade skilaði 18 stigum og 6 stoðsendingum. Kobe og Pau Gasol voru báðir með 17 stig hjá Lakers en besti maður liðsins var Lamar Odom með 14 stig og 9 fráköst. Það er einhver smá krísa hjá Lakers því liðið lét Milwaukee einnig niðurlægja sig á heimavelli fyrir nokkrum dögum síðan. "Ég held að þessir leikir skipti andstæðinga okkar meira máli. Ég er ekki hrifinn af því," sagði Kobe svekktur í leikslok. "Við erum alltaf lélegir á jólunum. Við erum ekki nógu grimmir í þessum jólaleikjum." Orlando Magic er að spila mjög vel eftir að hafa fengið til sín nýja leikmenn. Tveim dögum eftir að liðið batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Boston sem var búið að vinna 14 leiki í röð. Lokakaflinn var ótrúlegur en hann vann Orlando, 15-1. Það er búið að vera meiðslavesen á Boston og liðið virkaði afar þreytt þegar mest á reyndi í leiknum. "Ég veit ekki hvort meiðslin séu farin að há okkur en menn virkuðu samt vissulega þreyttir. Við erum samt ekkert að fara að væla," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Úrslit næturinnar: LA Lakers-Miami 96-80 NY Knicks-Chicago 103-95 Orlando-Boston 86-78 Oklahoma-Denver 114-106 Golden State-Portland 109-102
NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira