Viðskipti innlent

Ormarr ráðinn útibústjóri hjá Íslandsbanka

Ormarr Örlygsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Hann tekur við starfinu af Páli Björgvini Guðmundssyni sem hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjarðarbyggðar.

Í tilkynningu segir að Ormarr er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og er menntaður efnafræðingur frá Háskóla Íslands.

Ormarr hefur frá byrjun þessa árs starfað sem sérfræðingur hjá Þróunarfélagi Austurlands, þar sem hann hefur einbeitt sér að verkefnum tengdum úrvinnslu úr áli, en Ormarr hefur töluvert komið að uppbyggingu Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, síðast sem framkvæmdastjóri útflutnings hjá fyrirtækinu og þar á undan eða frá árinu 2006, sem framkvæmdastjóri steypuskála.

Ormarr starfaði sem framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar á Akureyri frá 2001-2006 og þar áður starfaði hann í 3 ár hjá þýska efnavörufyrirtækinu TFL GMbH Weil am Rhein og var staðsettur í Sviss.

Ormarr er einnig kunnur knattspyrnumaður, spilaði með KA, Fram og Þór og á einnig að baki landsleiki með A-landsliði Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×