Erlent

Álagspróf BP á Mexíkóflóa hafið

BP olíufélagið hefur hafið álagsprófun sína á nýju hettuna sem tókst að koma á olíuleiðsluna sem lekur í Mexíkóflóa fyrr í vikunni.

Hettan er sérsmíðuð, 75 tonn að þyngd og á henni eru þrír ventlar. Ef álagsprófið sýnir jákvæðar niðurstöður og leiðir í ljós að með hettunni sé hægt að ná upp allri olíunni sem lekur gæti það orðið upphafið að endilokum þessa mesta olíumengunarslyss í sögunni.

Hreinsun þeirrar olíu sem lak út í flóann mun hinsvegar standa yfir árum saman, sem og öll þau skaðabótamál sem dómtekin hafa verið gegn BP vegna lekans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×