Handbolti

Aron Pálmarsson: Mætum dýrvitlausir til leiks

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Frökkum í gær.
Aron Pálmarsson í leiknum á móti Frökkum í gær. Mynd/DIENER
Aron Pálmarsson hefur enga trú á því að tapið fyrir Frökkum í gær muni sitja í íslensku landsliðsmönnunum þegar það mætir Póllandi í bronsleiknum á EM í handbolta í dag.

„Við munum gefa okkur daginn til að jafna okkur á þessu tapi og svo mætum við dýrvitlausir til leiks á morgun," sagði Aron í samtali við Vísi eftir tapleikinn í gær.

„Það er verðlaunapeningur í boði og við höfum aldrei náð þriðja sæti á stórmóti áður. Það er því stefnan að gera það núna."

Hann var vitanlega hundfúll með tapið í gær en sagði að það hefði verið mikil lífsreynsla fyrir sig að spila gegn franska liðinu.

„Maður hefur séð þessa kalla vinna mörg verðlaun á undanförnum árum og það var sértakt að mæta þeim. En þetta er það sem koma skal hjá mér," sagði Aron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×