Már vildi ekki Heiðar Má og tilkynnti það símleiðis Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. nóvember 2010 12:09 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti Heiðari Má símleiðis að hann vildi ekki að hann yrði meðal þeirra fjárfesta sem keyptu Sjóvá en seðlabankastjóra grunaði Heiðar Má um viðskipti með aflandskrónur í gegnum félag sitt Ursus capital ehf. Hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar sem hafði freistað þess að kaupa tryggingafélagið Sjóvá dró sig út úr söluferlinu á fyrirtækinu, sem hafði staðið yfir í tæpa tíu mánuði, vegna seinagangs Seðlabankans. Hópurinn hafði gefið Seðlabankanum frest til 22. október til að ganga frá samningunum en tilkynnti svo á mánudaginn síðastliðinn, um mánuði síðar, að hann hefði dregið sig út úr ferlinu. Fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag að aðeins hafi átt eftir að ganga frá ýmsum lausum endum í tengslum við söluna þegar Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hringdi í Heiðar Má hinn 7. október síðastliðinn og tilkynnti honum að hann treysti sér ekki til þess að ganga frá samningnum þar sem mál sem tengdist félagi Heiðars Más, Ursus ehf., væri til rannsóknar hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans vegna aflandskrónuviðskipta í tengslum við skuldabréfaútgáfu félagsins í júní. Viðskiptablaðið greinir frá því að Heiðar Már hafi svarað því til að eini tilgangur skuldabréfaútgáfunnar hafi verið að uppfylla skilyrði til þess að ganga frá kaupum á Sjóvá, engar reglur hafi verið brotnar. Auk þess hafi þeim skilaboðum verið komið til Seðlabankans að kaupin á Sjóvá væru ekki fjármögnuð með aflandskrónum, en skuldabréfaútgáfan var upp á 490 milljónir króna.Sagði seðlabankastjóra brjóta stjórnsýslulög Föstudaginn 22. október fundaði seðlabankastjóri, ásamt Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra og Sigríði Logadóttir, aðallögfræðingi Seðlabankans, með Heiðar Má og tveimur lögmönnum hans, Reimari Péturssyni og Birgi Tjörva Péturssyni. Á þessum fundi greindi seðlabankastjóri frá því að að mál sem tengdust Ursusi yrði vísað til lögreglu eftir helgina. Viðskiptablaðið greinir frá því að Reimar hafi mótmælt þessu harðlega og sagt seðlabankastjóra brjóta stjórnsýslulög þar sem engar skýringar hefðu borist á því hvað væri til rannsóknar og hvaða meintu brot hefðu átt sér stað. Eftir það hafi söluferlið komist í uppnám og svo fór að á mánudaginn sl., mánuði síðar, dró hópurinn sig út úr söluferlinu. Engin tilkynning hefur verið send frá Seðlabankanum til lögreglu um meint brot Ursusar. Heiðar Már hefur sem kunnugt er kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna framferðis Seðlabankans í söluferlinu. Heiðar Már sakar Seðlabankann um valdníðslu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Heiðar Már segir að inn í stjórnsýsluframkvæmdina hafi blandast ómálefnaleg sjónarmið, pólitík og persónuleg sjónarmið. Seðlabankinn vill ekki tjá sig um málið. Tengdar fréttir FME: Orðstír kaupenda tryggingarfélaga þarf að vera í lagi "Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi." 22. nóvember 2010 17:32 Sjóvá ekki selt í bráð Heiðar Már Guðjónsson og fjárfestar sem honum tengjast, einstaklingar og sjóðir, hafa hætt við kaup á 33 prósenta hlut í tryggingafélaginu Sjóvá. Með kaupunum hefði hópurinn getað fengið forkaupsrétt á helmingi félagsins. 23. nóvember 2010 05:15 Heiðar vildi borga 11 milljarða fyrir Sjóvá - kvartar til umboðsmanns Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá,sem ekkert verður af að sinni. Kauptilboðið nam ellefu milljörðum króna sem er sama upphæð og ríkið lagði inn í Sjóvá á sínum tíma. 24. nóvember 2010 11:56 Seðlabankastjóri segir söluna á Sjóvá til skoðunar „Ferlið er í gangi og ef niðurstaðan úr því er óásættanleg fyrir Seðlabankann og almannaheill skrifa ég ekki undir, ef hún er í lagi frá þeim sjónarhóli og við náum niðurstöðu í öll mál þá skrifa ég undir." 3. nóvember 2010 15:34 Seðlabankinn tjáir sig ekki um Sjóvá að sinni „Þessi staða er nýtilkomin. Á þessari stundu er ekkert hægt að segja um málið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans aðspurður um söluferli Sjóvá. Sem kunnugt er af fréttum hefur hópur fjárfesta nú dregið sig út úr söluferlinu á Sjóvá. 22. nóvember 2010 10:40 Geta ekki tjáð sig um það hvers vegna hópurinn hætti við Seðlabanki Íslands segist ekki geta tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita fjárfestahópi sem vildi kaupa Sjóvá fyrir 22. október sl. Hópurinn hefur hætt við kaupin. 22. nóvember 2010 17:55 Framtakssjóðurinn átti næsthæsta tilboðið í Sjóvá Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóða, átti næsthæsta tilboðið í hlut Seðlabankans í Sjóvá. Hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar sem hefur hætt við kaupin vegna seinagangs telur sig ekki hafa fengið skýringar frá Seðlabankanum á töfum. 22. nóvember 2010 19:09 Fjárfestahópur hættir við að reyna að kaupa Sjóvá Fjárfestahópurinn sem átti hæsta tilboðið í tryggingarfélagið Sjóvá hefur sagt sig frá söluferli Sjóvá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en Morgunblaðið greinir frá málinu á forsíðu sinni í dag. 22. nóvember 2010 08:11 Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. 27. október 2010 18:33 Heiðar Már kvartar til umboðsmanns Alþingis Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ófaglegra vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá, eins og hann orðar það. 24. nóvember 2010 07:53 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tilkynnti Heiðari Má símleiðis að hann vildi ekki að hann yrði meðal þeirra fjárfesta sem keyptu Sjóvá en seðlabankastjóra grunaði Heiðar Má um viðskipti með aflandskrónur í gegnum félag sitt Ursus capital ehf. Hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar sem hafði freistað þess að kaupa tryggingafélagið Sjóvá dró sig út úr söluferlinu á fyrirtækinu, sem hafði staðið yfir í tæpa tíu mánuði, vegna seinagangs Seðlabankans. Hópurinn hafði gefið Seðlabankanum frest til 22. október til að ganga frá samningunum en tilkynnti svo á mánudaginn síðastliðinn, um mánuði síðar, að hann hefði dregið sig út úr ferlinu. Fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag að aðeins hafi átt eftir að ganga frá ýmsum lausum endum í tengslum við söluna þegar Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hringdi í Heiðar Má hinn 7. október síðastliðinn og tilkynnti honum að hann treysti sér ekki til þess að ganga frá samningnum þar sem mál sem tengdist félagi Heiðars Más, Ursus ehf., væri til rannsóknar hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans vegna aflandskrónuviðskipta í tengslum við skuldabréfaútgáfu félagsins í júní. Viðskiptablaðið greinir frá því að Heiðar Már hafi svarað því til að eini tilgangur skuldabréfaútgáfunnar hafi verið að uppfylla skilyrði til þess að ganga frá kaupum á Sjóvá, engar reglur hafi verið brotnar. Auk þess hafi þeim skilaboðum verið komið til Seðlabankans að kaupin á Sjóvá væru ekki fjármögnuð með aflandskrónum, en skuldabréfaútgáfan var upp á 490 milljónir króna.Sagði seðlabankastjóra brjóta stjórnsýslulög Föstudaginn 22. október fundaði seðlabankastjóri, ásamt Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra og Sigríði Logadóttir, aðallögfræðingi Seðlabankans, með Heiðar Má og tveimur lögmönnum hans, Reimari Péturssyni og Birgi Tjörva Péturssyni. Á þessum fundi greindi seðlabankastjóri frá því að að mál sem tengdust Ursusi yrði vísað til lögreglu eftir helgina. Viðskiptablaðið greinir frá því að Reimar hafi mótmælt þessu harðlega og sagt seðlabankastjóra brjóta stjórnsýslulög þar sem engar skýringar hefðu borist á því hvað væri til rannsóknar og hvaða meintu brot hefðu átt sér stað. Eftir það hafi söluferlið komist í uppnám og svo fór að á mánudaginn sl., mánuði síðar, dró hópurinn sig út úr söluferlinu. Engin tilkynning hefur verið send frá Seðlabankanum til lögreglu um meint brot Ursusar. Heiðar Már hefur sem kunnugt er kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna framferðis Seðlabankans í söluferlinu. Heiðar Már sakar Seðlabankann um valdníðslu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Heiðar Már segir að inn í stjórnsýsluframkvæmdina hafi blandast ómálefnaleg sjónarmið, pólitík og persónuleg sjónarmið. Seðlabankinn vill ekki tjá sig um málið.
Tengdar fréttir FME: Orðstír kaupenda tryggingarfélaga þarf að vera í lagi "Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi." 22. nóvember 2010 17:32 Sjóvá ekki selt í bráð Heiðar Már Guðjónsson og fjárfestar sem honum tengjast, einstaklingar og sjóðir, hafa hætt við kaup á 33 prósenta hlut í tryggingafélaginu Sjóvá. Með kaupunum hefði hópurinn getað fengið forkaupsrétt á helmingi félagsins. 23. nóvember 2010 05:15 Heiðar vildi borga 11 milljarða fyrir Sjóvá - kvartar til umboðsmanns Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá,sem ekkert verður af að sinni. Kauptilboðið nam ellefu milljörðum króna sem er sama upphæð og ríkið lagði inn í Sjóvá á sínum tíma. 24. nóvember 2010 11:56 Seðlabankastjóri segir söluna á Sjóvá til skoðunar „Ferlið er í gangi og ef niðurstaðan úr því er óásættanleg fyrir Seðlabankann og almannaheill skrifa ég ekki undir, ef hún er í lagi frá þeim sjónarhóli og við náum niðurstöðu í öll mál þá skrifa ég undir." 3. nóvember 2010 15:34 Seðlabankinn tjáir sig ekki um Sjóvá að sinni „Þessi staða er nýtilkomin. Á þessari stundu er ekkert hægt að segja um málið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans aðspurður um söluferli Sjóvá. Sem kunnugt er af fréttum hefur hópur fjárfesta nú dregið sig út úr söluferlinu á Sjóvá. 22. nóvember 2010 10:40 Geta ekki tjáð sig um það hvers vegna hópurinn hætti við Seðlabanki Íslands segist ekki geta tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita fjárfestahópi sem vildi kaupa Sjóvá fyrir 22. október sl. Hópurinn hefur hætt við kaupin. 22. nóvember 2010 17:55 Framtakssjóðurinn átti næsthæsta tilboðið í Sjóvá Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóða, átti næsthæsta tilboðið í hlut Seðlabankans í Sjóvá. Hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar sem hefur hætt við kaupin vegna seinagangs telur sig ekki hafa fengið skýringar frá Seðlabankanum á töfum. 22. nóvember 2010 19:09 Fjárfestahópur hættir við að reyna að kaupa Sjóvá Fjárfestahópurinn sem átti hæsta tilboðið í tryggingarfélagið Sjóvá hefur sagt sig frá söluferli Sjóvá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en Morgunblaðið greinir frá málinu á forsíðu sinni í dag. 22. nóvember 2010 08:11 Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. 27. október 2010 18:33 Heiðar Már kvartar til umboðsmanns Alþingis Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ófaglegra vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá, eins og hann orðar það. 24. nóvember 2010 07:53 Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
FME: Orðstír kaupenda tryggingarfélaga þarf að vera í lagi "Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi." 22. nóvember 2010 17:32
Sjóvá ekki selt í bráð Heiðar Már Guðjónsson og fjárfestar sem honum tengjast, einstaklingar og sjóðir, hafa hætt við kaup á 33 prósenta hlut í tryggingafélaginu Sjóvá. Með kaupunum hefði hópurinn getað fengið forkaupsrétt á helmingi félagsins. 23. nóvember 2010 05:15
Heiðar vildi borga 11 milljarða fyrir Sjóvá - kvartar til umboðsmanns Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá,sem ekkert verður af að sinni. Kauptilboðið nam ellefu milljörðum króna sem er sama upphæð og ríkið lagði inn í Sjóvá á sínum tíma. 24. nóvember 2010 11:56
Seðlabankastjóri segir söluna á Sjóvá til skoðunar „Ferlið er í gangi og ef niðurstaðan úr því er óásættanleg fyrir Seðlabankann og almannaheill skrifa ég ekki undir, ef hún er í lagi frá þeim sjónarhóli og við náum niðurstöðu í öll mál þá skrifa ég undir." 3. nóvember 2010 15:34
Seðlabankinn tjáir sig ekki um Sjóvá að sinni „Þessi staða er nýtilkomin. Á þessari stundu er ekkert hægt að segja um málið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans aðspurður um söluferli Sjóvá. Sem kunnugt er af fréttum hefur hópur fjárfesta nú dregið sig út úr söluferlinu á Sjóvá. 22. nóvember 2010 10:40
Geta ekki tjáð sig um það hvers vegna hópurinn hætti við Seðlabanki Íslands segist ekki geta tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita fjárfestahópi sem vildi kaupa Sjóvá fyrir 22. október sl. Hópurinn hefur hætt við kaupin. 22. nóvember 2010 17:55
Framtakssjóðurinn átti næsthæsta tilboðið í Sjóvá Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóða, átti næsthæsta tilboðið í hlut Seðlabankans í Sjóvá. Hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar sem hefur hætt við kaupin vegna seinagangs telur sig ekki hafa fengið skýringar frá Seðlabankanum á töfum. 22. nóvember 2010 19:09
Fjárfestahópur hættir við að reyna að kaupa Sjóvá Fjárfestahópurinn sem átti hæsta tilboðið í tryggingarfélagið Sjóvá hefur sagt sig frá söluferli Sjóvá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en Morgunblaðið greinir frá málinu á forsíðu sinni í dag. 22. nóvember 2010 08:11
Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. 27. október 2010 18:33
Heiðar Már kvartar til umboðsmanns Alþingis Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna ófaglegra vinnubragða Seðlabankans við sölu á Sjóvá, eins og hann orðar það. 24. nóvember 2010 07:53
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent