FME: Orðstír kaupenda tryggingarfélaga þarf að vera í lagi 22. nóvember 2010 17:32 "Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi." Þetta segir í yfirlýsingu á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins vegna frétta í fjölmiðlum í dag um að hópur fjárfesta hafi dregið sig út úr söluferli Sjóvár. Í heild er textinn svo: "Vegna frétta í fjölmiðlum um sölu á vátryggingafélaginu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Umsókn frá umræddum fjárfestahópi, um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf., barst Fjármálaeftirlitinu 4. ágúst sl. Fjárfestahópurinn hafði í hyggju að kaupa 33% af heildarhlutafé félagsins og öðlast ennfremur forkaupsrétt að allt að helmingi hlutafjár til viðbótar. Fjármálaeftirlitið hefur, frá því að umsóknin barst, átt ítarleg samskipti við umsækjendur og aflað frekari gagna og skýringa. Fjármálaeftirlitið hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort umræddum fjárfestahóp verði veitt heimild til að fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélaginu. Þann 19. nóvember sl. barst Fjármálaeftirlitinu beiðni frá umsækjandanum um að frestað yrði frekari afgreiðslu umsóknarinnar þar sem óvissa ríkti um sölu félagsins. Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi. Þau skilyrði lúta m.a. að því að eigendur hafi yfir að ráða fjárhagslegum styrk með tilliti til þess reksturs sem vátryggingafélagið hefur með höndum og að orðspor þeirra sé ekki með þeim hætti að það rýri traust félagsins." Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
"Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi." Þetta segir í yfirlýsingu á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins vegna frétta í fjölmiðlum í dag um að hópur fjárfesta hafi dregið sig út úr söluferli Sjóvár. Í heild er textinn svo: "Vegna frétta í fjölmiðlum um sölu á vátryggingafélaginu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Umsókn frá umræddum fjárfestahópi, um heimild til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf., barst Fjármálaeftirlitinu 4. ágúst sl. Fjárfestahópurinn hafði í hyggju að kaupa 33% af heildarhlutafé félagsins og öðlast ennfremur forkaupsrétt að allt að helmingi hlutafjár til viðbótar. Fjármálaeftirlitið hefur, frá því að umsóknin barst, átt ítarleg samskipti við umsækjendur og aflað frekari gagna og skýringa. Fjármálaeftirlitið hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort umræddum fjárfestahóp verði veitt heimild til að fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélaginu. Þann 19. nóvember sl. barst Fjármálaeftirlitinu beiðni frá umsækjandanum um að frestað yrði frekari afgreiðslu umsóknarinnar þar sem óvissa ríkti um sölu félagsins. Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi. Þau skilyrði lúta m.a. að því að eigendur hafi yfir að ráða fjárhagslegum styrk með tilliti til þess reksturs sem vátryggingafélagið hefur með höndum og að orðspor þeirra sé ekki með þeim hætti að það rýri traust félagsins."
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira