Geir H. Haarde neitar að bera vitni Valur Grettisson skrifar 1. nóvember 2010 11:37 Geir H. Haarde. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, neitaði að bera vitni í skaðabótamáli hlutdeildarskírteinishafa í peningarmarkaðssjóðum gegn Ríkissjóði Íslands en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður Geirs sendi Héraðsdómi Reykjavíkur bréf fyrir helgi þar sem dómnum var tilkynnt þetta. Ástæðan fyrir því að Geir vildi ekki bera vitni var ótti við það að hann gæti bakað sér sjálfum refsiábyrgð vegna framburðar síns. En Geir hefur verið stefnt fyrir Landsdóm. Geir var kallaður til vitnis vegna þess að hlutdeildarskírteinishafar vilja meina að í yfirlýsingu Geirs í hruninu 2008, þar sem hann tilkynnti að innistæður Íslendinga væru tryggðar að fullu, hefðu vakið lögmætar vonir um að hið sama ætti við með peningamarkaðssjóðina. Þessu neitar lögmaður Ríkissjóðs Íslands en hann vill meina að það sé fyllilega skýrt að ekki hefði verið átt við peningamarkaðssjóði í ræðu Geirs. Þá vill lögmaður Ríkissjóðs meina að málið sé vanreifað. Til að mynda sé enginn greinamunur gerður á starfsemi Landsvaka, sem var dótturfélag Landsbankans og stjórnaði peningamarkaðssjóðnum, og hinsvegar Landsbankans sjálfs. Lögmaður hlutdeildarskírteinishafa vildi þá meina að neyðarlögin hefðu ekki tekið formleg gildi fyrr en eftir að Landsbankinn var tekinn yfir haustið 2008. Þessu neitaði lögmaður Ríkissjóðs og tók fram að lögin hefðu tekið gildi 7. október 2008 en ekki á miðnætti 8. október eins og lögmaður hlutdeildarskírteinishafa hélt fram. Þá benti lögmaður Ríkissjóðs á að ef neyðarlögin hefðu ekki tekið gildi á sínum tíma, með tilheyrandi kerfishruni, þá hefðu hlutdeildarskírteinishafar fengið mun minna til baka úr peningamarkaðssjóðunum en alls endurheimtu þeir 68.8 prósent. Lögmaður hlutdeildarskírteinishafa sagði bankanum óheimilt að mismuna skjólstæðingum sínum. Benti hann á Icesave málið og bætti við að ef þær skuldbindingar yrðu greiddar, á þeim forsendum að óheimilt væri að mismuna innistæðueigendum, þá ætti slíkt hið sama við peningamarkaðssjóð Landsvaka. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, neitaði að bera vitni í skaðabótamáli hlutdeildarskírteinishafa í peningarmarkaðssjóðum gegn Ríkissjóði Íslands en aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögmaður Geirs sendi Héraðsdómi Reykjavíkur bréf fyrir helgi þar sem dómnum var tilkynnt þetta. Ástæðan fyrir því að Geir vildi ekki bera vitni var ótti við það að hann gæti bakað sér sjálfum refsiábyrgð vegna framburðar síns. En Geir hefur verið stefnt fyrir Landsdóm. Geir var kallaður til vitnis vegna þess að hlutdeildarskírteinishafar vilja meina að í yfirlýsingu Geirs í hruninu 2008, þar sem hann tilkynnti að innistæður Íslendinga væru tryggðar að fullu, hefðu vakið lögmætar vonir um að hið sama ætti við með peningamarkaðssjóðina. Þessu neitar lögmaður Ríkissjóðs Íslands en hann vill meina að það sé fyllilega skýrt að ekki hefði verið átt við peningamarkaðssjóði í ræðu Geirs. Þá vill lögmaður Ríkissjóðs meina að málið sé vanreifað. Til að mynda sé enginn greinamunur gerður á starfsemi Landsvaka, sem var dótturfélag Landsbankans og stjórnaði peningamarkaðssjóðnum, og hinsvegar Landsbankans sjálfs. Lögmaður hlutdeildarskírteinishafa vildi þá meina að neyðarlögin hefðu ekki tekið formleg gildi fyrr en eftir að Landsbankinn var tekinn yfir haustið 2008. Þessu neitaði lögmaður Ríkissjóðs og tók fram að lögin hefðu tekið gildi 7. október 2008 en ekki á miðnætti 8. október eins og lögmaður hlutdeildarskírteinishafa hélt fram. Þá benti lögmaður Ríkissjóðs á að ef neyðarlögin hefðu ekki tekið gildi á sínum tíma, með tilheyrandi kerfishruni, þá hefðu hlutdeildarskírteinishafar fengið mun minna til baka úr peningamarkaðssjóðunum en alls endurheimtu þeir 68.8 prósent. Lögmaður hlutdeildarskírteinishafa sagði bankanum óheimilt að mismuna skjólstæðingum sínum. Benti hann á Icesave málið og bætti við að ef þær skuldbindingar yrðu greiddar, á þeim forsendum að óheimilt væri að mismuna innistæðueigendum, þá ætti slíkt hið sama við peningamarkaðssjóð Landsvaka.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira