Viðskipti innlent

Viðskiptajöfnuður óhagstæður um 13 milljarða í lok síðasta árs

Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 13 milljarða kr. á fjórða ársfjórðungi, sem er 19 milljörðum kr. lakara en á fjórðungum á undan.

Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að af áhrifum innlánsstofnanan í slitameðferð frátöldum var hins vegar 10,1 milljarða kr. afgangur.

Rúmlega 21 milljarða kr. afgangur var á vöruskiptum við útlönd og 8 milljarða kr. afgangur var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um rúmlega 40 milljarða kr.

Sjá nánar hér:

http://www.cb.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7654








Fleiri fréttir

Sjá meira


×