Til hamingju LÍÚ Bergvin Oddsson skrifar 22. júlí 2010 06:00 Útgerðarmenn hringinn í kringum Ísland og hagsmunasamtök þeirra, LÍÚ, hafa síðustu árin og áratugina, átt í miklum deilum við stjórnvöld og þjóðina alla, um hvað eigi að gera við fiskinn í sjónum umhverfis landið, og hver ætti eiginlega þennan fisk. Oft á tíðum hefur þjóðin fundið til samúðar með aumingja útvegsmönnunum, sem alltaf hafa þurft að reka stríðshernað gagnvart stjórnvöldum, til þess að eiga fisk í soðið fyrir sig og sína. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið, var greint frá því að útgerðarmenn væru afar óhressir með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa frjálsar veiðiheimildir á rækju á næstkomandi fiskveiðiári. Síðastliðin ár hefur rækjukvótinn verið í kringum sjö þúsund tonn, og hefur kvótinn síðustu árin aldrei veiðst að fullu. Stundum hefur ekki einu sinni helmingur af kvótanum verið veiddur. Af hverju skyldi það vera? Jú, vegna þess að útgerðarmenn hafa leyfi til þess að breyta t.d. rækjukvóta í skötusels- eða ýsukvóta án þess að þurfa að greiða krónu fyrir breytinguna, þrátt fyrir að rækjukvótinn sé töluvert ódýrari en skötusels- og ýsukvótinn. LÍÚ segir að nú sé verið að innkalla veiðiheimildir, bak við tjöldin og í kringum lögin. Ég spyr: Innkalla hvaða fisk sem er ekki einu sinni veiddur? Ég get ekki sagt að ég sé alltaf ánægður með Jón Bjarnason, sem veit stundum ekki hvort hann er að koma eða fara. En í þessu máli tek ég ofan hattinn fyrir honum. Það er mín skoðun, að besta leiðin, til þess að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það sem sanngjarnast fyrir þá sem veiða fiskinn og okkur smælingjana, er að leyfa útgerðinni að stjórna því sjálfri hvort hún vilji fyrna kvótann og borga minni skatt, eða þá halda öllum sínum kvóta og borga meiri skatt. Það er gjörsamlega óþolandi að útgerðarmenn svívirða löggjöfina um kvótann, og breyta ódýrustu aflategundunum í þær dýrustu, án þess að greiða krónu fyrir aukalega. LÍÚ tók svo steininn úr í sama kvöldfréttatímanum á Stöð 2, þegar sagt var frá því að átta af hverjum tíu útgerðum gera upp í erlendri mynt. Af þeim hópi útgerða sem gera upp í erlendri mynt eru þrjár af fjórum sem gera það í evrum. Útgerðarmenn og talsmenn LÍÚ, eru nú algjörlega búnir að missa allt traust mitt og álit. Einn daginn vilja þeir ekki heyra á það minnst að kíkja í kaffi til Brussel og kanna hvað við fáum út úr aðildarviðræðum við ESB. Hinn daginn, talar svo LÍÚ um að hægt sé að taka upp einhliða evru. Það hefur margítrekað komið fram að sá möguleiki sé ekki fyrir hendi. Nú er nóg komið af útgerðinni og talsmönnum hennar, sem tala bara í kross, og út og suður. En það er allt í lagi að gera upp í erlendri mynt, til þess að græða sem mest og vilja samt sem áður láta okkur borga brúsann. Það er að mínu mati mannréttindabrot, þegar bæði hagsmunasamtök og heilu stjórnmálahreyfingarnar, ætla sér ekki að leyfa málinu að fara í lýðræðislega kosningu og leyfa okkur hinum ekki að segja til um það af eða á. Það er réttur hvers manns að segja til um hvort hann eða hún vilji ganga inn í Evrópusambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Útgerðarmenn hringinn í kringum Ísland og hagsmunasamtök þeirra, LÍÚ, hafa síðustu árin og áratugina, átt í miklum deilum við stjórnvöld og þjóðina alla, um hvað eigi að gera við fiskinn í sjónum umhverfis landið, og hver ætti eiginlega þennan fisk. Oft á tíðum hefur þjóðin fundið til samúðar með aumingja útvegsmönnunum, sem alltaf hafa þurft að reka stríðshernað gagnvart stjórnvöldum, til þess að eiga fisk í soðið fyrir sig og sína. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið, var greint frá því að útgerðarmenn væru afar óhressir með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa frjálsar veiðiheimildir á rækju á næstkomandi fiskveiðiári. Síðastliðin ár hefur rækjukvótinn verið í kringum sjö þúsund tonn, og hefur kvótinn síðustu árin aldrei veiðst að fullu. Stundum hefur ekki einu sinni helmingur af kvótanum verið veiddur. Af hverju skyldi það vera? Jú, vegna þess að útgerðarmenn hafa leyfi til þess að breyta t.d. rækjukvóta í skötusels- eða ýsukvóta án þess að þurfa að greiða krónu fyrir breytinguna, þrátt fyrir að rækjukvótinn sé töluvert ódýrari en skötusels- og ýsukvótinn. LÍÚ segir að nú sé verið að innkalla veiðiheimildir, bak við tjöldin og í kringum lögin. Ég spyr: Innkalla hvaða fisk sem er ekki einu sinni veiddur? Ég get ekki sagt að ég sé alltaf ánægður með Jón Bjarnason, sem veit stundum ekki hvort hann er að koma eða fara. En í þessu máli tek ég ofan hattinn fyrir honum. Það er mín skoðun, að besta leiðin, til þess að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það sem sanngjarnast fyrir þá sem veiða fiskinn og okkur smælingjana, er að leyfa útgerðinni að stjórna því sjálfri hvort hún vilji fyrna kvótann og borga minni skatt, eða þá halda öllum sínum kvóta og borga meiri skatt. Það er gjörsamlega óþolandi að útgerðarmenn svívirða löggjöfina um kvótann, og breyta ódýrustu aflategundunum í þær dýrustu, án þess að greiða krónu fyrir aukalega. LÍÚ tók svo steininn úr í sama kvöldfréttatímanum á Stöð 2, þegar sagt var frá því að átta af hverjum tíu útgerðum gera upp í erlendri mynt. Af þeim hópi útgerða sem gera upp í erlendri mynt eru þrjár af fjórum sem gera það í evrum. Útgerðarmenn og talsmenn LÍÚ, eru nú algjörlega búnir að missa allt traust mitt og álit. Einn daginn vilja þeir ekki heyra á það minnst að kíkja í kaffi til Brussel og kanna hvað við fáum út úr aðildarviðræðum við ESB. Hinn daginn, talar svo LÍÚ um að hægt sé að taka upp einhliða evru. Það hefur margítrekað komið fram að sá möguleiki sé ekki fyrir hendi. Nú er nóg komið af útgerðinni og talsmönnum hennar, sem tala bara í kross, og út og suður. En það er allt í lagi að gera upp í erlendri mynt, til þess að græða sem mest og vilja samt sem áður láta okkur borga brúsann. Það er að mínu mati mannréttindabrot, þegar bæði hagsmunasamtök og heilu stjórnmálahreyfingarnar, ætla sér ekki að leyfa málinu að fara í lýðræðislega kosningu og leyfa okkur hinum ekki að segja til um það af eða á. Það er réttur hvers manns að segja til um hvort hann eða hún vilji ganga inn í Evrópusambandið.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar