Handbolti

Adolf bauðst til að sýna Hammerseng magavöðvana sína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Íþróttafréttaritarinn Adolf Ingi Erlingsson hefur lokið keppni fyrir EHF á EM kvenna og hann kvaddi svo sannarlega á eftirminnilegan hátt með viðtali við norsku kempuna, Gro Hammerseng.

Það er þegar orðið víðfrægt á netinu þegar Adolf bað Hammerseng um að sýna sér hina frægu magavöðva sína. Hammerseng neitaði upphaflega en Adolf var ekki af baki dottinn.

Eftir úrslitaleikinn, sem Noregur vann, ítrekaði Adolf þá ósk sína að fá að sjá magavöðvana. Hann bauðst meira að segja til þess að sýna henni magavöðvana sína ef hann fengi eitthvað a móti.

Hammerseng var treg sem fyrr þó svo Adolf hafi þjarmað nokkuð að henni.

Sjón er sögu ríkari en Adolf byrjar að spyrja um magavöðvana þegar 5.50 mínútur eru liðnar af innslaginu hér fyrir ofan










Fleiri fréttir

Sjá meira


×