N1 greiðir skuldir eigendanna 2. september 2010 06:15 Hermann Guðmundsson. Olíuverslunin N1 þarf að endurfjármagna rúmlega sextán milljarða króna skuldir á næstu átta mánuðum. Takist það ekki gæti verið valkostur að selja félagið. Fréttablaðið/stefán Olíuverðstríð í byrjun sumars kostaði N1 þrjú hundruð milljónir. Félagið er í sjálfskuldarábyrgð við móðurfélagið sem gat ekki greitt milljarðaskuldir um mitt ár. Eigendur gætu selt reksturinn, segir forstjóri Hermann Guðmundsson. „Þetta er ekki meira áhyggjuefni en hver önnur endurfjármögnun,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, en félagið þarf að greiða rúma 16,3 milljarða króna á næstu átta mánuðum. Líkt og fram kom í hálfsársuppgjöri olíuverslunarinnar sem birt var síðdegis á þriðjudag rennur upp gjalddagi á skuldabréfaflokki N1 í íslenskum krónum upp á rúman 7,1 milljarð króna í lok maí næsta ári. Við það bætast tæplega 9,2 milljarða króna skuld BNT, móðurfélags N1 og tengdra félaga, sem olíuverslunin er í sjálfsskuldarábyrgð fyrir. Greint var frá því í júlí að hluti lána BNT hafi verið kominn á gjalddaga og hafi ekki verið greitt af þeim á árinu. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu skuldanna. Bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, kenndir við Engeyjarættina, eiga helmingshlut í BNT í gegnum fjárfestingafélögin Mátt og Hafsilfur. Bræðurnir tengdust ýmsum viðskiptagjörningum, svo sem með Karli og Steingrími Wernerssonum. Máttur og BNT voru stórir lántakendur Glitnis með tæplega 100 milljóna evra lán hvort við fall bankans, líkt og fram kemur í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ofan á slæma stöðu helstu eigenda N1 litast afkoma olíuverslunarinnar af þrengingum í hagkerfinu. Félagið tapaði 191 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er talsverður viðsnúningur frá 474,2 milljóna hagnaði á sama tíma í fyrra. Árshlutauppgjörið hefur ekki verið verra frá því BNT tók við rekstrinum árið 2006. Hermann segir vart hægt að bera uppgjörið nú saman við síðasta ár, en þá var metafkoma. Hann segir aðstæður oft hafa verið betri en nú um stundir. Eftirspurn eftir eldsneyti hafi dregist saman ásamt því sem miklu af framkvæmdum sé lokið og hið opinbera hafi dregið saman í rekstri sínum. Ofan á allt kostaði olíuverðstríð N1 við hin olíufélögin, sem stóð yfir í maí og júní, þrjú hundruð milljónir króna. Eignir N1 námu tæpum 25,8 milljörðum króna í lok júní og nam eigið fé félagsins rúmum 6,4 milljörðum króna. Langtímaskuldir á móti námu 19,3 milljörðum króna. Þar af nema skammtímaskuldir 18,8 milljörðum króna. Við þær bætast skuldir eigendanna, BNT, sem ekki voru greiddar. Spurður hvernig N1 geti borið alla þá skuldabyrði sem hvíli á rekstrinum svarar Hermann því til að farið verði að vinna í endurfjármögnun skuldabréfaflokksins þegar nær dragi áramótum. Um skuldir eigendanna segir hann: „BNT gæti selt N1 og greitt upp skuldir sína. Það er valkostur en hefur ekki verið skoðaður í neinni alvöru.“ jonab@frettabladid.is Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Olíuverðstríð í byrjun sumars kostaði N1 þrjú hundruð milljónir. Félagið er í sjálfskuldarábyrgð við móðurfélagið sem gat ekki greitt milljarðaskuldir um mitt ár. Eigendur gætu selt reksturinn, segir forstjóri Hermann Guðmundsson. „Þetta er ekki meira áhyggjuefni en hver önnur endurfjármögnun,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, en félagið þarf að greiða rúma 16,3 milljarða króna á næstu átta mánuðum. Líkt og fram kom í hálfsársuppgjöri olíuverslunarinnar sem birt var síðdegis á þriðjudag rennur upp gjalddagi á skuldabréfaflokki N1 í íslenskum krónum upp á rúman 7,1 milljarð króna í lok maí næsta ári. Við það bætast tæplega 9,2 milljarða króna skuld BNT, móðurfélags N1 og tengdra félaga, sem olíuverslunin er í sjálfsskuldarábyrgð fyrir. Greint var frá því í júlí að hluti lána BNT hafi verið kominn á gjalddaga og hafi ekki verið greitt af þeim á árinu. Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu skuldanna. Bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, kenndir við Engeyjarættina, eiga helmingshlut í BNT í gegnum fjárfestingafélögin Mátt og Hafsilfur. Bræðurnir tengdust ýmsum viðskiptagjörningum, svo sem með Karli og Steingrími Wernerssonum. Máttur og BNT voru stórir lántakendur Glitnis með tæplega 100 milljóna evra lán hvort við fall bankans, líkt og fram kemur í rannsóknarskýrslu Alþingis. Ofan á slæma stöðu helstu eigenda N1 litast afkoma olíuverslunarinnar af þrengingum í hagkerfinu. Félagið tapaði 191 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er talsverður viðsnúningur frá 474,2 milljóna hagnaði á sama tíma í fyrra. Árshlutauppgjörið hefur ekki verið verra frá því BNT tók við rekstrinum árið 2006. Hermann segir vart hægt að bera uppgjörið nú saman við síðasta ár, en þá var metafkoma. Hann segir aðstæður oft hafa verið betri en nú um stundir. Eftirspurn eftir eldsneyti hafi dregist saman ásamt því sem miklu af framkvæmdum sé lokið og hið opinbera hafi dregið saman í rekstri sínum. Ofan á allt kostaði olíuverðstríð N1 við hin olíufélögin, sem stóð yfir í maí og júní, þrjú hundruð milljónir króna. Eignir N1 námu tæpum 25,8 milljörðum króna í lok júní og nam eigið fé félagsins rúmum 6,4 milljörðum króna. Langtímaskuldir á móti námu 19,3 milljörðum króna. Þar af nema skammtímaskuldir 18,8 milljörðum króna. Við þær bætast skuldir eigendanna, BNT, sem ekki voru greiddar. Spurður hvernig N1 geti borið alla þá skuldabyrði sem hvíli á rekstrinum svarar Hermann því til að farið verði að vinna í endurfjármögnun skuldabréfaflokksins þegar nær dragi áramótum. Um skuldir eigendanna segir hann: „BNT gæti selt N1 og greitt upp skuldir sína. Það er valkostur en hefur ekki verið skoðaður í neinni alvöru.“ jonab@frettabladid.is
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira