Viðskipti innlent

ESB segir Íslandi að lausn Icesave er skilyrði fyrir aðild

Financial Times segir að ESB hafi tjáð Íslandi að landið fengi ekki aðild að ESB fyrr en búið væri að ganga frá lausn á Icesavedeilunni við Breta og Hollendinga. Þetta kemur fram í uppkasti að yfirlýsingu frá leiðtogum ESB á fundi þeirra í gærdag þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland.

Jan Peter Belkenende fráfarandi forsætisráðherra Hollands tjáði blaðamönnum á fundi seint í gærdag að Íslendingar yrðu að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum.

Fram kemur í frétt Finnacial Times að kröfurnar um lausn á Icesavedeilunni hafi það í för með sér að innganga Íslands í ERSB muni ekki ganga hratt og snuðrulaust fyrir sig.

Þá segir í fréttinni að fulltrúar Breta og Hollendinga á leiðtogafundi ESB hafi gengið hart eftir því að í yfirlýsingu fundarins yrði skýrt og greinilega sagt að aðild Íslands að ESB yrði bundin við að lausn fyndist á Icesavedeilunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×